Ríki hvött til að leggja fram metnaðarfyllri markmið fyrir lok næsta árs Kjartan Kjartansson skrifar 10. nóvember 2021 09:00 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er nú á leið aftur til Glasgow fyrir lokahnykk loftslagsráðstefnunnar þar. Bretar hafa lagt fram drög að samkomulagi sem öll ríkin þurfa að samþykkja til að verði að veruleika. Vísir/EPA Tæplega tvö hundruð ríki sem eiga aðild að loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna eru hvött til þess að leggja fram metnaðarfyllri markmið um samdrátt í losun fyrir lok næsta árs í drögum að samkomulagi COP26-ráðstefnunnar sem bresku gestgjafarnir birtu í morgun. Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow á að ljúka um helgina. Forseti ráðstefnunnar birti sjö blaðsíðna drög að samkomulagi snemma í morgun. Öll aðildarríki rammasáttmála SÞ um loftslagsbreytingar þurfa þó að samþykkja slíkt samkomulag eða yfirlýsingu samhljóða. Í drögunum eru ríki heims hvött til að uppfæra svonefnd landsmarkmið sín um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda þannig að þau samrýmist markmiðum Parísarsamkomulagsins fyrir lok árs 2022. Markmið þess er að takmarka hlýnun jarðar við 2°C á þessari öld og helst við 1,5°C sé þess nokkur kostur. Miðað við núverandi losunarmarkmið ríkjanna 197 sem eiga aðild að samningnum stefnir í að hlýnunin verði töluvert meiri, um 2,4°C miðað fyrir tímabilið fyrir iðnbyltingu samkvæmt greiningu Climate Action Tracker (CAT), óháðs hóps vísindamanna. „Jafnvel með þeim nýju loforðum fyrir 2030 í Glasgow munum við losa gróflega tvöfalt meira árið 2030 en þarf til að ná 1,5°C markmiðinu. Þess vegna verða allar ríkisstjórnir að endurskoða markmið sín,“ sagði í greiningunni. Hætti niðurgreiðslum á jarðefnaeldsneyti og ríkari þjóðir styðji þær snauðari Kallað er eftir því í fyrsta skipti að ríkin hætti smám saman niðurgreiðslum á kolum og jarðefnaeldsneyti. Breska ríkisútvarpið BBC segir að ekkert sé sett um tímaramma eða markmið í þeim efnum í samkomulagsdrögum Breta. Þá er óljóst hvort að klausan lifi af og komist inn í endanlega útgáfu samkomulagsins. Einnig er kveðið á um að ríkari þjóðir geri meira til að hjálpa þeim snauðari að aðlagast loftslagsbreytingum. Þrátt fyrir að heimtur hafi gengið illa á þeim hundrað milljörðum dollara sem iðnríki lofuðu að veita þeim fátækari fyrir árið 2020 er lagt til að upphæðin verði hækkuð frá og með 2025. Reuters-fréttastofan segir að samninganefndir aðildarríkjanna setjist niður í dag og reyni að ná samstöðu um lokatexta samkomulagsins sem hægt verði að skrifa undir um helgina. Kona situr á matsölubás sínum í háflóði í Jakarta, höfuðborg Indónesíu. Með áframhaldandi hlýnun jarðar verða flóð, þurrkar og hitabylgjur tíðari og skæðari.Vísir/EPA Ýmsir minni samningar þegar samþykktir Þrátt fyrir að ýmsir aðgerðasinnar og stjórnmálamenn hafi lýst því yfir að loftslagsráðstefna SÞ sé gagnslaus undanfarna daga hafa ýmsir samningar verið undirritaðir á henni fram að þessu. Þannig hafa leiðtogar fleiri en hundrað ríkja sæst á að binda enda á og snúa við eyðingu skóga fyrir árið 2030, þar á meðal Brasilía þar sem verulega hefur verið gengið á Amasonfrumskóginn. Bandaríkin og Evrópusambandið kynntu samkomulag um að draga úr losun metans, gróðurhúsalofttegundar sem er enn máttugri en koltvísýringur en skammlífari í lofthjúpnum, fyrir árið 2030. Talað hefur verið um að samdráttur í losun metans sé ein skilvirkasta leiðin til að draga hratt úr hnattrænni hlýnun. Fleiri en fjörutíu ríki skrifuðu einnig undir samning um að hætta að brenna kolum, en þó ekki stórveldi eins og Kína og Bandaríkin sem eru á meðal mestu kolaháka heimsins. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Bretland Skotland Tengdar fréttir Vilja halda í þjóðarrétt sinn þó að Túvalú sökkvi í sæ Utanríkisráðherra Túvalú segir að stjórnvöld á eyríkinu kanni nú lögfræðilegan grundvöll þess að þjóðin haldi þjóðarrétti sínum jafnvel þó að eyjan sökkvi í Kyrrahafið vegna loftslagsbreytinga. 9. nóvember 2021 14:22 Talsmenn kola- gas- og olíuiðnaðarins fjölmennir á COP26 Talsmenn kola- gas- og olíuiðnaðarins í heiminum eru fjölmennir á COP26 ráðstefnunni í Glasgow þar sem loftslagsmálin eru rædd. Raunar eru þeir svo fjölmennir að ekkert einstakt ríki sendir fleiri fulltrúa á ráðstefnuna. 8. nóvember 2021 07:25 Þúsundir mótmæla aðgerðaleysi á COP26 Þúsundir mótmælenda gengu fylktu liði um götur Glasgow í dag til að krefjast sterkari aðgerða í loftslagsmálum, en Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, fer fram þar í borg þessa dagana. 6. nóvember 2021 15:20 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Sjá meira
Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow á að ljúka um helgina. Forseti ráðstefnunnar birti sjö blaðsíðna drög að samkomulagi snemma í morgun. Öll aðildarríki rammasáttmála SÞ um loftslagsbreytingar þurfa þó að samþykkja slíkt samkomulag eða yfirlýsingu samhljóða. Í drögunum eru ríki heims hvött til að uppfæra svonefnd landsmarkmið sín um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda þannig að þau samrýmist markmiðum Parísarsamkomulagsins fyrir lok árs 2022. Markmið þess er að takmarka hlýnun jarðar við 2°C á þessari öld og helst við 1,5°C sé þess nokkur kostur. Miðað við núverandi losunarmarkmið ríkjanna 197 sem eiga aðild að samningnum stefnir í að hlýnunin verði töluvert meiri, um 2,4°C miðað fyrir tímabilið fyrir iðnbyltingu samkvæmt greiningu Climate Action Tracker (CAT), óháðs hóps vísindamanna. „Jafnvel með þeim nýju loforðum fyrir 2030 í Glasgow munum við losa gróflega tvöfalt meira árið 2030 en þarf til að ná 1,5°C markmiðinu. Þess vegna verða allar ríkisstjórnir að endurskoða markmið sín,“ sagði í greiningunni. Hætti niðurgreiðslum á jarðefnaeldsneyti og ríkari þjóðir styðji þær snauðari Kallað er eftir því í fyrsta skipti að ríkin hætti smám saman niðurgreiðslum á kolum og jarðefnaeldsneyti. Breska ríkisútvarpið BBC segir að ekkert sé sett um tímaramma eða markmið í þeim efnum í samkomulagsdrögum Breta. Þá er óljóst hvort að klausan lifi af og komist inn í endanlega útgáfu samkomulagsins. Einnig er kveðið á um að ríkari þjóðir geri meira til að hjálpa þeim snauðari að aðlagast loftslagsbreytingum. Þrátt fyrir að heimtur hafi gengið illa á þeim hundrað milljörðum dollara sem iðnríki lofuðu að veita þeim fátækari fyrir árið 2020 er lagt til að upphæðin verði hækkuð frá og með 2025. Reuters-fréttastofan segir að samninganefndir aðildarríkjanna setjist niður í dag og reyni að ná samstöðu um lokatexta samkomulagsins sem hægt verði að skrifa undir um helgina. Kona situr á matsölubás sínum í háflóði í Jakarta, höfuðborg Indónesíu. Með áframhaldandi hlýnun jarðar verða flóð, þurrkar og hitabylgjur tíðari og skæðari.Vísir/EPA Ýmsir minni samningar þegar samþykktir Þrátt fyrir að ýmsir aðgerðasinnar og stjórnmálamenn hafi lýst því yfir að loftslagsráðstefna SÞ sé gagnslaus undanfarna daga hafa ýmsir samningar verið undirritaðir á henni fram að þessu. Þannig hafa leiðtogar fleiri en hundrað ríkja sæst á að binda enda á og snúa við eyðingu skóga fyrir árið 2030, þar á meðal Brasilía þar sem verulega hefur verið gengið á Amasonfrumskóginn. Bandaríkin og Evrópusambandið kynntu samkomulag um að draga úr losun metans, gróðurhúsalofttegundar sem er enn máttugri en koltvísýringur en skammlífari í lofthjúpnum, fyrir árið 2030. Talað hefur verið um að samdráttur í losun metans sé ein skilvirkasta leiðin til að draga hratt úr hnattrænni hlýnun. Fleiri en fjörutíu ríki skrifuðu einnig undir samning um að hætta að brenna kolum, en þó ekki stórveldi eins og Kína og Bandaríkin sem eru á meðal mestu kolaháka heimsins.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Bretland Skotland Tengdar fréttir Vilja halda í þjóðarrétt sinn þó að Túvalú sökkvi í sæ Utanríkisráðherra Túvalú segir að stjórnvöld á eyríkinu kanni nú lögfræðilegan grundvöll þess að þjóðin haldi þjóðarrétti sínum jafnvel þó að eyjan sökkvi í Kyrrahafið vegna loftslagsbreytinga. 9. nóvember 2021 14:22 Talsmenn kola- gas- og olíuiðnaðarins fjölmennir á COP26 Talsmenn kola- gas- og olíuiðnaðarins í heiminum eru fjölmennir á COP26 ráðstefnunni í Glasgow þar sem loftslagsmálin eru rædd. Raunar eru þeir svo fjölmennir að ekkert einstakt ríki sendir fleiri fulltrúa á ráðstefnuna. 8. nóvember 2021 07:25 Þúsundir mótmæla aðgerðaleysi á COP26 Þúsundir mótmælenda gengu fylktu liði um götur Glasgow í dag til að krefjast sterkari aðgerða í loftslagsmálum, en Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, fer fram þar í borg þessa dagana. 6. nóvember 2021 15:20 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Sjá meira
Vilja halda í þjóðarrétt sinn þó að Túvalú sökkvi í sæ Utanríkisráðherra Túvalú segir að stjórnvöld á eyríkinu kanni nú lögfræðilegan grundvöll þess að þjóðin haldi þjóðarrétti sínum jafnvel þó að eyjan sökkvi í Kyrrahafið vegna loftslagsbreytinga. 9. nóvember 2021 14:22
Talsmenn kola- gas- og olíuiðnaðarins fjölmennir á COP26 Talsmenn kola- gas- og olíuiðnaðarins í heiminum eru fjölmennir á COP26 ráðstefnunni í Glasgow þar sem loftslagsmálin eru rædd. Raunar eru þeir svo fjölmennir að ekkert einstakt ríki sendir fleiri fulltrúa á ráðstefnuna. 8. nóvember 2021 07:25
Þúsundir mótmæla aðgerðaleysi á COP26 Þúsundir mótmælenda gengu fylktu liði um götur Glasgow í dag til að krefjast sterkari aðgerða í loftslagsmálum, en Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, fer fram þar í borg þessa dagana. 6. nóvember 2021 15:20