„Mátti segja hvað sem er um mig“ Þorgils Jónsson skrifar 7. nóvember 2021 14:37 Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar, segir að árásir á hana hafi grafið undan henni á skrifstofu félagins. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar, segir fáar manneskjur hafa þurft að þola jafn ósvífnar atlögur að persónu sinni og hún. Hún hafi ekki átt neina aðra úrkosti nema að segja af sér eftir að trúverðugleiki hennar skaðaðist. Þetta sagði hún í viðtali við Egil Helgason í Silfrinu á RÚV í dag. „Ég hef verið kölluð þjófur. Að ég hafi verið að ásælast sjóði félagsins til að nota í öðrum tilgangi. Það er bara helber lygi. Hef verið kölluð peð, strengjabrúða og svo framvegis og svo framvegis.“ Hún segir þessar árásir hafi byggt undir ákveðna stemmningu innan skrifstofu Eflingar. „Í vissum hópi starfsfólks ríkti þessi stemmning, að það mætti segja hvað sem er um mig og beita sér gegn mér með grófum hætti. Ég sé eftir því að hafa umborið og látið mig hafa ýmislegt inni á skrifstofunum strax frá fyrsta degi. Vanvirðandi framkomu, ég hef verið hundsuð, persónulegt rými mitt hefur ekki verið virt og svo mætti lengi telja.“ Hún fullyrðir að þarna hafi verið fámennur hópur sem hafi farið svona fram „með ofsakenndum og öfgakenndum hætti“ gegn henni og Viðari Þorsteinssyni framkvæmdastjóra. Ásakanirnar sem bornar hafi verið fram í margræddri ályktun frá trúnaðarmönnum starfsfólks hafi skaðað trúverðugleika hennar og án hans gæti hún ekki staðið í þessari baráttu. „Hvernig ætti ég að geta, eins og ég hef gert non-stop mjög lengi farið og staðið við hlið ómissandi láglaunakvenna í umönnunarstörfum í þeirra baráttu, ef það væri alltaf hægt að segja við mig og þessar manneskjur: „Þarna kemur þessi með aftökulistann og ógnarstjórnina. Þessi klikkaða, þessi vonda.“ Það gefur auga leið að þetta myndi ekki ganga upp.“ Atburðarás síðustu viku sýni að hún hafi haft rétt fyrir sér. Aðspurð um framhaldið hjá henni, hvort hún hyggist bjóða sig aftur fram í kosningum í félaginu í mars næstkomandi, gaf hún ekkert út um það. Hún hafi sigrað með yfirburðum síðast og náð góðum árangri fyrir sitt félagsfólk. Hún gæti þó ekkert rætt um framhaldið á þessum tímapunkti. „Ég ætla að fá að vinna mig í gegnum þetta, gefa mér þann tíma sem ég þarf í það og halda áfram að gera það sem ég er að gera, að svara þessum fjölda skilaboða sem ég er að fá frá félagsfólki Eflingar, frá þeim stóra hópi kvenna sem ég hef starfað með.“ Vinnumarkaður Ólga innan Eflingar Kjaramál Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
Þetta sagði hún í viðtali við Egil Helgason í Silfrinu á RÚV í dag. „Ég hef verið kölluð þjófur. Að ég hafi verið að ásælast sjóði félagsins til að nota í öðrum tilgangi. Það er bara helber lygi. Hef verið kölluð peð, strengjabrúða og svo framvegis og svo framvegis.“ Hún segir þessar árásir hafi byggt undir ákveðna stemmningu innan skrifstofu Eflingar. „Í vissum hópi starfsfólks ríkti þessi stemmning, að það mætti segja hvað sem er um mig og beita sér gegn mér með grófum hætti. Ég sé eftir því að hafa umborið og látið mig hafa ýmislegt inni á skrifstofunum strax frá fyrsta degi. Vanvirðandi framkomu, ég hef verið hundsuð, persónulegt rými mitt hefur ekki verið virt og svo mætti lengi telja.“ Hún fullyrðir að þarna hafi verið fámennur hópur sem hafi farið svona fram „með ofsakenndum og öfgakenndum hætti“ gegn henni og Viðari Þorsteinssyni framkvæmdastjóra. Ásakanirnar sem bornar hafi verið fram í margræddri ályktun frá trúnaðarmönnum starfsfólks hafi skaðað trúverðugleika hennar og án hans gæti hún ekki staðið í þessari baráttu. „Hvernig ætti ég að geta, eins og ég hef gert non-stop mjög lengi farið og staðið við hlið ómissandi láglaunakvenna í umönnunarstörfum í þeirra baráttu, ef það væri alltaf hægt að segja við mig og þessar manneskjur: „Þarna kemur þessi með aftökulistann og ógnarstjórnina. Þessi klikkaða, þessi vonda.“ Það gefur auga leið að þetta myndi ekki ganga upp.“ Atburðarás síðustu viku sýni að hún hafi haft rétt fyrir sér. Aðspurð um framhaldið hjá henni, hvort hún hyggist bjóða sig aftur fram í kosningum í félaginu í mars næstkomandi, gaf hún ekkert út um það. Hún hafi sigrað með yfirburðum síðast og náð góðum árangri fyrir sitt félagsfólk. Hún gæti þó ekkert rætt um framhaldið á þessum tímapunkti. „Ég ætla að fá að vinna mig í gegnum þetta, gefa mér þann tíma sem ég þarf í það og halda áfram að gera það sem ég er að gera, að svara þessum fjölda skilaboða sem ég er að fá frá félagsfólki Eflingar, frá þeim stóra hópi kvenna sem ég hef starfað með.“
Vinnumarkaður Ólga innan Eflingar Kjaramál Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira