Lögregla rannsakar dauða átta sem tróðust undir á tónleikum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2021 09:00 Tónleikahátíðin var blásin af eftir atburði föstudagskvöldsins. AP Photo/Michael Wyke Lögreglan í Houston í Texas hefur hafið rannsókn á dauða átta sem tróðust undir á tónleikum á tónleikahátíðinni Astroworld á föstudag. Hinir látnu voru á aldrinum fjórtán til 27 ára. Tugir slösuðust á tónleikunum þar sem mikil troðningur var. Svo virðist sem of margir hafi verið staddir á svæðinu en fjöldi fólks hafði troðist þangað inn á föstudag. Mikill troðningur skapaðist á tónleikum rapparans Travis Scott, sem jafnframt stofnaði hátíðina, rétt eftir níu á föstudagskvöld. Svo virðist sem geðshræring hafi gripið um sig meðal tónleikagesta sem fóru að reyna að troða sér nær sviðinu og endaði það þannig að átta urðu undir og dóu. Lögreglan hefur jafnframt til rannsóknar hvort einhver í hópnum hafi verið að byrla fyrir fólki ólyfjan. Mikil ringulreið skapaðist meðal tónleikagesta eftir því sem fleiri slösuðust. Viðbragðsaðilar á vegum tónlistarhátíðarinnar höfðu varla undan en hlúa þurfti að minnst þrjú hundruð á staðnum. Manndráps- og fíkniefnadeild lögreglunar mun hafa málið til rannsóknar. Lögð verður áhersla á að finna orsök troðningsins og ástæðu þess hvers vegna fólki tókst ekki að komast undan. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu þurftu þónokkrir tónleikagestir að fá lyf, sem vinnur gegn áhrifum of stórs skammts vímuefna. Þar á meðal er öryggisvörður og segir lögregla merki um á líkama hans að hann hafi verið stunginn með nál þetta föstudagskvöld. „Okkur hefur borist tilkynning frá öryggisverði um að hann hafi verið að teygja sig eftir tónleikagesti til að ná á honum taki en þá hafi hann fundið sting á hálsinum sínum.“ sagði Troy Finner, lögreglustjóri í Houston á blaðamannafundi í gær. Lögreglan í Houston hefur til rannsóknar dauða átta sem tróðust undir á tónleikum Travis Scott á Astroworld tónlistarhátíðinni.AP Photo/Michael Wyke „Þegar hann gekkst undir læknisskoðun missti hann meðvitund. Það tókst að koma honum aftur til meðvitundar og tók heilbrigðisstarfsfólk tók eftir fari á hálsi hans sem svipar til áverka eftir nál.“ Travis Scott sendi frá sér yfirlýsingu í gær á Twitter þar sem hann þakkaði lögreglunni í Houston, slökkviliðinu og tónleikasvæðinu fyrir snör viðbrögð og stuðning. pic.twitter.com/ijXKslw7E2— TRAVIS SCOTT (@trvisXX) November 6, 2021 „Ég er miður mín eftir atburði gærkvöldsins. Ég bið fyrir fjölskyldum og öllum þeim sem hlutu skaða af því sem gerðit á Astroworld tónlistarhátíðinni,“ skrifaði Scott. „Ég mun veita lögreglunni í Houston allan þann stuðning sem hún þarf á meðan á rannsókninni stendur. Ég er ákveðinn í því að vinna með samfélaginu í Houston að því að jafna sig á þessu og styðja fjölskyldur sem á þurfa að halda.“ Bandaríkin Tengdar fréttir Átta dóu þegar þeir urðu undir í troðningi á tónlistarhátíð Travis Scott Minnst átta eru látnir og hundruðir eru slasaðir eftir opnunarkvöld Astroworld-tónlistarhátíðar rapparans Travis Scott í Houston í Bandaríkjunum, sem fór fram í gærkvöldi. 6. nóvember 2021 07:30 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Sjá meira
Tugir slösuðust á tónleikunum þar sem mikil troðningur var. Svo virðist sem of margir hafi verið staddir á svæðinu en fjöldi fólks hafði troðist þangað inn á föstudag. Mikill troðningur skapaðist á tónleikum rapparans Travis Scott, sem jafnframt stofnaði hátíðina, rétt eftir níu á föstudagskvöld. Svo virðist sem geðshræring hafi gripið um sig meðal tónleikagesta sem fóru að reyna að troða sér nær sviðinu og endaði það þannig að átta urðu undir og dóu. Lögreglan hefur jafnframt til rannsóknar hvort einhver í hópnum hafi verið að byrla fyrir fólki ólyfjan. Mikil ringulreið skapaðist meðal tónleikagesta eftir því sem fleiri slösuðust. Viðbragðsaðilar á vegum tónlistarhátíðarinnar höfðu varla undan en hlúa þurfti að minnst þrjú hundruð á staðnum. Manndráps- og fíkniefnadeild lögreglunar mun hafa málið til rannsóknar. Lögð verður áhersla á að finna orsök troðningsins og ástæðu þess hvers vegna fólki tókst ekki að komast undan. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu þurftu þónokkrir tónleikagestir að fá lyf, sem vinnur gegn áhrifum of stórs skammts vímuefna. Þar á meðal er öryggisvörður og segir lögregla merki um á líkama hans að hann hafi verið stunginn með nál þetta föstudagskvöld. „Okkur hefur borist tilkynning frá öryggisverði um að hann hafi verið að teygja sig eftir tónleikagesti til að ná á honum taki en þá hafi hann fundið sting á hálsinum sínum.“ sagði Troy Finner, lögreglustjóri í Houston á blaðamannafundi í gær. Lögreglan í Houston hefur til rannsóknar dauða átta sem tróðust undir á tónleikum Travis Scott á Astroworld tónlistarhátíðinni.AP Photo/Michael Wyke „Þegar hann gekkst undir læknisskoðun missti hann meðvitund. Það tókst að koma honum aftur til meðvitundar og tók heilbrigðisstarfsfólk tók eftir fari á hálsi hans sem svipar til áverka eftir nál.“ Travis Scott sendi frá sér yfirlýsingu í gær á Twitter þar sem hann þakkaði lögreglunni í Houston, slökkviliðinu og tónleikasvæðinu fyrir snör viðbrögð og stuðning. pic.twitter.com/ijXKslw7E2— TRAVIS SCOTT (@trvisXX) November 6, 2021 „Ég er miður mín eftir atburði gærkvöldsins. Ég bið fyrir fjölskyldum og öllum þeim sem hlutu skaða af því sem gerðit á Astroworld tónlistarhátíðinni,“ skrifaði Scott. „Ég mun veita lögreglunni í Houston allan þann stuðning sem hún þarf á meðan á rannsókninni stendur. Ég er ákveðinn í því að vinna með samfélaginu í Houston að því að jafna sig á þessu og styðja fjölskyldur sem á þurfa að halda.“
Bandaríkin Tengdar fréttir Átta dóu þegar þeir urðu undir í troðningi á tónlistarhátíð Travis Scott Minnst átta eru látnir og hundruðir eru slasaðir eftir opnunarkvöld Astroworld-tónlistarhátíðar rapparans Travis Scott í Houston í Bandaríkjunum, sem fór fram í gærkvöldi. 6. nóvember 2021 07:30 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Sjá meira
Átta dóu þegar þeir urðu undir í troðningi á tónlistarhátíð Travis Scott Minnst átta eru látnir og hundruðir eru slasaðir eftir opnunarkvöld Astroworld-tónlistarhátíðar rapparans Travis Scott í Houston í Bandaríkjunum, sem fór fram í gærkvöldi. 6. nóvember 2021 07:30