Nær öruggt að Ortega ríghaldi í völdin eftir forsetakosningar Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2021 13:09 Bolir með mynd af Ortega forseta og Rosario Murillo, konu hans. Murillo er valdamikil í stjórn Ortega þrátt fyrir að hún hafi aldrei verið kjörin til nokkurs embættis. Vísir/EPA Daniel Ortega, forseti Níkaragva, mætir lítilli raunverulegri mótspyrnu í forsetakosningum sem fara fram í landinu um helgina en hann hefur gengið á milli bols og höfuðs á stjórnarandstöðunni og frjálsum fjölmiðlum undanfarin misseri. Búist er við að hann herði enn tökin eftir kosningarnar. Kosningarnar í Níkaragva fara fram á sunnudag. Orgega býður sig þar fram til endurkjörs í þriðja skipti. Hann lét breyta stjórnarskrá landsins til þess að hann gæti boðið sig fram í kosningunum 2016. Á meira en áratugslangri valdatíð sinni hefur hann fest völd sín í sessi á sama tíma og fjölskyldan hans hefur auðgast gífurlega. Á þessu ári hefur Ortega látið fangelsa fjölda mögulega mótframbjóðenda sinna, andófsfólks, blaðamanna og kaupsýslumanna. Aðrir gagnýnendur forsetans hafa séð sér þann kost vænstan að flýja land. Mótframbjóðendur Ortega í kosningunum eru lítt þekktir og gagnrýnendur forsetans fullyrða að þeir séu honum handgengnir. Margir íbúar landsins hafa lítinn áhuga á því að kjósa. „Ég ætla ekki að taka þátt í þessu kosningahringleikahúsi,“ segir Sherly, 25 ára gömul kona, við Reuters-fréttastofuna. Móðir hennar hefur verið í fangelsi í ár fyrir að mótmæla stjórn Ortega. Skoða frekari þvinganir Bandaríkjastjórn leggur nú drög að frekari refsiaðgerðum gegn Níkaragva til þess að mótmæla ófrjálsum kosningum þar. Antony Blinken, utanríkisráðherra, hefur sakað Ortega um að skipuleggja „gervikosningar“ til að koma á fót ættarveldi. Bandaríkjastjórn beitir þegar embættismenn í Níkaragva, þar á meðal ættingja Ortega, viðskiptaþvingunum og ferðabanni. Á meðal þess sem Bandaríkjastjórn hefur til skoðunar er aðild Níkaragva að fríverslunarsamningi Mið-Ameríkuríkja og Bandaríkjanna. Um helmingur útflutnings Níkaragva er til Bandaríkjanna. Óljóst er þó hvort að nágrannaríki Níkaragva styðji slíkar aðgerðir. Sjö þeirra, þar á meðal Mexíkó, Argentína, Gvatemala og Hondúras, sátu hjá þegar Samtök Ameríkuríkja greiddu atkvæði um ályktun þar sem áhyggjum var lýst af tilraunum Ortega til að grafa undan heilindum kosninganna í síðasta mánuði. Sakaður um að líkjast einræðisherranum sífellt meira Ortega var leiðtogi marxísku skæruliðasamtakanna Sandínista sem steyptu Anastasio Somoza, einræðisherra Níkgaragva, af stóli árið 1979. Hann tapaði fyrstu lýðræðislegu forsetakosningunum eftir byltinguna árið 1990 en komst aftur á valdastól í kosningum árið 2006. Síðan þá hefur Ortega verið sakaður um að líkjast einræðisherranum sem hann steypti æ meira. Frambjóðendur stjórnarandstöðunnar lét hann handtaka á grundvelli laga um landráð sem hann lét samþykkja. Öryggissveitir Ortega drápu um þrjú hundruð manns í mótmælum gegn ríkisstjórn hans sem blossuðu upp árið 2018. Mótmælin beindust að umdeildum breytingum á lífeyriskerfi landsins en snerust síðan upp í almennt andóf gegn ríkisstjórninni. Flestar lykilstofnanir í níkaragvönsku samfélagi eru taldar hallar undir Ortega, þar á meðal dómstólar landsins. Níkaragva Tengdar fréttir Lýsa Ortega sem einræðisherra eftir handtökur á andstæðingum Fulltrúi Bandaríkjastjórnar líkti Daniel Ortega, forseta Níkaragva, við einræðisherra eftir að ríkisstjórn hans lét handtaka fjórar framármenn úr stjórnarandstöðu landsins á hálfu sólarhring í gær. Fyrir höfðu tveir líklegir mótframbjóðendur Ortega í forsetakosningum í haust verið hnepptir í varðhald. 9. júní 2021 14:21 Líklegir mótframbjóðendur Ortega fangelsaðir Tveir líklegir frambjóðendur stjórnarandstöðunnar í Níkaragva til forsetakosninga í haust sitja nú í haldi stjórnvalda í því sem stjórnarandstaðan kallar herferð ríkisstjórnar Daniels Ortega forseta til að skapa ótta á meðal fólks. Þriðji mögulegi frambjóðandinn hefur verið kallaður til skýrslutöku hjá saksóknara. 8. júní 2021 11:15 Byltingarleiðtogi sagður verða að einræðisherranum sem hann steypti Ortega-fjölskyldan hefur sankað að sér auði og völdum í Níkaragva, ekki ósvipað og Somoza-fjölskylduveldið sem Daniel Ortega steypti af stóli fyrir fjörutíu árum. 28. janúar 2019 11:45 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Kosningarnar í Níkaragva fara fram á sunnudag. Orgega býður sig þar fram til endurkjörs í þriðja skipti. Hann lét breyta stjórnarskrá landsins til þess að hann gæti boðið sig fram í kosningunum 2016. Á meira en áratugslangri valdatíð sinni hefur hann fest völd sín í sessi á sama tíma og fjölskyldan hans hefur auðgast gífurlega. Á þessu ári hefur Ortega látið fangelsa fjölda mögulega mótframbjóðenda sinna, andófsfólks, blaðamanna og kaupsýslumanna. Aðrir gagnýnendur forsetans hafa séð sér þann kost vænstan að flýja land. Mótframbjóðendur Ortega í kosningunum eru lítt þekktir og gagnrýnendur forsetans fullyrða að þeir séu honum handgengnir. Margir íbúar landsins hafa lítinn áhuga á því að kjósa. „Ég ætla ekki að taka þátt í þessu kosningahringleikahúsi,“ segir Sherly, 25 ára gömul kona, við Reuters-fréttastofuna. Móðir hennar hefur verið í fangelsi í ár fyrir að mótmæla stjórn Ortega. Skoða frekari þvinganir Bandaríkjastjórn leggur nú drög að frekari refsiaðgerðum gegn Níkaragva til þess að mótmæla ófrjálsum kosningum þar. Antony Blinken, utanríkisráðherra, hefur sakað Ortega um að skipuleggja „gervikosningar“ til að koma á fót ættarveldi. Bandaríkjastjórn beitir þegar embættismenn í Níkaragva, þar á meðal ættingja Ortega, viðskiptaþvingunum og ferðabanni. Á meðal þess sem Bandaríkjastjórn hefur til skoðunar er aðild Níkaragva að fríverslunarsamningi Mið-Ameríkuríkja og Bandaríkjanna. Um helmingur útflutnings Níkaragva er til Bandaríkjanna. Óljóst er þó hvort að nágrannaríki Níkaragva styðji slíkar aðgerðir. Sjö þeirra, þar á meðal Mexíkó, Argentína, Gvatemala og Hondúras, sátu hjá þegar Samtök Ameríkuríkja greiddu atkvæði um ályktun þar sem áhyggjum var lýst af tilraunum Ortega til að grafa undan heilindum kosninganna í síðasta mánuði. Sakaður um að líkjast einræðisherranum sífellt meira Ortega var leiðtogi marxísku skæruliðasamtakanna Sandínista sem steyptu Anastasio Somoza, einræðisherra Níkgaragva, af stóli árið 1979. Hann tapaði fyrstu lýðræðislegu forsetakosningunum eftir byltinguna árið 1990 en komst aftur á valdastól í kosningum árið 2006. Síðan þá hefur Ortega verið sakaður um að líkjast einræðisherranum sem hann steypti æ meira. Frambjóðendur stjórnarandstöðunnar lét hann handtaka á grundvelli laga um landráð sem hann lét samþykkja. Öryggissveitir Ortega drápu um þrjú hundruð manns í mótmælum gegn ríkisstjórn hans sem blossuðu upp árið 2018. Mótmælin beindust að umdeildum breytingum á lífeyriskerfi landsins en snerust síðan upp í almennt andóf gegn ríkisstjórninni. Flestar lykilstofnanir í níkaragvönsku samfélagi eru taldar hallar undir Ortega, þar á meðal dómstólar landsins.
Níkaragva Tengdar fréttir Lýsa Ortega sem einræðisherra eftir handtökur á andstæðingum Fulltrúi Bandaríkjastjórnar líkti Daniel Ortega, forseta Níkaragva, við einræðisherra eftir að ríkisstjórn hans lét handtaka fjórar framármenn úr stjórnarandstöðu landsins á hálfu sólarhring í gær. Fyrir höfðu tveir líklegir mótframbjóðendur Ortega í forsetakosningum í haust verið hnepptir í varðhald. 9. júní 2021 14:21 Líklegir mótframbjóðendur Ortega fangelsaðir Tveir líklegir frambjóðendur stjórnarandstöðunnar í Níkaragva til forsetakosninga í haust sitja nú í haldi stjórnvalda í því sem stjórnarandstaðan kallar herferð ríkisstjórnar Daniels Ortega forseta til að skapa ótta á meðal fólks. Þriðji mögulegi frambjóðandinn hefur verið kallaður til skýrslutöku hjá saksóknara. 8. júní 2021 11:15 Byltingarleiðtogi sagður verða að einræðisherranum sem hann steypti Ortega-fjölskyldan hefur sankað að sér auði og völdum í Níkaragva, ekki ósvipað og Somoza-fjölskylduveldið sem Daniel Ortega steypti af stóli fyrir fjörutíu árum. 28. janúar 2019 11:45 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Lýsa Ortega sem einræðisherra eftir handtökur á andstæðingum Fulltrúi Bandaríkjastjórnar líkti Daniel Ortega, forseta Níkaragva, við einræðisherra eftir að ríkisstjórn hans lét handtaka fjórar framármenn úr stjórnarandstöðu landsins á hálfu sólarhring í gær. Fyrir höfðu tveir líklegir mótframbjóðendur Ortega í forsetakosningum í haust verið hnepptir í varðhald. 9. júní 2021 14:21
Líklegir mótframbjóðendur Ortega fangelsaðir Tveir líklegir frambjóðendur stjórnarandstöðunnar í Níkaragva til forsetakosninga í haust sitja nú í haldi stjórnvalda í því sem stjórnarandstaðan kallar herferð ríkisstjórnar Daniels Ortega forseta til að skapa ótta á meðal fólks. Þriðji mögulegi frambjóðandinn hefur verið kallaður til skýrslutöku hjá saksóknara. 8. júní 2021 11:15
Byltingarleiðtogi sagður verða að einræðisherranum sem hann steypti Ortega-fjölskyldan hefur sankað að sér auði og völdum í Níkaragva, ekki ósvipað og Somoza-fjölskylduveldið sem Daniel Ortega steypti af stóli fyrir fjörutíu árum. 28. janúar 2019 11:45