Nær öruggt að Ortega ríghaldi í völdin eftir forsetakosningar Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2021 13:09 Bolir með mynd af Ortega forseta og Rosario Murillo, konu hans. Murillo er valdamikil í stjórn Ortega þrátt fyrir að hún hafi aldrei verið kjörin til nokkurs embættis. Vísir/EPA Daniel Ortega, forseti Níkaragva, mætir lítilli raunverulegri mótspyrnu í forsetakosningum sem fara fram í landinu um helgina en hann hefur gengið á milli bols og höfuðs á stjórnarandstöðunni og frjálsum fjölmiðlum undanfarin misseri. Búist er við að hann herði enn tökin eftir kosningarnar. Kosningarnar í Níkaragva fara fram á sunnudag. Orgega býður sig þar fram til endurkjörs í þriðja skipti. Hann lét breyta stjórnarskrá landsins til þess að hann gæti boðið sig fram í kosningunum 2016. Á meira en áratugslangri valdatíð sinni hefur hann fest völd sín í sessi á sama tíma og fjölskyldan hans hefur auðgast gífurlega. Á þessu ári hefur Ortega látið fangelsa fjölda mögulega mótframbjóðenda sinna, andófsfólks, blaðamanna og kaupsýslumanna. Aðrir gagnýnendur forsetans hafa séð sér þann kost vænstan að flýja land. Mótframbjóðendur Ortega í kosningunum eru lítt þekktir og gagnrýnendur forsetans fullyrða að þeir séu honum handgengnir. Margir íbúar landsins hafa lítinn áhuga á því að kjósa. „Ég ætla ekki að taka þátt í þessu kosningahringleikahúsi,“ segir Sherly, 25 ára gömul kona, við Reuters-fréttastofuna. Móðir hennar hefur verið í fangelsi í ár fyrir að mótmæla stjórn Ortega. Skoða frekari þvinganir Bandaríkjastjórn leggur nú drög að frekari refsiaðgerðum gegn Níkaragva til þess að mótmæla ófrjálsum kosningum þar. Antony Blinken, utanríkisráðherra, hefur sakað Ortega um að skipuleggja „gervikosningar“ til að koma á fót ættarveldi. Bandaríkjastjórn beitir þegar embættismenn í Níkaragva, þar á meðal ættingja Ortega, viðskiptaþvingunum og ferðabanni. Á meðal þess sem Bandaríkjastjórn hefur til skoðunar er aðild Níkaragva að fríverslunarsamningi Mið-Ameríkuríkja og Bandaríkjanna. Um helmingur útflutnings Níkaragva er til Bandaríkjanna. Óljóst er þó hvort að nágrannaríki Níkaragva styðji slíkar aðgerðir. Sjö þeirra, þar á meðal Mexíkó, Argentína, Gvatemala og Hondúras, sátu hjá þegar Samtök Ameríkuríkja greiddu atkvæði um ályktun þar sem áhyggjum var lýst af tilraunum Ortega til að grafa undan heilindum kosninganna í síðasta mánuði. Sakaður um að líkjast einræðisherranum sífellt meira Ortega var leiðtogi marxísku skæruliðasamtakanna Sandínista sem steyptu Anastasio Somoza, einræðisherra Níkgaragva, af stóli árið 1979. Hann tapaði fyrstu lýðræðislegu forsetakosningunum eftir byltinguna árið 1990 en komst aftur á valdastól í kosningum árið 2006. Síðan þá hefur Ortega verið sakaður um að líkjast einræðisherranum sem hann steypti æ meira. Frambjóðendur stjórnarandstöðunnar lét hann handtaka á grundvelli laga um landráð sem hann lét samþykkja. Öryggissveitir Ortega drápu um þrjú hundruð manns í mótmælum gegn ríkisstjórn hans sem blossuðu upp árið 2018. Mótmælin beindust að umdeildum breytingum á lífeyriskerfi landsins en snerust síðan upp í almennt andóf gegn ríkisstjórninni. Flestar lykilstofnanir í níkaragvönsku samfélagi eru taldar hallar undir Ortega, þar á meðal dómstólar landsins. Níkaragva Tengdar fréttir Lýsa Ortega sem einræðisherra eftir handtökur á andstæðingum Fulltrúi Bandaríkjastjórnar líkti Daniel Ortega, forseta Níkaragva, við einræðisherra eftir að ríkisstjórn hans lét handtaka fjórar framármenn úr stjórnarandstöðu landsins á hálfu sólarhring í gær. Fyrir höfðu tveir líklegir mótframbjóðendur Ortega í forsetakosningum í haust verið hnepptir í varðhald. 9. júní 2021 14:21 Líklegir mótframbjóðendur Ortega fangelsaðir Tveir líklegir frambjóðendur stjórnarandstöðunnar í Níkaragva til forsetakosninga í haust sitja nú í haldi stjórnvalda í því sem stjórnarandstaðan kallar herferð ríkisstjórnar Daniels Ortega forseta til að skapa ótta á meðal fólks. Þriðji mögulegi frambjóðandinn hefur verið kallaður til skýrslutöku hjá saksóknara. 8. júní 2021 11:15 Byltingarleiðtogi sagður verða að einræðisherranum sem hann steypti Ortega-fjölskyldan hefur sankað að sér auði og völdum í Níkaragva, ekki ósvipað og Somoza-fjölskylduveldið sem Daniel Ortega steypti af stóli fyrir fjörutíu árum. 28. janúar 2019 11:45 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Sjá meira
Kosningarnar í Níkaragva fara fram á sunnudag. Orgega býður sig þar fram til endurkjörs í þriðja skipti. Hann lét breyta stjórnarskrá landsins til þess að hann gæti boðið sig fram í kosningunum 2016. Á meira en áratugslangri valdatíð sinni hefur hann fest völd sín í sessi á sama tíma og fjölskyldan hans hefur auðgast gífurlega. Á þessu ári hefur Ortega látið fangelsa fjölda mögulega mótframbjóðenda sinna, andófsfólks, blaðamanna og kaupsýslumanna. Aðrir gagnýnendur forsetans hafa séð sér þann kost vænstan að flýja land. Mótframbjóðendur Ortega í kosningunum eru lítt þekktir og gagnrýnendur forsetans fullyrða að þeir séu honum handgengnir. Margir íbúar landsins hafa lítinn áhuga á því að kjósa. „Ég ætla ekki að taka þátt í þessu kosningahringleikahúsi,“ segir Sherly, 25 ára gömul kona, við Reuters-fréttastofuna. Móðir hennar hefur verið í fangelsi í ár fyrir að mótmæla stjórn Ortega. Skoða frekari þvinganir Bandaríkjastjórn leggur nú drög að frekari refsiaðgerðum gegn Níkaragva til þess að mótmæla ófrjálsum kosningum þar. Antony Blinken, utanríkisráðherra, hefur sakað Ortega um að skipuleggja „gervikosningar“ til að koma á fót ættarveldi. Bandaríkjastjórn beitir þegar embættismenn í Níkaragva, þar á meðal ættingja Ortega, viðskiptaþvingunum og ferðabanni. Á meðal þess sem Bandaríkjastjórn hefur til skoðunar er aðild Níkaragva að fríverslunarsamningi Mið-Ameríkuríkja og Bandaríkjanna. Um helmingur útflutnings Níkaragva er til Bandaríkjanna. Óljóst er þó hvort að nágrannaríki Níkaragva styðji slíkar aðgerðir. Sjö þeirra, þar á meðal Mexíkó, Argentína, Gvatemala og Hondúras, sátu hjá þegar Samtök Ameríkuríkja greiddu atkvæði um ályktun þar sem áhyggjum var lýst af tilraunum Ortega til að grafa undan heilindum kosninganna í síðasta mánuði. Sakaður um að líkjast einræðisherranum sífellt meira Ortega var leiðtogi marxísku skæruliðasamtakanna Sandínista sem steyptu Anastasio Somoza, einræðisherra Níkgaragva, af stóli árið 1979. Hann tapaði fyrstu lýðræðislegu forsetakosningunum eftir byltinguna árið 1990 en komst aftur á valdastól í kosningum árið 2006. Síðan þá hefur Ortega verið sakaður um að líkjast einræðisherranum sem hann steypti æ meira. Frambjóðendur stjórnarandstöðunnar lét hann handtaka á grundvelli laga um landráð sem hann lét samþykkja. Öryggissveitir Ortega drápu um þrjú hundruð manns í mótmælum gegn ríkisstjórn hans sem blossuðu upp árið 2018. Mótmælin beindust að umdeildum breytingum á lífeyriskerfi landsins en snerust síðan upp í almennt andóf gegn ríkisstjórninni. Flestar lykilstofnanir í níkaragvönsku samfélagi eru taldar hallar undir Ortega, þar á meðal dómstólar landsins.
Níkaragva Tengdar fréttir Lýsa Ortega sem einræðisherra eftir handtökur á andstæðingum Fulltrúi Bandaríkjastjórnar líkti Daniel Ortega, forseta Níkaragva, við einræðisherra eftir að ríkisstjórn hans lét handtaka fjórar framármenn úr stjórnarandstöðu landsins á hálfu sólarhring í gær. Fyrir höfðu tveir líklegir mótframbjóðendur Ortega í forsetakosningum í haust verið hnepptir í varðhald. 9. júní 2021 14:21 Líklegir mótframbjóðendur Ortega fangelsaðir Tveir líklegir frambjóðendur stjórnarandstöðunnar í Níkaragva til forsetakosninga í haust sitja nú í haldi stjórnvalda í því sem stjórnarandstaðan kallar herferð ríkisstjórnar Daniels Ortega forseta til að skapa ótta á meðal fólks. Þriðji mögulegi frambjóðandinn hefur verið kallaður til skýrslutöku hjá saksóknara. 8. júní 2021 11:15 Byltingarleiðtogi sagður verða að einræðisherranum sem hann steypti Ortega-fjölskyldan hefur sankað að sér auði og völdum í Níkaragva, ekki ósvipað og Somoza-fjölskylduveldið sem Daniel Ortega steypti af stóli fyrir fjörutíu árum. 28. janúar 2019 11:45 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Sjá meira
Lýsa Ortega sem einræðisherra eftir handtökur á andstæðingum Fulltrúi Bandaríkjastjórnar líkti Daniel Ortega, forseta Níkaragva, við einræðisherra eftir að ríkisstjórn hans lét handtaka fjórar framármenn úr stjórnarandstöðu landsins á hálfu sólarhring í gær. Fyrir höfðu tveir líklegir mótframbjóðendur Ortega í forsetakosningum í haust verið hnepptir í varðhald. 9. júní 2021 14:21
Líklegir mótframbjóðendur Ortega fangelsaðir Tveir líklegir frambjóðendur stjórnarandstöðunnar í Níkaragva til forsetakosninga í haust sitja nú í haldi stjórnvalda í því sem stjórnarandstaðan kallar herferð ríkisstjórnar Daniels Ortega forseta til að skapa ótta á meðal fólks. Þriðji mögulegi frambjóðandinn hefur verið kallaður til skýrslutöku hjá saksóknara. 8. júní 2021 11:15
Byltingarleiðtogi sagður verða að einræðisherranum sem hann steypti Ortega-fjölskyldan hefur sankað að sér auði og völdum í Níkaragva, ekki ósvipað og Somoza-fjölskylduveldið sem Daniel Ortega steypti af stóli fyrir fjörutíu árum. 28. janúar 2019 11:45