Fræðsla - lykill að samfélagi án ofbeldis Tómas Gíslason skrifar 5. nóvember 2021 11:00 Þegar kórónaveiran skall á samfélagið af fullum þunga árið 2020 varð ljóst að ofbeldi jókst til muna í samfélaginu. Með samhentu átaki viðbragðsaðila og yfirvalda var opnuð sérstök ofbeldisgátt á vefsíðu 112.is, þar sem allar upplýsingar um ofbeldi er að finna á einum stað. Þekking er lykilatriði til að koma í veg fyrir ofbeldi. Frá því vefsíða 112 var opnuð í október í fyrra hafa viðtökur ekki látið á sér standa. Þar stigum við skref í átt að betri þekkingu almennings á birtingarmyndum ofbeldis. Þar má finna helstu upplýsingar um hvað er ofbeldi, hvernig þekkjum við það og hvað getum við gert, hvort sem við erum þolendur, gerendur eða aðstandendur. Okkar helsta markmið með ofbeldisgáttinni er að koma í veg fyrir ofbeldi áður en það á sér stað. Í ár varð Neyðarlínan 25 ára og eftir aldarfjórðung af móttöku neyðaruppkalla í 112 þótti okkur orðið tímabært að leggja áherslu á forvarnir, með það fyrir augum að fækka neyðarköllunum. Þegar aðgerðarteymið um ofbeldi hafði samband við okkur um nýtingu vefsíðunnar 112.is sem allsherjar fræðslugátt um ofbeldi, þá stukkum við á það sem frábæran afmælisgjörning. Núna, þessu ári seinna gætum við ekki verið ánægðari með hvernig til hefur tekist og við erum staðráðin í að efla þessa forvarnarhlið á okkar starfsemi um alla fyrirsjáanlega framtíð. Tölfræðin sýnir að almenningur sækir sér mikið upplýsingar á vef 112 og þá sér í lagi í gegnum snjallsíma, eða um 60%. Um 235 notendur hafa sótt síðuna daglega frá upphafi og dvelja þeir lengi á hverri síðu, sem þýðir að efnið kemst til skila. Mest lesna efni síðunnar er um andlegt ofbeldi en einnig hefur netspjall mikið verið notað, eða u.þ.b. 600 samtöl á síðastliðnu ári og er það kærkomin viðbót fyrir þá notendur sem eiga erfitt með að tjá sig með töluðu máli. Markmið 112 er að vera ávallt til staðar, hvort sem það er í síma, á netspjalli, í appi eða með fræðslu á vef okkar, 112.is. Um þessar mundir er komin í loftið ný útgáfa af 112 appinu sem kemur meira til móts við þá sem geta ekki átt eða kjósa frekar að eiga skrifleg samskipti. Þar er einnig að finna gagnlega fræðslu svo við hvetjum alla til að sækja það á snjallsímana sína. Framtíðarsýn okkar er fyrst og fremst að fækka skrefum í átt að hjálp en einnig að halda áfram að miðla fræðslu um ofbeldi af öllu tagi, gera fræðsluna aðgengilega - fyrir alla, og bregðast hratt við þróun í ofbeldismálum. Takmark okkar er þannig takmark samfélagsins í heild, að almenningur geti notið góðs af og skapað heilbrigt samfélag - án ofbeldis. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri 112. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heimilisofbeldi Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar kórónaveiran skall á samfélagið af fullum þunga árið 2020 varð ljóst að ofbeldi jókst til muna í samfélaginu. Með samhentu átaki viðbragðsaðila og yfirvalda var opnuð sérstök ofbeldisgátt á vefsíðu 112.is, þar sem allar upplýsingar um ofbeldi er að finna á einum stað. Þekking er lykilatriði til að koma í veg fyrir ofbeldi. Frá því vefsíða 112 var opnuð í október í fyrra hafa viðtökur ekki látið á sér standa. Þar stigum við skref í átt að betri þekkingu almennings á birtingarmyndum ofbeldis. Þar má finna helstu upplýsingar um hvað er ofbeldi, hvernig þekkjum við það og hvað getum við gert, hvort sem við erum þolendur, gerendur eða aðstandendur. Okkar helsta markmið með ofbeldisgáttinni er að koma í veg fyrir ofbeldi áður en það á sér stað. Í ár varð Neyðarlínan 25 ára og eftir aldarfjórðung af móttöku neyðaruppkalla í 112 þótti okkur orðið tímabært að leggja áherslu á forvarnir, með það fyrir augum að fækka neyðarköllunum. Þegar aðgerðarteymið um ofbeldi hafði samband við okkur um nýtingu vefsíðunnar 112.is sem allsherjar fræðslugátt um ofbeldi, þá stukkum við á það sem frábæran afmælisgjörning. Núna, þessu ári seinna gætum við ekki verið ánægðari með hvernig til hefur tekist og við erum staðráðin í að efla þessa forvarnarhlið á okkar starfsemi um alla fyrirsjáanlega framtíð. Tölfræðin sýnir að almenningur sækir sér mikið upplýsingar á vef 112 og þá sér í lagi í gegnum snjallsíma, eða um 60%. Um 235 notendur hafa sótt síðuna daglega frá upphafi og dvelja þeir lengi á hverri síðu, sem þýðir að efnið kemst til skila. Mest lesna efni síðunnar er um andlegt ofbeldi en einnig hefur netspjall mikið verið notað, eða u.þ.b. 600 samtöl á síðastliðnu ári og er það kærkomin viðbót fyrir þá notendur sem eiga erfitt með að tjá sig með töluðu máli. Markmið 112 er að vera ávallt til staðar, hvort sem það er í síma, á netspjalli, í appi eða með fræðslu á vef okkar, 112.is. Um þessar mundir er komin í loftið ný útgáfa af 112 appinu sem kemur meira til móts við þá sem geta ekki átt eða kjósa frekar að eiga skrifleg samskipti. Þar er einnig að finna gagnlega fræðslu svo við hvetjum alla til að sækja það á snjallsímana sína. Framtíðarsýn okkar er fyrst og fremst að fækka skrefum í átt að hjálp en einnig að halda áfram að miðla fræðslu um ofbeldi af öllu tagi, gera fræðsluna aðgengilega - fyrir alla, og bregðast hratt við þróun í ofbeldismálum. Takmark okkar er þannig takmark samfélagsins í heild, að almenningur geti notið góðs af og skapað heilbrigt samfélag - án ofbeldis. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri 112.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun