Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar 12. desember 2025 13:33 Í september síðastliðnum tilkynnti Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra áform um að sameina ætti Hljóðbókasafn Íslands, Kvikmyndasafn Íslands og Landsbókasafn-Háskólabókasafn. Markmið sameiningarinnar eru sett fram í sex liðum, þar sem fyrirferðamestu liðirnir eru á grundvelli faglegrar styrkingar þessara stofnana og aukning á þjónustustigi þeirra gagnvart notendum. Þann áttunda þessa mánuðar birtist svo í samráðsgátt stjórnvalda frumvarp til laga um breytingu á lögum um þessi þrjú söfn. Við lestur á inngangi frumvarpsins í samráðsgáttinni kemur í ljós að áðurtalin markmið eru ekki megin forsendan fyrir ákvörðuninni, heldur „hagkvæmni í rekstri“, eins og segir í einum af sex markmiðsliðunum. Í inngangnum er því haldið fram að undir ráðuneytinu séu margar „örstofnanir“ og að því fylgi mikil „umsýsla“ fyrir ráðuneytið að hafa með þeim eftirlit. Ráðuneytið ályktar því sem svo að best sé að fækka þessum stofnunum með sameiningum og vísar til tillagna Ríkisendurskoðunar frá 2021 um slíkt sem segir m.a. að „ætla“ megi „að fjöldi smárra stofnana sé óhagstæður í rekstrarlegu og faglegu tilliti en líkur eru einnig á að einhverjar þeirra gætu hæglega rúmast innan stærri skipulagsheilda hins opinbera.“ Þessi innleiðing á frumvarpinu er á skjön við megin áherslurnar fyrir sameiningu stofnana. En hér er ráðuneytið að kveinka sér undan vinnu og gerir tillögur Ríkisendurskoðunar að því að „skoða“ þessi mál sem röksemd fyrir því að ráðast í sameiningu stofnanana. Það er auðvitað góðra gjalda vert að stjórnsýslan eigi sér sína drauma um einfaldari heim og leiti leiða til að láta þá verða að veruleika. En það er mikið ábyrgðarhlutur að kasta til höndunum eins og virðist eiga sér stað í þessu máli. Forsvarsmenn Hljóðbókasafnsins hafa eindregið mótmælt þessum áformum, eins og komið hefur fram í fréttum. Og fyrir þá sem þekkja til starfsemi Kvikmyndasafns Íslands, blasir við eyðilegging á þeirri áratuga gömlu stofnun með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Kvikmyndasafnið hefur á undanförnum árum verið á miklu flugi og rækt skyldur sínar sem safnastofnun af miklum myndarbrag - þrátt fyrir þröngan fjárhagsramma miðað við tilgang og markmið safnsins. Tekin hafa verið stökk í söfnun og skráningu heimilda og kvikmynda (listaverka!), varðveisluþátturinn hefur færst yfir á stafrænt svið, rannsóknum hefur aldrei verið betur sinnt, og miðlun á gersemum kvikmynda hefur hitt þjóðina í hjartastað með auknu aðgengi í gegnum netið og með þáttagerð á RÚV. Þessu starfi og möguleikum safnsins til að vaxa enn frekar á þessum sviðum á nú að pakka saman í deild innan Landbókasafns Íslands-Háskólabókasafns og eyðileggja. Sú deild mun þurfa að berjast við aðrar deildir um athygli, eins og tónlistarsafnið og leikminjasafnið, sem horfið hafa af yfirborði jarðar við innlimun þeirra í bókasafnið. Að lokum er svo vert að minnast á einn anga þessa máls, en í frumvarpsgögnunum kemur fram að sameiningin eigi ekki að kosta krónu meira en þessar stofnanir eru að fá nú á fjárlögum. Á sama tíma blasir við að kosta þurfi tugum eða hundruðum milljóna við breytingar á húsnæði Landsbókasafns Íslands-Háskólabókasafns vegna sameiningarinnar. Og hið sama má segja um aðrar fjárfestingar eins og í tækni til miðlunar og notkunar, svo dæmi sé tekið. Þetta og annað í frumvarpsgögnunum dregur sannarlega úr trúverðugleika hugmyndarinnar og vinnubragðana um gagnsemi sameiningarinnar. Höfundur er prófessor og fyrrverandi forstöðumaður Kvikmyndasafns Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Klípa forsetaembættisins Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Íslands fullorðnu synir Hannes Pétursson Skoðun Njótum hátíðanna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun VG á tímamótum Fastir pennar Ölþingi Lára G. Sigurðardóttir Bakþankar Vinnufriður Eyþór Arnalds Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Í september síðastliðnum tilkynnti Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra áform um að sameina ætti Hljóðbókasafn Íslands, Kvikmyndasafn Íslands og Landsbókasafn-Háskólabókasafn. Markmið sameiningarinnar eru sett fram í sex liðum, þar sem fyrirferðamestu liðirnir eru á grundvelli faglegrar styrkingar þessara stofnana og aukning á þjónustustigi þeirra gagnvart notendum. Þann áttunda þessa mánuðar birtist svo í samráðsgátt stjórnvalda frumvarp til laga um breytingu á lögum um þessi þrjú söfn. Við lestur á inngangi frumvarpsins í samráðsgáttinni kemur í ljós að áðurtalin markmið eru ekki megin forsendan fyrir ákvörðuninni, heldur „hagkvæmni í rekstri“, eins og segir í einum af sex markmiðsliðunum. Í inngangnum er því haldið fram að undir ráðuneytinu séu margar „örstofnanir“ og að því fylgi mikil „umsýsla“ fyrir ráðuneytið að hafa með þeim eftirlit. Ráðuneytið ályktar því sem svo að best sé að fækka þessum stofnunum með sameiningum og vísar til tillagna Ríkisendurskoðunar frá 2021 um slíkt sem segir m.a. að „ætla“ megi „að fjöldi smárra stofnana sé óhagstæður í rekstrarlegu og faglegu tilliti en líkur eru einnig á að einhverjar þeirra gætu hæglega rúmast innan stærri skipulagsheilda hins opinbera.“ Þessi innleiðing á frumvarpinu er á skjön við megin áherslurnar fyrir sameiningu stofnana. En hér er ráðuneytið að kveinka sér undan vinnu og gerir tillögur Ríkisendurskoðunar að því að „skoða“ þessi mál sem röksemd fyrir því að ráðast í sameiningu stofnanana. Það er auðvitað góðra gjalda vert að stjórnsýslan eigi sér sína drauma um einfaldari heim og leiti leiða til að láta þá verða að veruleika. En það er mikið ábyrgðarhlutur að kasta til höndunum eins og virðist eiga sér stað í þessu máli. Forsvarsmenn Hljóðbókasafnsins hafa eindregið mótmælt þessum áformum, eins og komið hefur fram í fréttum. Og fyrir þá sem þekkja til starfsemi Kvikmyndasafns Íslands, blasir við eyðilegging á þeirri áratuga gömlu stofnun með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Kvikmyndasafnið hefur á undanförnum árum verið á miklu flugi og rækt skyldur sínar sem safnastofnun af miklum myndarbrag - þrátt fyrir þröngan fjárhagsramma miðað við tilgang og markmið safnsins. Tekin hafa verið stökk í söfnun og skráningu heimilda og kvikmynda (listaverka!), varðveisluþátturinn hefur færst yfir á stafrænt svið, rannsóknum hefur aldrei verið betur sinnt, og miðlun á gersemum kvikmynda hefur hitt þjóðina í hjartastað með auknu aðgengi í gegnum netið og með þáttagerð á RÚV. Þessu starfi og möguleikum safnsins til að vaxa enn frekar á þessum sviðum á nú að pakka saman í deild innan Landbókasafns Íslands-Háskólabókasafns og eyðileggja. Sú deild mun þurfa að berjast við aðrar deildir um athygli, eins og tónlistarsafnið og leikminjasafnið, sem horfið hafa af yfirborði jarðar við innlimun þeirra í bókasafnið. Að lokum er svo vert að minnast á einn anga þessa máls, en í frumvarpsgögnunum kemur fram að sameiningin eigi ekki að kosta krónu meira en þessar stofnanir eru að fá nú á fjárlögum. Á sama tíma blasir við að kosta þurfi tugum eða hundruðum milljóna við breytingar á húsnæði Landsbókasafns Íslands-Háskólabókasafns vegna sameiningarinnar. Og hið sama má segja um aðrar fjárfestingar eins og í tækni til miðlunar og notkunar, svo dæmi sé tekið. Þetta og annað í frumvarpsgögnunum dregur sannarlega úr trúverðugleika hugmyndarinnar og vinnubragðana um gagnsemi sameiningarinnar. Höfundur er prófessor og fyrrverandi forstöðumaður Kvikmyndasafns Íslands.
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar