Bretar hefja notkun lyfs sem gæti markað þáttaskil í baráttunni við Covid Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. nóvember 2021 09:15 Molnupiravir gæti markað þáttaskil í baráttunni við Covid. Merck Bretland er fyrsta ríkið til að heimila notkun veirulyfsins molnupiravir gegn Covid-19 en rannsóknir sýna að notkun þess á fyrstu dögum sýkingar helmingar áhættuna á sjúkrahúsinnlögn og dauða af völdum SARS-CoV-2. Notkun lyfsins, sem framleitt er af Merck, var samþykkt í gær en sjúklingar munu fá lyfinu uppáskrifað og nálgast það í næstu lyfjaverslun. Vonir eru bundnar um að lyfið muni marka þáttaskil í baráttunni við Covid-19, þar sem það er fyrsta lyfið gegn kórónuveirunni sem sjúklingar geta tekið heima hjá sér þar sem um er að ræða pillu. Stjórnvöld í Bretlandi hafa nú þegar pantað birgðir af lyfinu fyrir 480 þúsund manns en talsmenn Merck greindu frá því í síðustu viku að fyrirtækið hefði einnig náð samningum við Bandaríkin, Ástralíu, Nýja-Sjáland, Suður-Kóreu, Singapore og Serbíu. Vænta má þess að lyfið verði fáanlegt í Bandaríkjunum í desember en þarlend stjórnvöld hafa pantað nægar birgðir fyrir 1,7 milljón einstaklinga. Kostnaðurinn við lyfið er sagður nema 700 dölum á einstakling en meðferðin hljóðar upp á 40 pillur sem eru teknar á fimm dögum. Stofnunin sem hefur eftirlit með lyfjum og heilbrigðistækjum í Bretlandi hefur mælt með því að fólk fái lyfið sem allra fyrst í kjölfar jákvæðra niðurstaða úr Covid-prófi og innan fimm daga frá fyrstu einkennum. Lyfið verður gefið bæði fullbólusettum og óbólusettum einstaklingum sem tilheyra að minnsta kosti einum áhættuhóp, eru til dæmis 60 ára og eldri eða þjást af offitu. Nærri 40 þúsund einstaklingar greinast nú daglega af Covid-19 í Bretlandi. New York Times greindi frá. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Lyf Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Evrópa aftur orðin miðpunktur kórónuveirufaraldursins Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varar við því að Evrópa sé enn á ný orðinn miðpunktur kórónuveirufaraldursins en smitum fer nú mjög fjölgandi í flestum ríkjum. 5. nóvember 2021 06:54 Veirulyf í pilluformi virðist draga mjög úr innlögnum og dauðsföllum af völdum Covid-19 Veirulyfið molnupiravir virðist draga verulega úr sjúkrahúslinnlögnum og dauðsföllum meðal nýgreindra Covid-sjúklinga. Lyfjafyrirtækin á bak við lyfið hyggjast sækja um markaðsleyfi sem allra fyrst. 1. október 2021 12:03 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Sjá meira
Notkun lyfsins, sem framleitt er af Merck, var samþykkt í gær en sjúklingar munu fá lyfinu uppáskrifað og nálgast það í næstu lyfjaverslun. Vonir eru bundnar um að lyfið muni marka þáttaskil í baráttunni við Covid-19, þar sem það er fyrsta lyfið gegn kórónuveirunni sem sjúklingar geta tekið heima hjá sér þar sem um er að ræða pillu. Stjórnvöld í Bretlandi hafa nú þegar pantað birgðir af lyfinu fyrir 480 þúsund manns en talsmenn Merck greindu frá því í síðustu viku að fyrirtækið hefði einnig náð samningum við Bandaríkin, Ástralíu, Nýja-Sjáland, Suður-Kóreu, Singapore og Serbíu. Vænta má þess að lyfið verði fáanlegt í Bandaríkjunum í desember en þarlend stjórnvöld hafa pantað nægar birgðir fyrir 1,7 milljón einstaklinga. Kostnaðurinn við lyfið er sagður nema 700 dölum á einstakling en meðferðin hljóðar upp á 40 pillur sem eru teknar á fimm dögum. Stofnunin sem hefur eftirlit með lyfjum og heilbrigðistækjum í Bretlandi hefur mælt með því að fólk fái lyfið sem allra fyrst í kjölfar jákvæðra niðurstaða úr Covid-prófi og innan fimm daga frá fyrstu einkennum. Lyfið verður gefið bæði fullbólusettum og óbólusettum einstaklingum sem tilheyra að minnsta kosti einum áhættuhóp, eru til dæmis 60 ára og eldri eða þjást af offitu. Nærri 40 þúsund einstaklingar greinast nú daglega af Covid-19 í Bretlandi. New York Times greindi frá.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Lyf Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Evrópa aftur orðin miðpunktur kórónuveirufaraldursins Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varar við því að Evrópa sé enn á ný orðinn miðpunktur kórónuveirufaraldursins en smitum fer nú mjög fjölgandi í flestum ríkjum. 5. nóvember 2021 06:54 Veirulyf í pilluformi virðist draga mjög úr innlögnum og dauðsföllum af völdum Covid-19 Veirulyfið molnupiravir virðist draga verulega úr sjúkrahúslinnlögnum og dauðsföllum meðal nýgreindra Covid-sjúklinga. Lyfjafyrirtækin á bak við lyfið hyggjast sækja um markaðsleyfi sem allra fyrst. 1. október 2021 12:03 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Sjá meira
Evrópa aftur orðin miðpunktur kórónuveirufaraldursins Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varar við því að Evrópa sé enn á ný orðinn miðpunktur kórónuveirufaraldursins en smitum fer nú mjög fjölgandi í flestum ríkjum. 5. nóvember 2021 06:54
Veirulyf í pilluformi virðist draga mjög úr innlögnum og dauðsföllum af völdum Covid-19 Veirulyfið molnupiravir virðist draga verulega úr sjúkrahúslinnlögnum og dauðsföllum meðal nýgreindra Covid-sjúklinga. Lyfjafyrirtækin á bak við lyfið hyggjast sækja um markaðsleyfi sem allra fyrst. 1. október 2021 12:03