Bretar hefja notkun lyfs sem gæti markað þáttaskil í baráttunni við Covid Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. nóvember 2021 09:15 Molnupiravir gæti markað þáttaskil í baráttunni við Covid. Merck Bretland er fyrsta ríkið til að heimila notkun veirulyfsins molnupiravir gegn Covid-19 en rannsóknir sýna að notkun þess á fyrstu dögum sýkingar helmingar áhættuna á sjúkrahúsinnlögn og dauða af völdum SARS-CoV-2. Notkun lyfsins, sem framleitt er af Merck, var samþykkt í gær en sjúklingar munu fá lyfinu uppáskrifað og nálgast það í næstu lyfjaverslun. Vonir eru bundnar um að lyfið muni marka þáttaskil í baráttunni við Covid-19, þar sem það er fyrsta lyfið gegn kórónuveirunni sem sjúklingar geta tekið heima hjá sér þar sem um er að ræða pillu. Stjórnvöld í Bretlandi hafa nú þegar pantað birgðir af lyfinu fyrir 480 þúsund manns en talsmenn Merck greindu frá því í síðustu viku að fyrirtækið hefði einnig náð samningum við Bandaríkin, Ástralíu, Nýja-Sjáland, Suður-Kóreu, Singapore og Serbíu. Vænta má þess að lyfið verði fáanlegt í Bandaríkjunum í desember en þarlend stjórnvöld hafa pantað nægar birgðir fyrir 1,7 milljón einstaklinga. Kostnaðurinn við lyfið er sagður nema 700 dölum á einstakling en meðferðin hljóðar upp á 40 pillur sem eru teknar á fimm dögum. Stofnunin sem hefur eftirlit með lyfjum og heilbrigðistækjum í Bretlandi hefur mælt með því að fólk fái lyfið sem allra fyrst í kjölfar jákvæðra niðurstaða úr Covid-prófi og innan fimm daga frá fyrstu einkennum. Lyfið verður gefið bæði fullbólusettum og óbólusettum einstaklingum sem tilheyra að minnsta kosti einum áhættuhóp, eru til dæmis 60 ára og eldri eða þjást af offitu. Nærri 40 þúsund einstaklingar greinast nú daglega af Covid-19 í Bretlandi. New York Times greindi frá. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Lyf Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Evrópa aftur orðin miðpunktur kórónuveirufaraldursins Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varar við því að Evrópa sé enn á ný orðinn miðpunktur kórónuveirufaraldursins en smitum fer nú mjög fjölgandi í flestum ríkjum. 5. nóvember 2021 06:54 Veirulyf í pilluformi virðist draga mjög úr innlögnum og dauðsföllum af völdum Covid-19 Veirulyfið molnupiravir virðist draga verulega úr sjúkrahúslinnlögnum og dauðsföllum meðal nýgreindra Covid-sjúklinga. Lyfjafyrirtækin á bak við lyfið hyggjast sækja um markaðsleyfi sem allra fyrst. 1. október 2021 12:03 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Sjá meira
Notkun lyfsins, sem framleitt er af Merck, var samþykkt í gær en sjúklingar munu fá lyfinu uppáskrifað og nálgast það í næstu lyfjaverslun. Vonir eru bundnar um að lyfið muni marka þáttaskil í baráttunni við Covid-19, þar sem það er fyrsta lyfið gegn kórónuveirunni sem sjúklingar geta tekið heima hjá sér þar sem um er að ræða pillu. Stjórnvöld í Bretlandi hafa nú þegar pantað birgðir af lyfinu fyrir 480 þúsund manns en talsmenn Merck greindu frá því í síðustu viku að fyrirtækið hefði einnig náð samningum við Bandaríkin, Ástralíu, Nýja-Sjáland, Suður-Kóreu, Singapore og Serbíu. Vænta má þess að lyfið verði fáanlegt í Bandaríkjunum í desember en þarlend stjórnvöld hafa pantað nægar birgðir fyrir 1,7 milljón einstaklinga. Kostnaðurinn við lyfið er sagður nema 700 dölum á einstakling en meðferðin hljóðar upp á 40 pillur sem eru teknar á fimm dögum. Stofnunin sem hefur eftirlit með lyfjum og heilbrigðistækjum í Bretlandi hefur mælt með því að fólk fái lyfið sem allra fyrst í kjölfar jákvæðra niðurstaða úr Covid-prófi og innan fimm daga frá fyrstu einkennum. Lyfið verður gefið bæði fullbólusettum og óbólusettum einstaklingum sem tilheyra að minnsta kosti einum áhættuhóp, eru til dæmis 60 ára og eldri eða þjást af offitu. Nærri 40 þúsund einstaklingar greinast nú daglega af Covid-19 í Bretlandi. New York Times greindi frá.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Lyf Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Evrópa aftur orðin miðpunktur kórónuveirufaraldursins Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varar við því að Evrópa sé enn á ný orðinn miðpunktur kórónuveirufaraldursins en smitum fer nú mjög fjölgandi í flestum ríkjum. 5. nóvember 2021 06:54 Veirulyf í pilluformi virðist draga mjög úr innlögnum og dauðsföllum af völdum Covid-19 Veirulyfið molnupiravir virðist draga verulega úr sjúkrahúslinnlögnum og dauðsföllum meðal nýgreindra Covid-sjúklinga. Lyfjafyrirtækin á bak við lyfið hyggjast sækja um markaðsleyfi sem allra fyrst. 1. október 2021 12:03 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Sjá meira
Evrópa aftur orðin miðpunktur kórónuveirufaraldursins Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varar við því að Evrópa sé enn á ný orðinn miðpunktur kórónuveirufaraldursins en smitum fer nú mjög fjölgandi í flestum ríkjum. 5. nóvember 2021 06:54
Veirulyf í pilluformi virðist draga mjög úr innlögnum og dauðsföllum af völdum Covid-19 Veirulyfið molnupiravir virðist draga verulega úr sjúkrahúslinnlögnum og dauðsföllum meðal nýgreindra Covid-sjúklinga. Lyfjafyrirtækin á bak við lyfið hyggjast sækja um markaðsleyfi sem allra fyrst. 1. október 2021 12:03
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“