Ung kona um samskipti sín við Þóri Sæmundsson þegar hún var 16 ára: „Ekki bara helmingi eldri en ég heldur líka frægur leikari“ Þorgils Jónsson skrifar 3. nóvember 2021 23:54 Jófríður Ísdís Skaftadóttir sakar leikarann Þóri Sæmundsson um að hafa notfært sér 20 ára aldursmun þeirra á milli þegar hún var 16 ára. Jófríður Ísdís Skaftadóttir, ung kona sem sakar leikarann Þóri Sæmundsson um að hafa notfært sér 20 ára aldursmun til að fá hana til samræðis þegar hún var 16 ára, segir í viðtali við Stundina að umtalað viðtal við Þóri á RÚV í gær hafi ýft upp sár. Í viðtalinu á RÚV sagðist Þórir hafa verið rekinn úr starfi og ekki hafa fengið fasta vinnu í fjögur ár, síðan hann var sakaður um að hafa sent myndir af kynfærum sínum til 15 ára stúlku. Var yfirlýstur tilgangur viðtalsins að ræða hvernig fólk sem brýtur af sér gæti snúið aftur í samfélagið. Jófríður, steig fram á Twitter í gær og sagði að Þórir hafi vitað hvað hún var gömul á þeim tíma. Ég var 16 ára og hann 36 ára, hann notfærði sér það. Hann vissi hvað ég var gömul. Hann reyndi að followa mig á insta um daginn mörgum árum seinna, ældi næstum upp í mig. Fer svo að grenja í viðtali og lætur eins og kjáni og fórnarlamb. Dreptu mig ekki #kveikur— jófí 🥦 (@jofiskafta) November 2, 2021 Hún segir Stundinni að viðtalið á RÚV hafi vakið með henni reiði „því ég veit ekki til að þessi maður hafi beðið þær sem hann er sakaður um að hafa komið illa fram við, afsökunar“. Jófríður segir jafnframt að viðtalið og viðbrögð margra við því, þar sem fólk samhryggist honum, ýti undir gerendameðvirkni og geri lítið úr þeim sem hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða öðru kynbundnu ofbeldi. „Þetta viðtal og viðbrögð margra við því er hlandblaut tuska í andlitið á þolendum.“ „Ég er orðin langþreytt á því hvernig umræða um kynferðisbrot er hér á landi. Gerendum er hampað og þolendur eru skrímslavæddir. Þolendur eru sakaðir um að eyðileggja líf og frama gerenda sinna með því að stíga fram, meðan þeir sjá alveg um það sjálfir með sínum gjörðum og algjörum skorti á iðrun,“ segir Jófríður við Stundina. Jófríður rifjar upp kynni sín við Þóri. Þau hafi kynnst á Tinder þar sem hún var skráð 18 ára, en hún hafi tjáð honum þegar þau hittust að hún væri í raun 16 ára. Hann hafi ekki sett það fyrir sig og þau sofið saman. „Það var ekki þvingað samræði, en ég var svo ung og brotin að strax daginn eftir lokaði ég á öll samskipti við hann og reyndi að gleyma því sem hafði gerst. Mér leið mjög illa en kunni ekki að orða það sem ég veit í dag að var valdamismunun. Hann var ekki bara helmingi eldri en ég, og ég unglingur, heldur var hann líka frægur leikari.“ Hún hafi verið ringluð og brotin á þessum tíma og þessi reynsla hafi tekið verulega á hana á sínum tíma, en hún hafi unnið út því á þeim sjö árum sem liðin eru. MeToo Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Mál Þóris Sæmundssonar Tengdar fréttir „Við erum að stíga okkar fyrstu skref í að taka samtalið um þessi mál“ Stjórnarkona í feminíska hópnum Öfgum telur að samfélagið eigi að leggja áherslu á að fólk sem brýtur af sér eigi afturkvæmt inn í samfélagið. Gerendur í kynferðisbrotamálum þurfi hins vegar á móti að axla fulla ábyrgð og sýna iðrun. 3. nóvember 2021 12:05 Leikarinn Þórir Sæmundsson: „Fyrsta síðan á Google setur mig fram sem eitthvað skrímsli“ Leikarinn Þórir Sæmundsson segist ekki hafa fengið vinnu í fjögur ár síðan hann var rekinn úr starfi frá Þjóðleikhúsinu, eftir að upp komst að hann hafði sent ungum stúlkum kynferðislegar myndir. 2. nóvember 2021 21:01 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Í viðtalinu á RÚV sagðist Þórir hafa verið rekinn úr starfi og ekki hafa fengið fasta vinnu í fjögur ár, síðan hann var sakaður um að hafa sent myndir af kynfærum sínum til 15 ára stúlku. Var yfirlýstur tilgangur viðtalsins að ræða hvernig fólk sem brýtur af sér gæti snúið aftur í samfélagið. Jófríður, steig fram á Twitter í gær og sagði að Þórir hafi vitað hvað hún var gömul á þeim tíma. Ég var 16 ára og hann 36 ára, hann notfærði sér það. Hann vissi hvað ég var gömul. Hann reyndi að followa mig á insta um daginn mörgum árum seinna, ældi næstum upp í mig. Fer svo að grenja í viðtali og lætur eins og kjáni og fórnarlamb. Dreptu mig ekki #kveikur— jófí 🥦 (@jofiskafta) November 2, 2021 Hún segir Stundinni að viðtalið á RÚV hafi vakið með henni reiði „því ég veit ekki til að þessi maður hafi beðið þær sem hann er sakaður um að hafa komið illa fram við, afsökunar“. Jófríður segir jafnframt að viðtalið og viðbrögð margra við því, þar sem fólk samhryggist honum, ýti undir gerendameðvirkni og geri lítið úr þeim sem hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða öðru kynbundnu ofbeldi. „Þetta viðtal og viðbrögð margra við því er hlandblaut tuska í andlitið á þolendum.“ „Ég er orðin langþreytt á því hvernig umræða um kynferðisbrot er hér á landi. Gerendum er hampað og þolendur eru skrímslavæddir. Þolendur eru sakaðir um að eyðileggja líf og frama gerenda sinna með því að stíga fram, meðan þeir sjá alveg um það sjálfir með sínum gjörðum og algjörum skorti á iðrun,“ segir Jófríður við Stundina. Jófríður rifjar upp kynni sín við Þóri. Þau hafi kynnst á Tinder þar sem hún var skráð 18 ára, en hún hafi tjáð honum þegar þau hittust að hún væri í raun 16 ára. Hann hafi ekki sett það fyrir sig og þau sofið saman. „Það var ekki þvingað samræði, en ég var svo ung og brotin að strax daginn eftir lokaði ég á öll samskipti við hann og reyndi að gleyma því sem hafði gerst. Mér leið mjög illa en kunni ekki að orða það sem ég veit í dag að var valdamismunun. Hann var ekki bara helmingi eldri en ég, og ég unglingur, heldur var hann líka frægur leikari.“ Hún hafi verið ringluð og brotin á þessum tíma og þessi reynsla hafi tekið verulega á hana á sínum tíma, en hún hafi unnið út því á þeim sjö árum sem liðin eru.
MeToo Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Mál Þóris Sæmundssonar Tengdar fréttir „Við erum að stíga okkar fyrstu skref í að taka samtalið um þessi mál“ Stjórnarkona í feminíska hópnum Öfgum telur að samfélagið eigi að leggja áherslu á að fólk sem brýtur af sér eigi afturkvæmt inn í samfélagið. Gerendur í kynferðisbrotamálum þurfi hins vegar á móti að axla fulla ábyrgð og sýna iðrun. 3. nóvember 2021 12:05 Leikarinn Þórir Sæmundsson: „Fyrsta síðan á Google setur mig fram sem eitthvað skrímsli“ Leikarinn Þórir Sæmundsson segist ekki hafa fengið vinnu í fjögur ár síðan hann var rekinn úr starfi frá Þjóðleikhúsinu, eftir að upp komst að hann hafði sent ungum stúlkum kynferðislegar myndir. 2. nóvember 2021 21:01 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
„Við erum að stíga okkar fyrstu skref í að taka samtalið um þessi mál“ Stjórnarkona í feminíska hópnum Öfgum telur að samfélagið eigi að leggja áherslu á að fólk sem brýtur af sér eigi afturkvæmt inn í samfélagið. Gerendur í kynferðisbrotamálum þurfi hins vegar á móti að axla fulla ábyrgð og sýna iðrun. 3. nóvember 2021 12:05
Leikarinn Þórir Sæmundsson: „Fyrsta síðan á Google setur mig fram sem eitthvað skrímsli“ Leikarinn Þórir Sæmundsson segist ekki hafa fengið vinnu í fjögur ár síðan hann var rekinn úr starfi frá Þjóðleikhúsinu, eftir að upp komst að hann hafði sent ungum stúlkum kynferðislegar myndir. 2. nóvember 2021 21:01