Robert Durst ákærður fyrir að hafa myrt eiginkonu sína Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. nóvember 2021 10:41 Robert Durst hefur verið ákærður fyrir morðið á fyrstu eiginkonu sinni, Kathie Durst, sem hvarf fyrir nær fjórum áratugum síðan. Getty/Myung J. Chung Bandaríski fasteignaerfinginn og morðinginn Robert Durst hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt fyrstu eiginkonu sína, Kathie Durst, sem hvarf fyrir nær fjórum áratugum síðan. Ákærudómstóll í New York fylki tilkynnti í gær að Durst yrði ákærður vegna málsins. Hann hefur lengi verið grunaður um að hafa orðið eiginkonu sinni að bana en hann afplánar nú lífstíðardóm í Kaliforníu fyrir að hafa myrt vinkonu sína, sem hjálpaði Durst að fela morðið á Kathie. Fréttastofa AP segir frá. Durst var sakfelldur fyrir morðið í Los Angeles 14. október síðastliðinn en var stuttu síðar lagður inn á sjúkrahús vegna Covid-19, þar sem hann þurfti að vera í öndunarvél. Hann var í síðustu viku færður yfir á fangelsissjúkrahús. Handtökuskipun hefur nú verið gefin út á hendur honum í New York fylki. Kathie Durst hvarf 31. janúar 1982, þá aðeins 29 ára gömul og á síðasta ári sínu í læknisnámi. Hún og Robert, sem þá var 38 ára gamall höfðu verið gift í nær níu ár og bjuggu í bænum South Salem í New York. Lík Kathie fannst aldrei en að sögn Roberts hafði hún farið til New York borgar, þar sem hún stundaði nám, kvöldið sem síðast sást til hennar. Aldrei fengust sannanir fyrir því að hún hafi farið til New York. Robert skildi formlega við hana árið 1990 og vísaði þar til þess að hún hafi yfirgefið hann en hún var ekki úrskurðuð látin fyrr en árið 2017 að beiðni fjölskyldu hennar. „Myrti þau öll, að sjálfsögðu“ Málið vakti mikla athygli á sínum tíma en gleymdist nær alveg þar til málið var til umfjöllunar í HBO heimildaþáttunum The Jinx sem komu út árið 2015. Í þáttunum voru tekin ítarleg og viðamikil viðtöl við Robert en mesta athygli vakti þó að Robert náðist á upptöku viðurkenna að hafa myrt fólk eftir að hann fór afsíðis enn með hljóðnema fastan á sér og sagði: „Myrti þau öll, að sjálfsögðu.“ Durst var, eins og áður segir, sakfelldur fyrir að hafa myrt Susan Berman vinkonu sína í desember árið 2000. Á þeim tíma var Berman að undirbúa sig undir það að s´tiga fra og segja lögreglu frá aðkomu sinnin að morðinu á Kathie. Að sögn saksóknara hafði Berman sagt vinum sínum að hún hafi logið til um fjarvistarsönnun Durst. Eftir morðið á Berman fór Durst í felur. Hann flutti til Galveston í Texas og þóttist þar vera mállaus kona. Durst myrti þar nágranna sinn, limlesti lík hans og kastaði út í sjó. Durst bar fyrir sig sjálfsvörn í málinu og var sýknaður af morðákæru en var sakfelldur fyrir að hafa fargað sönnunargögnum og fyrir að hafa losað sig við líkið. Erlend sakamál Bandaríkin Tengdar fréttir Auðkýfingurinn Robert Durst dæmdur í lífstíðarfangelsi Auðkýfingurinn Robert Durst, sem öðlaðist frægð þegar hann var viðfangsefni heimildarþáttaraðar HBO, The Jinx, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Susan Berman árið 2000. 14. október 2021 23:16 Auðkýfingurinn Robert Durst sakfelldur fyrir að myrða bestu vinkonu sína Robert Durst, sem er 78 ára gamall, var í dag sakfelldur fyrir að myrða Susan Berman árið 2000. Meðal sönnunargagna í málinu var atriði úr heimildarþætti um hann þar sem hann heyrðist segja „Þarna kom það. Þeir náðu þér.“ 17. september 2021 23:57 Robert Durst þarf að svara fyrir ummælin í The Jinx Bandaríski auðkýfingurinn Robert Durst þarf að svara til saka vegna andláts vinkonu hans, sem talið er að hafa verið myrt árið 2000. 26. október 2018 16:45 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar Sjá meira
Ákærudómstóll í New York fylki tilkynnti í gær að Durst yrði ákærður vegna málsins. Hann hefur lengi verið grunaður um að hafa orðið eiginkonu sinni að bana en hann afplánar nú lífstíðardóm í Kaliforníu fyrir að hafa myrt vinkonu sína, sem hjálpaði Durst að fela morðið á Kathie. Fréttastofa AP segir frá. Durst var sakfelldur fyrir morðið í Los Angeles 14. október síðastliðinn en var stuttu síðar lagður inn á sjúkrahús vegna Covid-19, þar sem hann þurfti að vera í öndunarvél. Hann var í síðustu viku færður yfir á fangelsissjúkrahús. Handtökuskipun hefur nú verið gefin út á hendur honum í New York fylki. Kathie Durst hvarf 31. janúar 1982, þá aðeins 29 ára gömul og á síðasta ári sínu í læknisnámi. Hún og Robert, sem þá var 38 ára gamall höfðu verið gift í nær níu ár og bjuggu í bænum South Salem í New York. Lík Kathie fannst aldrei en að sögn Roberts hafði hún farið til New York borgar, þar sem hún stundaði nám, kvöldið sem síðast sást til hennar. Aldrei fengust sannanir fyrir því að hún hafi farið til New York. Robert skildi formlega við hana árið 1990 og vísaði þar til þess að hún hafi yfirgefið hann en hún var ekki úrskurðuð látin fyrr en árið 2017 að beiðni fjölskyldu hennar. „Myrti þau öll, að sjálfsögðu“ Málið vakti mikla athygli á sínum tíma en gleymdist nær alveg þar til málið var til umfjöllunar í HBO heimildaþáttunum The Jinx sem komu út árið 2015. Í þáttunum voru tekin ítarleg og viðamikil viðtöl við Robert en mesta athygli vakti þó að Robert náðist á upptöku viðurkenna að hafa myrt fólk eftir að hann fór afsíðis enn með hljóðnema fastan á sér og sagði: „Myrti þau öll, að sjálfsögðu.“ Durst var, eins og áður segir, sakfelldur fyrir að hafa myrt Susan Berman vinkonu sína í desember árið 2000. Á þeim tíma var Berman að undirbúa sig undir það að s´tiga fra og segja lögreglu frá aðkomu sinnin að morðinu á Kathie. Að sögn saksóknara hafði Berman sagt vinum sínum að hún hafi logið til um fjarvistarsönnun Durst. Eftir morðið á Berman fór Durst í felur. Hann flutti til Galveston í Texas og þóttist þar vera mállaus kona. Durst myrti þar nágranna sinn, limlesti lík hans og kastaði út í sjó. Durst bar fyrir sig sjálfsvörn í málinu og var sýknaður af morðákæru en var sakfelldur fyrir að hafa fargað sönnunargögnum og fyrir að hafa losað sig við líkið.
Erlend sakamál Bandaríkin Tengdar fréttir Auðkýfingurinn Robert Durst dæmdur í lífstíðarfangelsi Auðkýfingurinn Robert Durst, sem öðlaðist frægð þegar hann var viðfangsefni heimildarþáttaraðar HBO, The Jinx, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Susan Berman árið 2000. 14. október 2021 23:16 Auðkýfingurinn Robert Durst sakfelldur fyrir að myrða bestu vinkonu sína Robert Durst, sem er 78 ára gamall, var í dag sakfelldur fyrir að myrða Susan Berman árið 2000. Meðal sönnunargagna í málinu var atriði úr heimildarþætti um hann þar sem hann heyrðist segja „Þarna kom það. Þeir náðu þér.“ 17. september 2021 23:57 Robert Durst þarf að svara fyrir ummælin í The Jinx Bandaríski auðkýfingurinn Robert Durst þarf að svara til saka vegna andláts vinkonu hans, sem talið er að hafa verið myrt árið 2000. 26. október 2018 16:45 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar Sjá meira
Auðkýfingurinn Robert Durst dæmdur í lífstíðarfangelsi Auðkýfingurinn Robert Durst, sem öðlaðist frægð þegar hann var viðfangsefni heimildarþáttaraðar HBO, The Jinx, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Susan Berman árið 2000. 14. október 2021 23:16
Auðkýfingurinn Robert Durst sakfelldur fyrir að myrða bestu vinkonu sína Robert Durst, sem er 78 ára gamall, var í dag sakfelldur fyrir að myrða Susan Berman árið 2000. Meðal sönnunargagna í málinu var atriði úr heimildarþætti um hann þar sem hann heyrðist segja „Þarna kom það. Þeir náðu þér.“ 17. september 2021 23:57
Robert Durst þarf að svara fyrir ummælin í The Jinx Bandaríski auðkýfingurinn Robert Durst þarf að svara til saka vegna andláts vinkonu hans, sem talið er að hafa verið myrt árið 2000. 26. október 2018 16:45