„Verslunin hefur færst heim“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. nóvember 2021 19:01 Sigurjón Örn Þórsson framkvæmdastjóri Kringlunnar. Vísir/Arnar Erlend verslun hefur dregist saman um tvö þriðju síðustu ár meðan sú innlenda hefur aukist talsvert. Innlend fataverslun á netinu þrefaldaðist á síðasta ári og sú erlenda jókst um helming. Verslunin hefur færst heim segir framkvæmdastjóri Kringlunnar. Kauphegðun landans breyttist talsvert í Covid . Ef horft er til innlendrar fataverslunar kemur í ljós að 75 prósent aðspurðra hafði verslað síðast hér á landi meðan það voru 60% árið 2018. Á sama tíma dróst fataverslun erlendis verulega saman og nú verslar um einn af hverjum tíu hér heima en voru þrír af hverjum tíu. Innlend netverslun þrefaldaðist á tímabilinu og helmingi fleiri keyptu föt á erlendum vefsíðum á þessu ári en árið 2018. „Eitt af því jákvæða sem við tökum út úr Covid er að íslensk verslun hefur blómstrað þann tíma. Ferðalögin hafa dregist saman á tímabilinu og verslunin færst heim,“ segir Sigurjón Örn Þórsson framkvæmdastjóri Kringlunnar. Kristín Inga Jónsdóttir forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins segir að á síðasta ári hafi líka orðið sprenging í innlendri vefverslun. „Það eru brjáluð tækifæri í íslenskri netverslun. Hún náttúrulega sprakk út í Covid og átti helling inni. Íslenskar smásölur voru þá og eru að færa sig yfir á netið,“ segir Kristín. Kristín Inga Jónsdóttir forstöðumaður markaðsdeildar PóstsinsVísir Innlend og erlend netverslun eigi aðeins eftir að aukast. „Okkar viðskiptavinir taka mjög vel í sjálfvirku og stafrænu leiðirnar. Fólk tekur mjög vel í að geta gengið frá sínum kaupum á netinu,“ segir hún. Sigurjón segir íslenska verslun vel í stakk búna að keppa við erlenda netverslun. „Við erum að sjálfsögðu meðvituð erlenda netverslun og erum að stíga í þá átt að mæta þessari auknu samkeppni,“ segir hann. Hann segir kaupmenn búast við mikilli verslun í Kringlunni í dag. „Við erum með miðnætursprengju í Kringlunni í dag í fyrsta skipti í tvö ár. Þetta er upphaf jólavertíðarinnar og má búast við allt að fjörutíuþúsund manns í húsið í dag,“ segir Sigurjón. Verslun Kringlan Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Kauphegðun landans breyttist talsvert í Covid . Ef horft er til innlendrar fataverslunar kemur í ljós að 75 prósent aðspurðra hafði verslað síðast hér á landi meðan það voru 60% árið 2018. Á sama tíma dróst fataverslun erlendis verulega saman og nú verslar um einn af hverjum tíu hér heima en voru þrír af hverjum tíu. Innlend netverslun þrefaldaðist á tímabilinu og helmingi fleiri keyptu föt á erlendum vefsíðum á þessu ári en árið 2018. „Eitt af því jákvæða sem við tökum út úr Covid er að íslensk verslun hefur blómstrað þann tíma. Ferðalögin hafa dregist saman á tímabilinu og verslunin færst heim,“ segir Sigurjón Örn Þórsson framkvæmdastjóri Kringlunnar. Kristín Inga Jónsdóttir forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins segir að á síðasta ári hafi líka orðið sprenging í innlendri vefverslun. „Það eru brjáluð tækifæri í íslenskri netverslun. Hún náttúrulega sprakk út í Covid og átti helling inni. Íslenskar smásölur voru þá og eru að færa sig yfir á netið,“ segir Kristín. Kristín Inga Jónsdóttir forstöðumaður markaðsdeildar PóstsinsVísir Innlend og erlend netverslun eigi aðeins eftir að aukast. „Okkar viðskiptavinir taka mjög vel í sjálfvirku og stafrænu leiðirnar. Fólk tekur mjög vel í að geta gengið frá sínum kaupum á netinu,“ segir hún. Sigurjón segir íslenska verslun vel í stakk búna að keppa við erlenda netverslun. „Við erum að sjálfsögðu meðvituð erlenda netverslun og erum að stíga í þá átt að mæta þessari auknu samkeppni,“ segir hann. Hann segir kaupmenn búast við mikilli verslun í Kringlunni í dag. „Við erum með miðnætursprengju í Kringlunni í dag í fyrsta skipti í tvö ár. Þetta er upphaf jólavertíðarinnar og má búast við allt að fjörutíuþúsund manns í húsið í dag,“ segir Sigurjón.
Verslun Kringlan Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira