Milt viðhorf almennings til skattsvika Gréta Stefánsdóttir skrifar 29. október 2021 11:01 Skattalagabrot hafa alltaf átt stað í hinni almennu umræðu. En þrátt fyrir fjölda þeirra og þá staðreynd að Ísland er eina vestræna ríkið sem sett hefur verið á hinn svokallaða gráa lista þá má draga þær ályktanir að ekki er um að ræða nægilega gagnrýna umræðu. Haustið 2019 var Ísland sett á gráan lista sökum alvarlegra annarmarka á sviði varna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Fyrirtæki í viðskiptum við ríki sem hafa verið sett á gráa listann hafa frekar kosið að slíta viðskiptasamböndum sínum en að leggja á sig aukna áreiðanleikakönnun sem er skylt að framkvæma á viðskiptamönnum frá löndum á gráa listanum. Vekja verður athygli á því að skv. 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 teljast öll refsiverð brot með fjárhagslegum ávinningi vera frumbrot peningaþvættis. Á Íslandi eru skattalagabrot algengustu frumbrot peningaþvættis samkvæmt áhættumati ríkislögreglustjóra, gefið út á tveggja ára fresti, árin 2017, 2019 og 2021. Ásamt þessum staðreyndum þá hefur greind ógn sökum skattalagbrota á Íslandi verið flokkuð í alvarlegasta flokk greiningartöflu Evrópusambandsins. Jafnvel þó að með breytingu laga nr. 149/2009 hafi 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 verið látin taka til allra refsiverðra brota með fjárhagslegan ávinning og þau lög tóku gildi 1. janúar 2010 þá er framkvæmdin nýlega farin að samræmast lögunum. Það var ekki fyrr en Ísland var sett á gráa listann árið 2019 sem ýtti framkvæmdinni af stað. Í dag rúmlega 10 árum eftir þessa lagabreytingu hefur aðeins einn dómur fallið á hæsta dómstigi um skattalagabrot sem frumbrot peningaþvættis og það var Hrd. 25. mars 2021 (29/2020). Í því máli var skattalagabrotið sjálft fyrnt, s.s. frumbrotið, en um er að ræða tvö sjálfstæð brot, skattalagabrot og sjálfsþvættisbrot. Hinn ólögmæti ávinningur sem stafar af skattalagabrotinu var enn til staðar hvort sem hann var bundinn í fasteign eða inn á bankareikningi en 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 tekur einnig til þess að geyma eða meðhöndla ólögmætan ávinning. Þess vegna taldist sjálfsþvættisbrotið vera ófyrnt, þetta er ástandsbrot og fyrnist ekki fyrr en ástandinu lýkur sbr. 1. mgr. 82. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 eða m.ö.o. lýkur ástandinu ekki svo lengi sem hinn ólögmæti ávinningur er til staðar. Þá má draga þá ályktun að ef hinum ólögmæta ávinningi hefði verið eytt í neyslu og væri ekki lengur til staðar að þá myndi fyrningarfrestur teljast frá þeim degi skv. 1. mgr. 82. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Það hlýtur að teljast merkilegt að þrátt fyrir bókstaf laganna hafi framkvæmdin ekki verið í samræmi í lög fyrr en rúmum 10 árum síðar. Sem leiðir mig að kjarna málsins sem er viðhorf almennings til skattalagabrota. Í áhættumati ríkislögreglustjóra árin 2019 og 2021 kom fram að viðhorf almennings gagnvart skattsvikum er mun mildara en til annarra refsiverðra brota, þrátt fyrir gífurlegt umfang þeirra. Þetta viðhorf almennings er verulegur veikleiki í þjóðfélaginu og siðferðislegur vandi. Framlag skattborgara á að sjá um rekstur heilbrigðiskerfisins, samgöngukerfis, menntakerfis o.s.frv. sem allir í þjóðfélaginu nýta og treysta á. Þetta er það sem er í húfi. Hvers vegna er viðhorfið milt? Höfundur er að ljúka mastersnámi í lögfræði í HÍ núna í vetur með sérstakri áherslu á skattarétt. Meistararitgerðin fjallar um skattsvik í samhengi peningaþvættis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Efnahagsbrot Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Sjá meira
Skattalagabrot hafa alltaf átt stað í hinni almennu umræðu. En þrátt fyrir fjölda þeirra og þá staðreynd að Ísland er eina vestræna ríkið sem sett hefur verið á hinn svokallaða gráa lista þá má draga þær ályktanir að ekki er um að ræða nægilega gagnrýna umræðu. Haustið 2019 var Ísland sett á gráan lista sökum alvarlegra annarmarka á sviði varna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Fyrirtæki í viðskiptum við ríki sem hafa verið sett á gráa listann hafa frekar kosið að slíta viðskiptasamböndum sínum en að leggja á sig aukna áreiðanleikakönnun sem er skylt að framkvæma á viðskiptamönnum frá löndum á gráa listanum. Vekja verður athygli á því að skv. 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 teljast öll refsiverð brot með fjárhagslegum ávinningi vera frumbrot peningaþvættis. Á Íslandi eru skattalagabrot algengustu frumbrot peningaþvættis samkvæmt áhættumati ríkislögreglustjóra, gefið út á tveggja ára fresti, árin 2017, 2019 og 2021. Ásamt þessum staðreyndum þá hefur greind ógn sökum skattalagbrota á Íslandi verið flokkuð í alvarlegasta flokk greiningartöflu Evrópusambandsins. Jafnvel þó að með breytingu laga nr. 149/2009 hafi 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 verið látin taka til allra refsiverðra brota með fjárhagslegan ávinning og þau lög tóku gildi 1. janúar 2010 þá er framkvæmdin nýlega farin að samræmast lögunum. Það var ekki fyrr en Ísland var sett á gráa listann árið 2019 sem ýtti framkvæmdinni af stað. Í dag rúmlega 10 árum eftir þessa lagabreytingu hefur aðeins einn dómur fallið á hæsta dómstigi um skattalagabrot sem frumbrot peningaþvættis og það var Hrd. 25. mars 2021 (29/2020). Í því máli var skattalagabrotið sjálft fyrnt, s.s. frumbrotið, en um er að ræða tvö sjálfstæð brot, skattalagabrot og sjálfsþvættisbrot. Hinn ólögmæti ávinningur sem stafar af skattalagabrotinu var enn til staðar hvort sem hann var bundinn í fasteign eða inn á bankareikningi en 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 tekur einnig til þess að geyma eða meðhöndla ólögmætan ávinning. Þess vegna taldist sjálfsþvættisbrotið vera ófyrnt, þetta er ástandsbrot og fyrnist ekki fyrr en ástandinu lýkur sbr. 1. mgr. 82. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 eða m.ö.o. lýkur ástandinu ekki svo lengi sem hinn ólögmæti ávinningur er til staðar. Þá má draga þá ályktun að ef hinum ólögmæta ávinningi hefði verið eytt í neyslu og væri ekki lengur til staðar að þá myndi fyrningarfrestur teljast frá þeim degi skv. 1. mgr. 82. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Það hlýtur að teljast merkilegt að þrátt fyrir bókstaf laganna hafi framkvæmdin ekki verið í samræmi í lög fyrr en rúmum 10 árum síðar. Sem leiðir mig að kjarna málsins sem er viðhorf almennings til skattalagabrota. Í áhættumati ríkislögreglustjóra árin 2019 og 2021 kom fram að viðhorf almennings gagnvart skattsvikum er mun mildara en til annarra refsiverðra brota, þrátt fyrir gífurlegt umfang þeirra. Þetta viðhorf almennings er verulegur veikleiki í þjóðfélaginu og siðferðislegur vandi. Framlag skattborgara á að sjá um rekstur heilbrigðiskerfisins, samgöngukerfis, menntakerfis o.s.frv. sem allir í þjóðfélaginu nýta og treysta á. Þetta er það sem er í húfi. Hvers vegna er viðhorfið milt? Höfundur er að ljúka mastersnámi í lögfræði í HÍ núna í vetur með sérstakri áherslu á skattarétt. Meistararitgerðin fjallar um skattsvik í samhengi peningaþvættis.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun