Mæla með bólusetningu barna niður í fimm ára Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. október 2021 22:45 Ungur bandarískur drengur sést hér bólusettur fyrir kórónuveirunni. Búist er við því að bólusetning barna á aldrinum fimm til ellefu ára geti hafist snemma í næsta mánuði í Bandaríkjunum. Paul Hennessy/SOPA Images/LightRocket via Getty Sérfræðingar bandarísku matvæla- og lyfjastofnunarinnar (FDA) mæla með því að börn á aldrinum fimm til ellefu ára verði bólusett við kórónuveirunni með bóluefni Pfizer. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Þar kemur fram að sérfræðingateymi á vegum stofnunarinnar hafi greitt atkvæði með því að mæla með bólusetningu barna í aldurshópnum. Bóluefni Pfizer hafði áður verið samþykkt fyrir fullorðna, og börn niður í allt að tólf ára aldur. Um 28 milljónir barna í Bandaríkjunum eru á aldrinum fimm til ellefu. Endanleg ákvörðun um bólusetningu hópsins liggur þó ekki fyrir, en hún er háð frekara samþykki innan FDA, auk samþykkis sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC). Búist er við því að slíkt samþykki ætti að liggja fyrir 2. nóvember næstkomandi og að bólusetningar barna í aldurshópnum geti hafist daginn eftir. Börnin fá þriðjungsskammt af bóluefni Sérfræðingateymi FDA byggði ákvörðun sína meðal annars á því að kostir bólusetningar barna niður í fimm ára kæmu til með að vega þyngra en mögulegar aukaverkanir. Börnum í aldurshópnum verður gefið efnið í skammtastærð sem samsvarar þriðjungi af þeim skammti sem fullorðnir fá af bóluefninu. Samkvæmt tölum hins opinbera í Bandaríkjunum hafa hátt í 740 þúsund manns dáið úr Covid-19 þar í landi. Þar af eru 160 börn á aldrinum fimm til ellefu ára. Bandaríkin Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ekkert fullbólusett barn smitast hér á landi Ekkert fullbólusett barn á aldrinum tólf til fimmtán ára hefur greinst smitað af Covid-19 hér á landi en þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Er það í takt við rannsókir sem gerðar voru með bóluefni Pfizer þar sem vörnin reyndist 100 prósent. 25. október 2021 16:17 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Fleiri fréttir Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Sjá meira
Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Þar kemur fram að sérfræðingateymi á vegum stofnunarinnar hafi greitt atkvæði með því að mæla með bólusetningu barna í aldurshópnum. Bóluefni Pfizer hafði áður verið samþykkt fyrir fullorðna, og börn niður í allt að tólf ára aldur. Um 28 milljónir barna í Bandaríkjunum eru á aldrinum fimm til ellefu. Endanleg ákvörðun um bólusetningu hópsins liggur þó ekki fyrir, en hún er háð frekara samþykki innan FDA, auk samþykkis sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC). Búist er við því að slíkt samþykki ætti að liggja fyrir 2. nóvember næstkomandi og að bólusetningar barna í aldurshópnum geti hafist daginn eftir. Börnin fá þriðjungsskammt af bóluefni Sérfræðingateymi FDA byggði ákvörðun sína meðal annars á því að kostir bólusetningar barna niður í fimm ára kæmu til með að vega þyngra en mögulegar aukaverkanir. Börnum í aldurshópnum verður gefið efnið í skammtastærð sem samsvarar þriðjungi af þeim skammti sem fullorðnir fá af bóluefninu. Samkvæmt tölum hins opinbera í Bandaríkjunum hafa hátt í 740 þúsund manns dáið úr Covid-19 þar í landi. Þar af eru 160 börn á aldrinum fimm til ellefu ára.
Bandaríkin Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ekkert fullbólusett barn smitast hér á landi Ekkert fullbólusett barn á aldrinum tólf til fimmtán ára hefur greinst smitað af Covid-19 hér á landi en þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Er það í takt við rannsókir sem gerðar voru með bóluefni Pfizer þar sem vörnin reyndist 100 prósent. 25. október 2021 16:17 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Fleiri fréttir Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Sjá meira
Ekkert fullbólusett barn smitast hér á landi Ekkert fullbólusett barn á aldrinum tólf til fimmtán ára hefur greinst smitað af Covid-19 hér á landi en þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Er það í takt við rannsókir sem gerðar voru með bóluefni Pfizer þar sem vörnin reyndist 100 prósent. 25. október 2021 16:17