ÚR selur skuldabréf fyrir sjö milljarða króna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. október 2021 13:20 Guðmundur Kristjánsson er aðaleigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Stjórn Útgerðarfélags Reykjavíkur hf. samþykkti í síðustu viku að gefa út skuldabréf að andvirði rúmlega sjö milljarða króna. Hafa skuldabréfin þegar verið seld til innlendra fagfjárfesta og er uppgjör viðskiptanna fyrirhugað þann 15. nóvember með hefðbundnum fyrirvörum um endanlega skjalagerð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÚR. Gefnir verða út tveir skuldabréfaflokkar - UR 151124 sem eru óverðtryggð skuldabréf til þriggja ára að fjárhæð 1.360 milljónir króna með 5,3% ávöxtunarkröfu og UR 151128 sem eru verðtryggð skuldabréf til sjö ára að fjárhæð 5.680 milljónir króna með 2,5% ávöxtunarkröfu. Unnið verður að skráningu skuldabréfaflokkanna á aðalmarkað Nasdaq Iceland. „ÚR er öflugt sjávarútvegsfyrirtæki sem leggur áherslu á arðsemi og sjálfbæra nýtingu auðlinda. Með stefnumótandifjárfestingum í aflaheimildum og traustum sjávarútvegsfyrirtækjum hefur félagið byggt upp eignir að verðmæti um 430 milljónir evra. Eiginfjárhlutfall félagsins er sterkt – um 57%. Rekstur félagsins er í dag þríþættur. Í fyrsta lagi er ÚR hefðbundið íslenskt sjávarútvegsfyrirtæki, sérhæft í rekstri frystitogara. Í öðru lagi er félagið stærsti hluthafinn í Brim hf. sem er annað skráða sjávarútvegsfélagið á Íslandi og í þriðji lagi vinnur félagið að nýsköpun og vöruþróun í sjávarútvegi í gegnum dótturfélagið ÚR Innovation. Tilgangur skuldabréfaútgáfunnar núna er að treysta og efla fjármögnun félagsins til framtíðar,“ segir í tilkynningu frá ÚR. Arctica Finance hefur umsjón með sölu og skráningu skuldabréfaútgáfanna fyrir hönd Útgerðarfélags Reykjavíkur. „Við hjá ÚR erum gríðarlega stolt og ánægð með viðtökurnar á meðal fagfjárfesta vegna skuldabréfaútgáfunnar. Viðbrögðin sýna að fjárfestar treysta vel rekstri félagsins og að innlendur fjármálamarkaður hefur trú á íslenskum sjávarútvegi og á starfsfólki, stjórnendum, stjórn og eiganda ÚR,“ segir Runólfur Viðar Guðmundsson, framkvæmdastjóri ÚR. Kauphöllin Sjávarútvegur Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Hafa skuldabréfin þegar verið seld til innlendra fagfjárfesta og er uppgjör viðskiptanna fyrirhugað þann 15. nóvember með hefðbundnum fyrirvörum um endanlega skjalagerð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÚR. Gefnir verða út tveir skuldabréfaflokkar - UR 151124 sem eru óverðtryggð skuldabréf til þriggja ára að fjárhæð 1.360 milljónir króna með 5,3% ávöxtunarkröfu og UR 151128 sem eru verðtryggð skuldabréf til sjö ára að fjárhæð 5.680 milljónir króna með 2,5% ávöxtunarkröfu. Unnið verður að skráningu skuldabréfaflokkanna á aðalmarkað Nasdaq Iceland. „ÚR er öflugt sjávarútvegsfyrirtæki sem leggur áherslu á arðsemi og sjálfbæra nýtingu auðlinda. Með stefnumótandifjárfestingum í aflaheimildum og traustum sjávarútvegsfyrirtækjum hefur félagið byggt upp eignir að verðmæti um 430 milljónir evra. Eiginfjárhlutfall félagsins er sterkt – um 57%. Rekstur félagsins er í dag þríþættur. Í fyrsta lagi er ÚR hefðbundið íslenskt sjávarútvegsfyrirtæki, sérhæft í rekstri frystitogara. Í öðru lagi er félagið stærsti hluthafinn í Brim hf. sem er annað skráða sjávarútvegsfélagið á Íslandi og í þriðji lagi vinnur félagið að nýsköpun og vöruþróun í sjávarútvegi í gegnum dótturfélagið ÚR Innovation. Tilgangur skuldabréfaútgáfunnar núna er að treysta og efla fjármögnun félagsins til framtíðar,“ segir í tilkynningu frá ÚR. Arctica Finance hefur umsjón með sölu og skráningu skuldabréfaútgáfanna fyrir hönd Útgerðarfélags Reykjavíkur. „Við hjá ÚR erum gríðarlega stolt og ánægð með viðtökurnar á meðal fagfjárfesta vegna skuldabréfaútgáfunnar. Viðbrögðin sýna að fjárfestar treysta vel rekstri félagsins og að innlendur fjármálamarkaður hefur trú á íslenskum sjávarútvegi og á starfsfólki, stjórnendum, stjórn og eiganda ÚR,“ segir Runólfur Viðar Guðmundsson, framkvæmdastjóri ÚR.
Kauphöllin Sjávarútvegur Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira