Bandaríkjamenn hyggjast fullbólusetja fimm til ellefu ára börn fyrir jól Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. október 2021 21:32 Stúlka tekur þátt í prófunum á Covid-19 bóluefninu frá Pfizer. Shawn Rocco/Duke University/Reuters Yfirvöld í Bandaríkjunum hyggjast hefja bólusetningar barna á aldrinum 5 til 11 ára í næsta mánuði. Anthony Fauci, sem fer fyrir sóttvörnum vestanhafs, segir stefnt að því að hópurinn verði búinn að fá einn skammt fyrir þakkagjörðarhátíðina og verði fullbólusettur fyrir jól. Matar- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) birti skýrslu um umsókn Pfizer og BioNTech um neyðarheimild til notkunar bóluefnis fyrirtækjanna gegn Covid-19 fyrir börn. Ráðgjafanefnd FDA mun ræða málið á þriðjudag. Fauci sagði í samtali við This Week á ABC að gögnin frá Pfizer litu vel út hvað varðaði virkni og öryggi. Samkvæmt niðurstöðum fyrirtækisins leiddu lyfjaprófanir í ljós að börnin sem fengu bóluefnið mynduðu öflugt ónæmissvar eftir að hafa fengið tvo skammta með þriggja vikna millibili. Börnin fengu einn þriðja af þeim skammti sem gefinn er unglingum og fullorðnum. Algengustu aukaverkanirnar voru þreyta, höfuðverkur, vöðvaverkir og hrollur. Ekkert barnanna fékk hjartavöðvabólgu, eins og tilkynnt hefur verið hjá unglingsstrákum og mönnum. Rochelle Walensky, forstjóri bandarísku sóttvarnastofnunarinnar (CDC) mætti í tvo sunnudagsþætti í dag og sagði að ákvörðun um notkun bóluefnisins meðal barna yrði tekin fljótlega. Margir foreldrar væru áhugasamir um að láta bólusetja börnin sín. New York Times greindi frá. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Matar- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) birti skýrslu um umsókn Pfizer og BioNTech um neyðarheimild til notkunar bóluefnis fyrirtækjanna gegn Covid-19 fyrir börn. Ráðgjafanefnd FDA mun ræða málið á þriðjudag. Fauci sagði í samtali við This Week á ABC að gögnin frá Pfizer litu vel út hvað varðaði virkni og öryggi. Samkvæmt niðurstöðum fyrirtækisins leiddu lyfjaprófanir í ljós að börnin sem fengu bóluefnið mynduðu öflugt ónæmissvar eftir að hafa fengið tvo skammta með þriggja vikna millibili. Börnin fengu einn þriðja af þeim skammti sem gefinn er unglingum og fullorðnum. Algengustu aukaverkanirnar voru þreyta, höfuðverkur, vöðvaverkir og hrollur. Ekkert barnanna fékk hjartavöðvabólgu, eins og tilkynnt hefur verið hjá unglingsstrákum og mönnum. Rochelle Walensky, forstjóri bandarísku sóttvarnastofnunarinnar (CDC) mætti í tvo sunnudagsþætti í dag og sagði að ákvörðun um notkun bóluefnisins meðal barna yrði tekin fljótlega. Margir foreldrar væru áhugasamir um að láta bólusetja börnin sín. New York Times greindi frá.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira