SA og VÍ svara Samkeppniseftirlitinu: „Verða settar skorður á Seðlabankann að tjá sig um verðlag í landinu?“ Samúel Karl Ólason skrifar 22. október 2021 18:25 Í yfirlýsingu frá SA og VÍ, sem ber titilinn „Dæmalaus aðför Samkeppniseftirlitsins að upplýstri umræðu“, segir að það sé meginhlutverk hagsmunasamtaka fyrirtækja að standa vörð um hagsmuni íslensks atvinnulífs. Eðlilegt sé að þau ræði málefni sem tengist félagsmönnum og atvinnulífinu í heild. Vísir/Vilhelm Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands segja engin ákvæði samkeppnislaga banna samtökum fyrirtækja þátttöku í opinberri umræðu. Það sé ekki úr lausu lofti gripið að verðhækkanir séu líklegar og það sé í raun óumflýjanlegt að hagsmunasamtök fyrirtækja láti sig verðlag í landinu varða. Þetta kemur fram í svari SA og VÍ við tilkynningu Samkeppniseftirlitsins frá því fyrr í dag. Í tilkynningu Samkeppniseftirlitsins var brýnt var fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllun um verðlagningu þar sem slíkt gæti verið óheimilt samkvæmt samkeppnislögum. Vísað var til ummæla framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar, og formanns Bændasamtaka Íslands í fjölmiðlum þar sem þeir töluðu um breytingar á verðlagi í ljósi vöruskorts, hækkandi hrávöruverðs og efnahagslegra afleiðinga faraldursins. Lýsa skömmunum sem dæmalausri aðför Er það mat Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs Íslands að með aðfinnslum sínum sé Samkeppniseftirlitið komið langt út fyrir lögbundið hlutverk sitt og að um sé að ræða dæmalausa aðför að upplýstri umræðu. Í yfirlýsingu frá SA og VÍ, sem ber titilinn „Dæmalaus aðför Samkeppniseftirlitsins að upplýstri umræðu“, segir að það sé meginhlutverk hagsmunasamtaka fyrirtækja að standa vörð um hagsmuni íslensks atvinnulífs. Eðlilegt sé að þau ræði málefni sem tengist félagsmönnum og atvinnulífinu í heild. Þar megi meðal annars nefnda umræðu um launakjör, kvaðir stjórnvalda á borð við gjöld og leyfisveitingar og hrávöruverð. „Að benda á þá staðreynd að þróun varðandi fyrrgreind atriði geti leitt til verðhækkana felur hvorki í sér brot á samkeppnislögum né hvetur það til þeirra. Í raun er óumflýjanlegt að hagsmunasamtök fyrirtækja láti sig verðlag í landinu varða þegar ýmsar kvaðir sem stjórnvöld setja hafa áhrif á verðlag á þeim vörum og þjónustu sem félagsmenn þeirra bjóða upp á,“ segir í yfirlýsingunni. Segjast ekki hafa hvatt til verðhækkana Þá er bent á að SA standi fyrir ársfjórðungslegri könnun í samstarfi við Seðlabanka Íslands þar sem forsvarsmenn stærstu fyrirtækja landsins eru spurðir út í stöðu og horfur á efnahagslífinu. Niðurstöðurnar séu nýttar við vinnslu Peningamála Seðlabankans. „Á að skilja tilkynningu Samkeppniseftirlitsins sem svo að hagsmunasamtök fyrirtækja megi ekki lengur tjá sig um efni þessarar mikilvægu könnunar?“ er spurt í áðurnefndri yfirlýsingu. SA og VÍ segja að í þeim tilfellum sem Samkeppniseftirlitið vísi í sé verið að ræða um lýsingar á opinberum hagtölum. Ekki sé verið að hvetja til verðhækkana. Það sé vel þekkt að hrávöruverð og erlendu verðbólguþróun hafi áhrif á neysluverð í einstaka löndum og þau áhrif komi fram með tímatöf. Er vísað til rannsókna sem sýna fram á að áhrif erlendrar verðþróunar á neysluverð. „Engin ákvæði samkeppnislaga banna samtökum fyrirtækja þátttöku í opinberri umræðu. Það er mat SA og VÍ að með aðfinnslum sínum sé Samkeppniseftirlitið komið langt út fyrir lögbundið hlutverk sitt. Hversu langt má ganga? Hverjir mega tjá sig? Verða settar skorður á Seðlabankann að tjá sig um verðlag í landinu? Eða greiningaraðila, t.d. innan viðskiptabankanna? Mega hagsmunasamtök fyrirtækja tjá sig um vaxtahækkanir?“ Áhugasamir geta lesið yfirlýsingu SA og VÍ hér á vef SA. Efnahagsmál Samkeppnismál Verðlag Seðlabankinn Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Þetta kemur fram í svari SA og VÍ við tilkynningu Samkeppniseftirlitsins frá því fyrr í dag. Í tilkynningu Samkeppniseftirlitsins var brýnt var fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllun um verðlagningu þar sem slíkt gæti verið óheimilt samkvæmt samkeppnislögum. Vísað var til ummæla framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar, og formanns Bændasamtaka Íslands í fjölmiðlum þar sem þeir töluðu um breytingar á verðlagi í ljósi vöruskorts, hækkandi hrávöruverðs og efnahagslegra afleiðinga faraldursins. Lýsa skömmunum sem dæmalausri aðför Er það mat Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs Íslands að með aðfinnslum sínum sé Samkeppniseftirlitið komið langt út fyrir lögbundið hlutverk sitt og að um sé að ræða dæmalausa aðför að upplýstri umræðu. Í yfirlýsingu frá SA og VÍ, sem ber titilinn „Dæmalaus aðför Samkeppniseftirlitsins að upplýstri umræðu“, segir að það sé meginhlutverk hagsmunasamtaka fyrirtækja að standa vörð um hagsmuni íslensks atvinnulífs. Eðlilegt sé að þau ræði málefni sem tengist félagsmönnum og atvinnulífinu í heild. Þar megi meðal annars nefnda umræðu um launakjör, kvaðir stjórnvalda á borð við gjöld og leyfisveitingar og hrávöruverð. „Að benda á þá staðreynd að þróun varðandi fyrrgreind atriði geti leitt til verðhækkana felur hvorki í sér brot á samkeppnislögum né hvetur það til þeirra. Í raun er óumflýjanlegt að hagsmunasamtök fyrirtækja láti sig verðlag í landinu varða þegar ýmsar kvaðir sem stjórnvöld setja hafa áhrif á verðlag á þeim vörum og þjónustu sem félagsmenn þeirra bjóða upp á,“ segir í yfirlýsingunni. Segjast ekki hafa hvatt til verðhækkana Þá er bent á að SA standi fyrir ársfjórðungslegri könnun í samstarfi við Seðlabanka Íslands þar sem forsvarsmenn stærstu fyrirtækja landsins eru spurðir út í stöðu og horfur á efnahagslífinu. Niðurstöðurnar séu nýttar við vinnslu Peningamála Seðlabankans. „Á að skilja tilkynningu Samkeppniseftirlitsins sem svo að hagsmunasamtök fyrirtækja megi ekki lengur tjá sig um efni þessarar mikilvægu könnunar?“ er spurt í áðurnefndri yfirlýsingu. SA og VÍ segja að í þeim tilfellum sem Samkeppniseftirlitið vísi í sé verið að ræða um lýsingar á opinberum hagtölum. Ekki sé verið að hvetja til verðhækkana. Það sé vel þekkt að hrávöruverð og erlendu verðbólguþróun hafi áhrif á neysluverð í einstaka löndum og þau áhrif komi fram með tímatöf. Er vísað til rannsókna sem sýna fram á að áhrif erlendrar verðþróunar á neysluverð. „Engin ákvæði samkeppnislaga banna samtökum fyrirtækja þátttöku í opinberri umræðu. Það er mat SA og VÍ að með aðfinnslum sínum sé Samkeppniseftirlitið komið langt út fyrir lögbundið hlutverk sitt. Hversu langt má ganga? Hverjir mega tjá sig? Verða settar skorður á Seðlabankann að tjá sig um verðlag í landinu? Eða greiningaraðila, t.d. innan viðskiptabankanna? Mega hagsmunasamtök fyrirtækja tjá sig um vaxtahækkanir?“ Áhugasamir geta lesið yfirlýsingu SA og VÍ hér á vef SA.
Efnahagsmál Samkeppnismál Verðlag Seðlabankinn Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira