Glænýr FO bolur til stuðnings „gleymdu kvennanna“ í Mið-Afríkulýðveldinu Heimsljós 21. október 2021 12:06 UN Women á Íslandi hóf í dag sölu á FO bolnum 2021 og rennur allur ágóði til verkefna UN Women í Mið-Afríkulýðveldinu. Konur og stúlkur í Mið-Afríkulýðveldinu eru sérstaklega berskjaldaðar fyrir ofbeldi en á hverri klukkustund er kona eða stúlka þar í landi beitt kynferðisofbeldi. UN Women á Íslandi hóf í dag sölu á FO bolnum 2021 og rennur allur ágóði til verkefna UN Women í Mið-Afríkulýðveldinu. Að sögn UN Women er talað er um Mið-Afríkulýðveldið sem gleymda ríkið þar sem staða íbúa þjóðarinnar er sérstaklega slæm. Íbúar landsins hafa glímt við spillingu, skæruliðahópa, stjórnarfarslegan óstöðugleika, þjóðernisátök og stríðsástand í áratugi. Innviðir eru í lamasessi og fátækt er gríðarleg þrátt fyrir mikil náttúruleg auðæfi. Heildaríbúafjöldi í Mið-Afríkulýðveldinu (CAR) er rétt rúmlega 4,8 milljónir manna Um 2,8 milljónir íbúa Mið-Afríkulýðveldisins (57% þjóðarinnar) þurfa á neyðaraðstoð að halda 742.000 manns er á vergangi innan eigin ríkis - 60% þeirra eru konur Á hverri klukkustund er kona eða stúlka í CAR beitt kynferðisofbeldi. Í þessum átökum hafa nauðganir að sögn UN Women verið notaðar sem stríðsvopn og fjöldi kvenna glímir við skelfilegar afleiðingar þess. Á átakatímum og í kjölfar COVID-19 hefur heimilisofbeldi, þvinguð barnahjónabönd og kynlífsþrælkun aukist til muna. Konur glíma þar að auki við sárafátækt og skert réttindi og tækifæri. „Konur í Mið-Afríkulýðveldinu eru á meðal fátækustu íbúa landsins og að auki ómenntaðar og ólæsar að mestu. Engu að síður eru það einna helst konur sem sjá fjölskyldum sínum farborða, efla samfélagsleg tengsl og hafa verið í lykilhlutverki í því að koma á samskiptum milli ólíkra samfélagshópa í landinu í átökunum,“ segir í frétt frá UN Women. Hvað gerir UN Women? UN Women er á staðnum og veitir þolendum ofbeldis sálræna aðstoð og aðstoðar þá við að sækja sér læknis- og lögfræðiaðstoð. Einnig veitir UN Women heilbrigðisstarfsfólki þjálfun við að bera kennsl á ummerki heimilisofbeldis og hvernig best sé að nálgast þolendur. Að sama skapi starfarUN Women starfar með stjórnvöldum að því að styrkja og breyta lögum landsins til að vernda konur gegn kynbundnu ofbeldi. Með því að kaupa FO bolinn veitir þú „gleymdu konunum“ í Mið-Afríkulýðveldinu von og neyðaraðstoð. Tryggðu þér eintak á unwomen.is og í verslunum Vodafone. Takmarkað upplag! Vodafone á Íslandi kostaði framleiðslu á FO bolnum og rennur því allur ágóði beint til verkefna UN Women í Mið-Afríkulýðveldinu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Kynferðisofbeldi Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent
Konur og stúlkur í Mið-Afríkulýðveldinu eru sérstaklega berskjaldaðar fyrir ofbeldi en á hverri klukkustund er kona eða stúlka þar í landi beitt kynferðisofbeldi. UN Women á Íslandi hóf í dag sölu á FO bolnum 2021 og rennur allur ágóði til verkefna UN Women í Mið-Afríkulýðveldinu. Að sögn UN Women er talað er um Mið-Afríkulýðveldið sem gleymda ríkið þar sem staða íbúa þjóðarinnar er sérstaklega slæm. Íbúar landsins hafa glímt við spillingu, skæruliðahópa, stjórnarfarslegan óstöðugleika, þjóðernisátök og stríðsástand í áratugi. Innviðir eru í lamasessi og fátækt er gríðarleg þrátt fyrir mikil náttúruleg auðæfi. Heildaríbúafjöldi í Mið-Afríkulýðveldinu (CAR) er rétt rúmlega 4,8 milljónir manna Um 2,8 milljónir íbúa Mið-Afríkulýðveldisins (57% þjóðarinnar) þurfa á neyðaraðstoð að halda 742.000 manns er á vergangi innan eigin ríkis - 60% þeirra eru konur Á hverri klukkustund er kona eða stúlka í CAR beitt kynferðisofbeldi. Í þessum átökum hafa nauðganir að sögn UN Women verið notaðar sem stríðsvopn og fjöldi kvenna glímir við skelfilegar afleiðingar þess. Á átakatímum og í kjölfar COVID-19 hefur heimilisofbeldi, þvinguð barnahjónabönd og kynlífsþrælkun aukist til muna. Konur glíma þar að auki við sárafátækt og skert réttindi og tækifæri. „Konur í Mið-Afríkulýðveldinu eru á meðal fátækustu íbúa landsins og að auki ómenntaðar og ólæsar að mestu. Engu að síður eru það einna helst konur sem sjá fjölskyldum sínum farborða, efla samfélagsleg tengsl og hafa verið í lykilhlutverki í því að koma á samskiptum milli ólíkra samfélagshópa í landinu í átökunum,“ segir í frétt frá UN Women. Hvað gerir UN Women? UN Women er á staðnum og veitir þolendum ofbeldis sálræna aðstoð og aðstoðar þá við að sækja sér læknis- og lögfræðiaðstoð. Einnig veitir UN Women heilbrigðisstarfsfólki þjálfun við að bera kennsl á ummerki heimilisofbeldis og hvernig best sé að nálgast þolendur. Að sama skapi starfarUN Women starfar með stjórnvöldum að því að styrkja og breyta lögum landsins til að vernda konur gegn kynbundnu ofbeldi. Með því að kaupa FO bolinn veitir þú „gleymdu konunum“ í Mið-Afríkulýðveldinu von og neyðaraðstoð. Tryggðu þér eintak á unwomen.is og í verslunum Vodafone. Takmarkað upplag! Vodafone á Íslandi kostaði framleiðslu á FO bolnum og rennur því allur ágóði beint til verkefna UN Women í Mið-Afríkulýðveldinu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Kynferðisofbeldi Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent