Titlar sig vafaþingmann Árni Sæberg skrifar 17. október 2021 14:59 Eftir endurtalninguna datt Karl Gauti út sem jöfnunarmaður Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi en Bergþór Ólason fór inn sem jöfnunarmaður flokksins í Norðvesturkjördæmi í staðinn. vísir/vilhelm Karl Gauti Hjaltason titlar sig vafaþingmann eftir alþingiskosningarnar í haust. Hann fór yfir framkvæmd kosninganna á Sprengisandi í morgun. Karl Gauti hefur áratuga reynslu af framkvæmd kosninga hafandi verið sýslumaður. Hann segir alls kyns misskilning vera uppi um framkvæmd nýafstaðinna kosninga. Til að mynda telur hann að hlutverk umboðsmanna sé vanmetið. „Þetta er mjög mikilvægt í kosningum, það er að segja að það sé fylgt ákveðnu ferli sem er bundið í kosningalögum, mjög stranglega. Til dæmis er hlutverk umboðsmanna mjög mikilvægt. þeir hafa rétt til að gera athugasemdir, þeir hafa rétt til að bóka ágreining. Meira að segja segir í lögunum að ef umboðsmenn gera ágreining um eitthvað sem þeir telja ólöglegt, þá eiga þeir rétt á því að bóka um það en þeir eiga líka rétt á að það fari til Alþingis sem skeri þá úr um lögmæti kosninganna,“ segir Karl Gauti. Hann segir að umboðsmenn í Norðvesturkjördæmi hafi verið óánægðir með boðun. Þá nefnir hann að galli á skipun umboðsmanna hafi verið eitt þeirra atriða sem leiddu til þess að Hæstiréttur ógilti kosningar til stjórnlagaþings árið 2010. Þá segir hann að umboðsmaður Pírata hafi gert ágreining í Norðvesturkjördæmi en að ekkert hafi verið bókað um það í fundargerð. „Heyrðu menn ekki neitt, gerðu menn ekki neitt?“ spur Karl Gauti. Ekkert um endurtalningu í lögunum Karl Gauti segir orðið endurtalningu hvergi vera að finna í kosningalögum. Einungis sé gert ráð fyrir því að talið sé aftur fyrir tilkynningu lokatalna ef villa er uppi. „Menn hætta ekki fyrr en þeir finna villuna, í það skiptið og það hefur nú tekist hingað til, alltaf. Það eru engin dæmi um það, eftir að tölur hafa verið kynntar, að það sé talið upp á nýtt. Það eru engin dæmi úr Alþingiskosningum, þannig að það að tala um einhverja endurtalningu það á sér enga stoð í kosningalögum,“ segir hann. Þá segir hann að enginn hafi gert athugasemd við talninguna í Norðvesturkjördæmi áður en ráðist var í endurtalningu. Gagnrýnir að kjörstjórnarmaður einn með atkvæðunum Karl Gauti gerir verulega athugasemd við það að kjörstjórnarmaður í Norðvesturkjördæmi hafi verið einn með atkvæðunum. „Það til dæmis að kjörstjórnarmaður sé einn með atkvæðunum og jafnvel tveir áður en kjörstjórn mætir og atkvæðin liggi þarna óinnsigluð og óvarin, búin að vera það í nokkra klukkutíma. Að það sé leyfilegt, að menn haldi að það sé eðlilegt þá stendur bara í kosningalögum mjög skýrum stöfum að þegar kosningaathöfn hefst þá er bannað, það er bókstaflega bannað að vera færri en tveir,“ Hlusta má á ítarlegt viðtal við Karl Gauta á Sprengisandi í spilaranum hér að neðan: Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Miðflokkurinn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Sjá meira
Karl Gauti hefur áratuga reynslu af framkvæmd kosninga hafandi verið sýslumaður. Hann segir alls kyns misskilning vera uppi um framkvæmd nýafstaðinna kosninga. Til að mynda telur hann að hlutverk umboðsmanna sé vanmetið. „Þetta er mjög mikilvægt í kosningum, það er að segja að það sé fylgt ákveðnu ferli sem er bundið í kosningalögum, mjög stranglega. Til dæmis er hlutverk umboðsmanna mjög mikilvægt. þeir hafa rétt til að gera athugasemdir, þeir hafa rétt til að bóka ágreining. Meira að segja segir í lögunum að ef umboðsmenn gera ágreining um eitthvað sem þeir telja ólöglegt, þá eiga þeir rétt á því að bóka um það en þeir eiga líka rétt á að það fari til Alþingis sem skeri þá úr um lögmæti kosninganna,“ segir Karl Gauti. Hann segir að umboðsmenn í Norðvesturkjördæmi hafi verið óánægðir með boðun. Þá nefnir hann að galli á skipun umboðsmanna hafi verið eitt þeirra atriða sem leiddu til þess að Hæstiréttur ógilti kosningar til stjórnlagaþings árið 2010. Þá segir hann að umboðsmaður Pírata hafi gert ágreining í Norðvesturkjördæmi en að ekkert hafi verið bókað um það í fundargerð. „Heyrðu menn ekki neitt, gerðu menn ekki neitt?“ spur Karl Gauti. Ekkert um endurtalningu í lögunum Karl Gauti segir orðið endurtalningu hvergi vera að finna í kosningalögum. Einungis sé gert ráð fyrir því að talið sé aftur fyrir tilkynningu lokatalna ef villa er uppi. „Menn hætta ekki fyrr en þeir finna villuna, í það skiptið og það hefur nú tekist hingað til, alltaf. Það eru engin dæmi um það, eftir að tölur hafa verið kynntar, að það sé talið upp á nýtt. Það eru engin dæmi úr Alþingiskosningum, þannig að það að tala um einhverja endurtalningu það á sér enga stoð í kosningalögum,“ segir hann. Þá segir hann að enginn hafi gert athugasemd við talninguna í Norðvesturkjördæmi áður en ráðist var í endurtalningu. Gagnrýnir að kjörstjórnarmaður einn með atkvæðunum Karl Gauti gerir verulega athugasemd við það að kjörstjórnarmaður í Norðvesturkjördæmi hafi verið einn með atkvæðunum. „Það til dæmis að kjörstjórnarmaður sé einn með atkvæðunum og jafnvel tveir áður en kjörstjórn mætir og atkvæðin liggi þarna óinnsigluð og óvarin, búin að vera það í nokkra klukkutíma. Að það sé leyfilegt, að menn haldi að það sé eðlilegt þá stendur bara í kosningalögum mjög skýrum stöfum að þegar kosningaathöfn hefst þá er bannað, það er bókstaflega bannað að vera færri en tveir,“ Hlusta má á ítarlegt viðtal við Karl Gauta á Sprengisandi í spilaranum hér að neðan:
Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Miðflokkurinn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Sjá meira