Milljarður á 30 sekúndum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Njörður Sigurðsson og Sigrún Árnadóttir skrifa 16. október 2021 09:31 Undanfarið kjörtímabil hefur samstarf í bæjarstjórn Hveragerðis verið með ágætum. Þó koma reglulega upp mál sem minni- og meirihluta greinir á um, sem telst nú nokkuð eðlilegt í hinu pólitíska umhverfi. Gott samstarf minni- og meirihluta í Hveragerði má einnig rekja lengra aftur í tímann en þess má geta að fjárhagsáætlun bæjarins hefur verið unnin sameiginlega síðasta áratug eða svo. Við þá vinnu hefur skapast tækifæri til að taka tillit til ólíkra sjónarmiða, bæjarfulltrúar hafa sett sig enn betur inn í stöðu mála í bæjarfélaginu sem og að bæjarstjórnin öll axli ábyrgð á fjárhagnum. Sjálfstæðisflokkurinn í Hveragerði tekur upp veskið Nú sem fyrr er vinna hafin að fjárhagsáætlunargerðinni, málefnin eru rædd og bæjarfulltrúar hvattir til að sína ráðdeild í rekstri á sama tíma og að bær í örum vexti þarf að fjárfesta. Á bæjarstjórnarfundi þann 14. október sl. var tekin fyrir fundargerð fræðslunefndar, sem eitt og sér telst ekki fréttnæmt nema fyrir þær sakir að við afgreiðslu hennar lagði meirihlutinn fram tillögu sem kom bæjarfulltrúum minnihlutans töluvert á óvart og hefur í för með sér gríðarlega fjárfestingu á vegum sveitarfélagsins. Meirihluti Sjálfstæðismanna lagði til að nú þegar yrði ráðist í hönnun á viðbyggingu við annan af leikskólum bæjarins sem og hönnun á nýjum leikskóla í Kambalandi. Tillaga var um að ákveðið fyrirtæki myndi sjá um hönnunina á báðum verkum. Tillagan mun þýða kostnað upp á um milljarð fyrir sveitarfélagið þegar yfir lýkur. Skortur á samráði og faglegum vinnubrögðum Hér er því um mjög stóra og kostnaðarsama ákvörðun að ræða og því er nauðsynlegt að vanda til verka við slíka ákvarðanatöku. Að mati bæjarfulltrúa Okkar Hveragerðis og Frjálsra með Framsókn er eðlilegt að öllum bæjarfulltrúum sé gefinn kostur á að skoða slík mál ofan í kjölinn. Því voru undirrituð afar ósátt við framsetningu tillögunnar. Eðlilegt er að málefni sem fela í sér svo stórar fjárhagslegar skuldbindingar fyrir bæjarfélagið fái góða og vandaða umfjöllun í bæjarstjórn og séu því sérstakur dagskrárliður í fundarboði bæjarstjórnar. Bæjarfulltrúar minnihlutans óskuðu því eftir að tillögunni yrði frestað til aukabæjarstjórnarfundar sem haldinn yrði í næstu viku svo að bæjarfulltrúar fengju tækifæri til að kynna sér málið og gætu tekið upplýsta ákvörðun. Þess má geta að fundarboð ásamt fundargögnum berast bæjarfulltrúum tveimur dögum fyrir bæjarstjórnarfund og er það gert til að bæjarfulltrúar geti undirbúið sig fyrir fundi, kynnt sér málin og tekið upplýsta ákvörðun. Sjálfstæðisflokkurinn segir nei við vönduðum vinnubrögðum Sjálfstæðisflokkurinn í Hveragerði felldi tillögu minnihluta Okkar Hveragerðis og Frjálsra með Framsókn um að fresta þessu máli um nokkra daga. Þar með hafnaði Sjálfstæðisflokkurinn að allir bæjarfulltrúar gætu kynnt sér málið vel og tekið upplýsta ákvörðun. Sjálfstæðisflokkurinn hafnaði því vönduðum vinnubrögðum. Það er með ólíkindum að bæjarfulltrúar minnihlutans hafi ekki fengið tækifæri til að kynna sér málið fyrir fundinn, sér í lagi þegar hátt í milljarða fjárfesting liggur undir en meirihlutinn ákveður að fela tillögu sína eins og áður hefur verið getið. Íbúar Hveragerðis hljóta að spyrja hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn hafni því að stunda vönduð vinnubrögð við svo stórar ákvarðanir? Land kosningaskjálftanna Rétt er að taka fram að undirrituð eru mjög meðvituð um nauðsyn þess að byggja upp innviði í ört stækkandi bæjarfélagi og vita að mikilvægt er að bregðast hratt við þegar ekki hefur verið hugað nógu vel að slíkri uppbyggingu eins og í Hveragerði. Á þetta hafa undirrituð oft bent á í umræðum á bæjarstjórnarfundum. Það er því örlítil kosningalykt af þessum gjörningi meirihlutans. Virðist vera sem kominn sé kosningaskjálfti hjá Sjálfstæðisflokknum sem nú tekur upp peningaveskið rétt fyrir kosningar, án þess að vinna málið í samráði og samstarfi og án þess að gefa öllum bæjarfulltrúum tækifæri á að kynna sér málin. Bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis og Frjálsra með Framsókn töldu sig ekki geta tekið upplýsta ákvörðum á 30 sekúndum, eins og við vorum neydd til, um fjárfestingu sem felur í sér afleiddan kostnað upp á tæpan milljarð. Meirihlutinn með formann Sambands íslenskra sveitarfélaga í fararbroddi hafnaði tillögu minnihluta um að fresta málinu til aukabæjarstjórnarfundar að viku liðinni svo að hægt væri að taka upplýsta og yfirvegaða ákvörðun um mikilvæga uppbyggingu í bæjarfélaginu. Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir er bæjarfulltrúi Frjálsra með Framsókn í Hveragerði Njörður Sigurðsson og Sigrún Árnadóttir eru bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir Njörður Sigurðsson Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Undanfarið kjörtímabil hefur samstarf í bæjarstjórn Hveragerðis verið með ágætum. Þó koma reglulega upp mál sem minni- og meirihluta greinir á um, sem telst nú nokkuð eðlilegt í hinu pólitíska umhverfi. Gott samstarf minni- og meirihluta í Hveragerði má einnig rekja lengra aftur í tímann en þess má geta að fjárhagsáætlun bæjarins hefur verið unnin sameiginlega síðasta áratug eða svo. Við þá vinnu hefur skapast tækifæri til að taka tillit til ólíkra sjónarmiða, bæjarfulltrúar hafa sett sig enn betur inn í stöðu mála í bæjarfélaginu sem og að bæjarstjórnin öll axli ábyrgð á fjárhagnum. Sjálfstæðisflokkurinn í Hveragerði tekur upp veskið Nú sem fyrr er vinna hafin að fjárhagsáætlunargerðinni, málefnin eru rædd og bæjarfulltrúar hvattir til að sína ráðdeild í rekstri á sama tíma og að bær í örum vexti þarf að fjárfesta. Á bæjarstjórnarfundi þann 14. október sl. var tekin fyrir fundargerð fræðslunefndar, sem eitt og sér telst ekki fréttnæmt nema fyrir þær sakir að við afgreiðslu hennar lagði meirihlutinn fram tillögu sem kom bæjarfulltrúum minnihlutans töluvert á óvart og hefur í för með sér gríðarlega fjárfestingu á vegum sveitarfélagsins. Meirihluti Sjálfstæðismanna lagði til að nú þegar yrði ráðist í hönnun á viðbyggingu við annan af leikskólum bæjarins sem og hönnun á nýjum leikskóla í Kambalandi. Tillaga var um að ákveðið fyrirtæki myndi sjá um hönnunina á báðum verkum. Tillagan mun þýða kostnað upp á um milljarð fyrir sveitarfélagið þegar yfir lýkur. Skortur á samráði og faglegum vinnubrögðum Hér er því um mjög stóra og kostnaðarsama ákvörðun að ræða og því er nauðsynlegt að vanda til verka við slíka ákvarðanatöku. Að mati bæjarfulltrúa Okkar Hveragerðis og Frjálsra með Framsókn er eðlilegt að öllum bæjarfulltrúum sé gefinn kostur á að skoða slík mál ofan í kjölinn. Því voru undirrituð afar ósátt við framsetningu tillögunnar. Eðlilegt er að málefni sem fela í sér svo stórar fjárhagslegar skuldbindingar fyrir bæjarfélagið fái góða og vandaða umfjöllun í bæjarstjórn og séu því sérstakur dagskrárliður í fundarboði bæjarstjórnar. Bæjarfulltrúar minnihlutans óskuðu því eftir að tillögunni yrði frestað til aukabæjarstjórnarfundar sem haldinn yrði í næstu viku svo að bæjarfulltrúar fengju tækifæri til að kynna sér málið og gætu tekið upplýsta ákvörðun. Þess má geta að fundarboð ásamt fundargögnum berast bæjarfulltrúum tveimur dögum fyrir bæjarstjórnarfund og er það gert til að bæjarfulltrúar geti undirbúið sig fyrir fundi, kynnt sér málin og tekið upplýsta ákvörðun. Sjálfstæðisflokkurinn segir nei við vönduðum vinnubrögðum Sjálfstæðisflokkurinn í Hveragerði felldi tillögu minnihluta Okkar Hveragerðis og Frjálsra með Framsókn um að fresta þessu máli um nokkra daga. Þar með hafnaði Sjálfstæðisflokkurinn að allir bæjarfulltrúar gætu kynnt sér málið vel og tekið upplýsta ákvörðun. Sjálfstæðisflokkurinn hafnaði því vönduðum vinnubrögðum. Það er með ólíkindum að bæjarfulltrúar minnihlutans hafi ekki fengið tækifæri til að kynna sér málið fyrir fundinn, sér í lagi þegar hátt í milljarða fjárfesting liggur undir en meirihlutinn ákveður að fela tillögu sína eins og áður hefur verið getið. Íbúar Hveragerðis hljóta að spyrja hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn hafni því að stunda vönduð vinnubrögð við svo stórar ákvarðanir? Land kosningaskjálftanna Rétt er að taka fram að undirrituð eru mjög meðvituð um nauðsyn þess að byggja upp innviði í ört stækkandi bæjarfélagi og vita að mikilvægt er að bregðast hratt við þegar ekki hefur verið hugað nógu vel að slíkri uppbyggingu eins og í Hveragerði. Á þetta hafa undirrituð oft bent á í umræðum á bæjarstjórnarfundum. Það er því örlítil kosningalykt af þessum gjörningi meirihlutans. Virðist vera sem kominn sé kosningaskjálfti hjá Sjálfstæðisflokknum sem nú tekur upp peningaveskið rétt fyrir kosningar, án þess að vinna málið í samráði og samstarfi og án þess að gefa öllum bæjarfulltrúum tækifæri á að kynna sér málin. Bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis og Frjálsra með Framsókn töldu sig ekki geta tekið upplýsta ákvörðum á 30 sekúndum, eins og við vorum neydd til, um fjárfestingu sem felur í sér afleiddan kostnað upp á tæpan milljarð. Meirihlutinn með formann Sambands íslenskra sveitarfélaga í fararbroddi hafnaði tillögu minnihluta um að fresta málinu til aukabæjarstjórnarfundar að viku liðinni svo að hægt væri að taka upplýsta og yfirvegaða ákvörðun um mikilvæga uppbyggingu í bæjarfélaginu. Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir er bæjarfulltrúi Frjálsra með Framsókn í Hveragerði Njörður Sigurðsson og Sigrún Árnadóttir eru bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun