Bogmaðurinn talinn hafa hneigst að öfgahyggju Kjartan Kjartansson skrifar 14. október 2021 09:07 Tæknimaður lögreglu á vettvangi fjöldamorðsins í Kongsberg. Vísir/EPA Norska lögreglan segir að danskur karlmaður sem myrti fimm manns og særði tvo til viðbótar með boga og örvum í bænum Kongsberg í Noregi í gærkvöldi hafi verið grunaður um að hneigjast að öfgahyggju. Fórnarlömbin voru fjórar konur og einn karlmaður á aldrinum fimmtíu til sjötíu ára. Sá grunaði er 37 ára gamall karlmaður af dönskum uppruna sem tók íslamstrú. Ole B. Sæverud, lögreglustjóri í Kongsberg, segir að áhyggjur hafi komið fram um að hann aðhylltist öfgahyggju. Norska ríkisútvarpið NRK segir að yfirvöld hafi fengið nokkrar tilkynningar þess efnis. Engin þeirra var þó frá þessu ári. Ann Irén Svane Mathiassen, lögfræðingur hjá lögreglunni, vildi ekkert gefa upp um hvað vakti fyrir árásarmanninum en hann hafi verið samvinnuþýður við lögreglu. „Hann hefur tjáð sig um það sem gerðist og upplifun sína. Hann hefur viðurkennt staðreyndir málsins og að það hafi verið hann sem var að verki,“ sagði hún. Ríkisstjórnarskipti verða í Noregi í dag. Jonas Gahr Støre, verðandi forsætisráðherra, lýsti árásinni sem „hryllilegri“. Árásarmaðurinn skaut fórnarlömb sín með örvum, mörg þeirra í stórmarkaði. Til átaka kom á milli hans og lögreglu áður en hún náði að yfirbuga hann. Talið er að maðurinn sé búsettur í Kongsberg. Lögregla telur að hann hafi verið einn að verki. Rannsókn beinist meðal annars að því hvort að hann hafi ætlað að fremja hryðjuverk. Sæverud lögreglustjóri segir að sér kæmi ekki á óvart ef árásarmaðurinn yrði látinn gangast undir geðrannsókn. Mathiasen staðfesti að maðurinn hafi notað fleiri vopn við árásina en upplýsti ekki hvers kyns þau voru. Noregur Danmörk Fjöldamorð í Kongsberg Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Sjá meira
Sá grunaði er 37 ára gamall karlmaður af dönskum uppruna sem tók íslamstrú. Ole B. Sæverud, lögreglustjóri í Kongsberg, segir að áhyggjur hafi komið fram um að hann aðhylltist öfgahyggju. Norska ríkisútvarpið NRK segir að yfirvöld hafi fengið nokkrar tilkynningar þess efnis. Engin þeirra var þó frá þessu ári. Ann Irén Svane Mathiassen, lögfræðingur hjá lögreglunni, vildi ekkert gefa upp um hvað vakti fyrir árásarmanninum en hann hafi verið samvinnuþýður við lögreglu. „Hann hefur tjáð sig um það sem gerðist og upplifun sína. Hann hefur viðurkennt staðreyndir málsins og að það hafi verið hann sem var að verki,“ sagði hún. Ríkisstjórnarskipti verða í Noregi í dag. Jonas Gahr Støre, verðandi forsætisráðherra, lýsti árásinni sem „hryllilegri“. Árásarmaðurinn skaut fórnarlömb sín með örvum, mörg þeirra í stórmarkaði. Til átaka kom á milli hans og lögreglu áður en hún náði að yfirbuga hann. Talið er að maðurinn sé búsettur í Kongsberg. Lögregla telur að hann hafi verið einn að verki. Rannsókn beinist meðal annars að því hvort að hann hafi ætlað að fremja hryðjuverk. Sæverud lögreglustjóri segir að sér kæmi ekki á óvart ef árásarmaðurinn yrði látinn gangast undir geðrannsókn. Mathiasen staðfesti að maðurinn hafi notað fleiri vopn við árásina en upplýsti ekki hvers kyns þau voru.
Noregur Danmörk Fjöldamorð í Kongsberg Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Sjá meira