„Ég vil horfa á þennan hnött og meta fegurð hans“ Samúel Karl Ólason skrifar 12. október 2021 15:49 Áhöfn SN-19 sem ætlar út í geim á morgun. Blue Origin Leikarinn William Shatner fer út í geim á morgun. Það mun hann gera með þremur öðrum geimförum um borð í geimfarinu NS-18. Hinum níræða Shatner og geimförunum verður svo skotið á loft af starfsmönnum Blue Origins. Auk Shatnes eru þau Audry Powers frá Blue Origin, Glen de Vries og Chris Boshuizen í áhöfn NS-18. Shatner er hvað þekktastur fyrir leika James Kirk í Star Trek. Sjá einnig: Kafteinn Kirk á leiðinni út í geim Blue Origin birti í dag myndband þar sem Shatner talaði um hve spenntur hann væri fyrir geimskotinu. Þar segir Shatner að allt ferlið hafi þegar breytt lífi hans og það sé frábært að fá að taka þátt í upphafi væntanlegrar fjölgunar geimferða. Þá segist Shatner vilja sjá fegurð jarðarinnar úr geimnum. We are just at the beginning, but how miraculous the beginning is. @WilliamShatner is ready to go to space. #NS18 pic.twitter.com/u3MnOAbWtW— Blue Origin (@blueorigin) October 12, 2021 Blue Origin er í eigu Jeff Bezos en hann fór sjálfur út í geim með geimfari fyrirtækisins fyrr árinu. Blue Origin ætlar meðal annars að selja auðugum ferðamönnum ferðir út í geim. Geimferðirnar sjálfar taka um það bil tíu mínútur en geimförum Blue Origin er skotið í rúmlega hundrað kílómetra hæð, sem markar Kármán-línuna svokölluðu sem táknar enda gufuhvolfsins og byrjun geimsins. Sjá einnig: Geimskot Bezos og félaga heppnaðist fullkomlega Alþjóðlega geimstöðin er í um fjögur hundruð kílómetra hæð. SpacX skaut í síðasta mánuði fjórum ferðalöngum í rúmlega fimm hundruð kílómetra hæð og voru þau á braut um jörðu í þrjá daga. Sjá einnig: Vildi sýna að venjulegt fólk gæti farið út í geim Áætlað er að skjóta geimfarinu á loft um klukkan hálf níu að morgni að staðartíma í Texas. Það samsvarar um klukkan hálft tvö hér á landi. Hægt verður að fylgjast með geimskotinu á Youtube og hér á Vísi. Geimurinn Bandaríkin Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Auk Shatnes eru þau Audry Powers frá Blue Origin, Glen de Vries og Chris Boshuizen í áhöfn NS-18. Shatner er hvað þekktastur fyrir leika James Kirk í Star Trek. Sjá einnig: Kafteinn Kirk á leiðinni út í geim Blue Origin birti í dag myndband þar sem Shatner talaði um hve spenntur hann væri fyrir geimskotinu. Þar segir Shatner að allt ferlið hafi þegar breytt lífi hans og það sé frábært að fá að taka þátt í upphafi væntanlegrar fjölgunar geimferða. Þá segist Shatner vilja sjá fegurð jarðarinnar úr geimnum. We are just at the beginning, but how miraculous the beginning is. @WilliamShatner is ready to go to space. #NS18 pic.twitter.com/u3MnOAbWtW— Blue Origin (@blueorigin) October 12, 2021 Blue Origin er í eigu Jeff Bezos en hann fór sjálfur út í geim með geimfari fyrirtækisins fyrr árinu. Blue Origin ætlar meðal annars að selja auðugum ferðamönnum ferðir út í geim. Geimferðirnar sjálfar taka um það bil tíu mínútur en geimförum Blue Origin er skotið í rúmlega hundrað kílómetra hæð, sem markar Kármán-línuna svokölluðu sem táknar enda gufuhvolfsins og byrjun geimsins. Sjá einnig: Geimskot Bezos og félaga heppnaðist fullkomlega Alþjóðlega geimstöðin er í um fjögur hundruð kílómetra hæð. SpacX skaut í síðasta mánuði fjórum ferðalöngum í rúmlega fimm hundruð kílómetra hæð og voru þau á braut um jörðu í þrjá daga. Sjá einnig: Vildi sýna að venjulegt fólk gæti farið út í geim Áætlað er að skjóta geimfarinu á loft um klukkan hálf níu að morgni að staðartíma í Texas. Það samsvarar um klukkan hálft tvö hér á landi. Hægt verður að fylgjast með geimskotinu á Youtube og hér á Vísi.
Geimurinn Bandaríkin Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira