Truflandi að heyra öskur fluglínugesta á meðan ættingjar syrgja ástvini Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. október 2021 21:30 Sara Oskarsson telur fluglínuna of nálægt duftgarðinum í Fossvogi. vísir Kona sem fer reglulega að duftgarðinum í Fossvogi segir truflandi að heyra í öskrandi gestum fluglínunnar í Perlunni á meðan ættingjar syrgja ástvini sína. Hún telur staðsetningu línunnar óheppilega. Sara Oskarsson kemur reglulega við í duftgarðinum í Fossvogi til þess að eiga kyrrðarstund hjá leiði móður sinnar. Hún segir öskur og mikinn hávaða liggja frá fluglínunni sem sé óþægilegt á stundum sem þessum. Truflandi á svo persónulegum stað „Þetta er truflandi. Þetta er griðastaður fyrir syrgjendur. Fyrir ættingja og náttúrulega hvíldarstaður fyrir þann ástvin sem maður hefur misst,“ sagði Sara Oskarsson, listamaður. Hún segir fluglínu skemmtilegt framtak en að það eigi ekki saman við griðarstað syrgjenda. „Maður upplifir ákveðna óvirðingu við staðinn að, þetta sé í þessari nánd.“ Kirkjugarðar séu persónulegir og viðkvæmir staðir. Sara lýsir því þegar fjölskyldan pantaði á dögunum nýjan legstein fyrir leiði móðurinnar. „Og ég fann fyrir smá kvíða yfir tilhugsuninni um að það væri kannski steggjun eða gæsun í gangi í Zipline á meðan við vorum að reyna að eiga mjög persónulega stund.“ Í myndbandinu sést fjarlægðin á milli duftgarðsins og fluglínunnar. Þeir sem fréttamaður ræddi við segja að hljóðbært sé á svæðinu, sérstaklega í logni. Magnús Lyngdal vakti fyrstur athygli á málinu í þessari færslu á Facebook og fagnar Sara samtali og umræðu um málið. Hún tekur fram að óhjákvæmilega séu umhverfishljóð á svæðinu. Leiksvæði fyrir börn sé skammt frá kirkjugarðinum og stöðug umferðarhljóð. „Einhvern vegin er það allt annar hlutur miðað við þetta. Þetta er svolítið viðlíka því að setja tívolí hér við hliðina á. Það bara passar ekki.“ Hún vonast til þess að gerðar verði ráðstafanir svo að fluglínan verði ekki til frambúðar á svæðinu. „Ég er mjög bjartsýn á að þessu verði sýndur fullur skilningur á þessu hjá borginni og þeim aðilum sem koma að rekstri Zipline.“ Í lögum um kirkjugarða kemur fram í 3. mgr. 6. gr. að ekki megi reisa mannvirki, starfrækja stofnanir eða reka fyrirtæki, sem frá stafar hávaði eða ys, í nánd við kirkjugarða. Kirkjugarðar Reykjavík Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Sara Oskarsson kemur reglulega við í duftgarðinum í Fossvogi til þess að eiga kyrrðarstund hjá leiði móður sinnar. Hún segir öskur og mikinn hávaða liggja frá fluglínunni sem sé óþægilegt á stundum sem þessum. Truflandi á svo persónulegum stað „Þetta er truflandi. Þetta er griðastaður fyrir syrgjendur. Fyrir ættingja og náttúrulega hvíldarstaður fyrir þann ástvin sem maður hefur misst,“ sagði Sara Oskarsson, listamaður. Hún segir fluglínu skemmtilegt framtak en að það eigi ekki saman við griðarstað syrgjenda. „Maður upplifir ákveðna óvirðingu við staðinn að, þetta sé í þessari nánd.“ Kirkjugarðar séu persónulegir og viðkvæmir staðir. Sara lýsir því þegar fjölskyldan pantaði á dögunum nýjan legstein fyrir leiði móðurinnar. „Og ég fann fyrir smá kvíða yfir tilhugsuninni um að það væri kannski steggjun eða gæsun í gangi í Zipline á meðan við vorum að reyna að eiga mjög persónulega stund.“ Í myndbandinu sést fjarlægðin á milli duftgarðsins og fluglínunnar. Þeir sem fréttamaður ræddi við segja að hljóðbært sé á svæðinu, sérstaklega í logni. Magnús Lyngdal vakti fyrstur athygli á málinu í þessari færslu á Facebook og fagnar Sara samtali og umræðu um málið. Hún tekur fram að óhjákvæmilega séu umhverfishljóð á svæðinu. Leiksvæði fyrir börn sé skammt frá kirkjugarðinum og stöðug umferðarhljóð. „Einhvern vegin er það allt annar hlutur miðað við þetta. Þetta er svolítið viðlíka því að setja tívolí hér við hliðina á. Það bara passar ekki.“ Hún vonast til þess að gerðar verði ráðstafanir svo að fluglínan verði ekki til frambúðar á svæðinu. „Ég er mjög bjartsýn á að þessu verði sýndur fullur skilningur á þessu hjá borginni og þeim aðilum sem koma að rekstri Zipline.“ Í lögum um kirkjugarða kemur fram í 3. mgr. 6. gr. að ekki megi reisa mannvirki, starfrækja stofnanir eða reka fyrirtæki, sem frá stafar hávaði eða ys, í nánd við kirkjugarða.
Kirkjugarðar Reykjavík Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira