Netverjar bregðast við vistaskiptum Birgis: „Það eru þrjú ár síðan Klaustursmálið kom upp?“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. október 2021 10:22 Netverjar hafa ekki setið á sér eftir fréttir dagsins. Vísir Netverjar hafa ekki setið á sér frá því að fregnir af vistaskiptum þingmannsins Birgis Þórarinssonar bárust í morgun. Birgir, sem er þingmaður í Suðurkjördæmi, hefur sagt skilið við Miðflokkinn og gengið til liðs við Sjálfstæðismenn. Nú eru því aðeins tveir þingmenn eftir í Miðflokknum: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, og Bergþór Ólason, þingmaður í Norðausturkjördæmi. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru nú orðnir sautján. Netverjar hafa að sjálfsögðu ekki setið á sér og velta margir fyrir sér tímasetningu vistaskiptanna, tveimur vikum eftir þingkosningar. Birgir sagði í pistli sem hann skrifaði í Morgunblaðinu í morgun að ástæða skiptanna væri Klaustursmálið, sem kom upp í nóvember 2018. Eftir að hann hafi gagnrýnt málið hafi samflokksmenn hans fyrrverandi aldrei treyst honum fyllilega aftur. „Þetta jaðrar nú bara við kosningasvik? Væri sennilega mjög reiður kysi ég Miðflokkinn,“ skrifar Jónas Már Torfason á Twitter. Þetta jaðrar nú bara við kosningasvik? Væri sennilega mjög reiður kysi ég Miðflokkinn pic.twitter.com/5CSV3DOTfl— Jónas Már (@JTorfason) October 9, 2021 „Jee ræt. Það eru hvað þrjú ár síðan það kom upp? En allavega ágætis karma hér á ferð fyrir SDG því ástæða þess að þeir hittust allir á Klaustri var sú að hann var að reyna að nappa þingmönnum úr öðrum flokki,“ tístir Snæbjörn. Jee ræt. Það eru hvað þrjú ár síðan það kom upp? En allavega ágætis karma hér á ferð fyrir SDG því ástæða þess að þeir hittust allir á Klaustri var sú að hann var að reyna að nappa þingmönnum úr öðrum flokki.https://t.co/ELBY1gpgEa— Snæbjörn (@artybjorn) October 9, 2021 Er hægt að hægsturlast meira af bræði vegna snarklikkaðrar háttsemi félaga sinna á Klausturbarnum og hætta í flokknum rúmum ... þremur árum síðar? https://t.co/59odH2FLic— Kristján Freyr (@KrissRokk) October 9, 2021 Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason veltir því fyrir sér hvort Bergþór Ólason fari ekki sömu leið og Birgir, Bergþor hafi jú lengstum verið í Sjálfstæðisflokknum. Einhverjir spyrja sig hvers vegna þingmenn haldi sæti sínu þegar þeir yfirgefi sinn stjórnmálaflokk. Ef það væri bannað þá myndi fólk einfaldlega vera áfram í sínum flokki á pappírnum, en kjósa alltaf með öðrum. Í praxís kæmi það á nákvæmlega sama stað niður.— Stígur Helgason (@Stigurh) October 9, 2021 Karl Garðarsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, segir skort Birgis á pólitískum heiðarleika með því að skipta um flokk, hálfum mánuði eftir kosningar, jaðra við Íslandsmet. Þorsteinn Guðmundsson útilokar ekki að flótti Birgis úr Miðflokknum muni hafa einhver áhrif á hann eftir þrjú ár. Þessi flótti þingmannsins úr Miðflokki yfir í Sjálfstæðisflokk hefur engin áhrif á mig. Ég ætla samt ekki að útiloka að það hellist yfir mig neikvæðar tilfinningar eftir þrjú ár.— Þorsteinn Guðmunds (@ThorsteinnGud) October 9, 2021 Miðflokkurinn alltaf að minna okkur á hvaðan við komum: frá tíma þegar fjárhagslega sjálfstæðir karlar kúguðu aðra á öllum sviðum samfélagsins með þeim afleiðingum að kynslóðir fólks lifðu við óöryggi, ofbeldi, fátækt og hungur. Bring Miðaldir back? https://t.co/krrEt3ulLs— Sara Stef. (@sarastefans) October 9, 2021 Alþingi Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Samfélagsmiðlar Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Sjá meira
Nú eru því aðeins tveir þingmenn eftir í Miðflokknum: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, og Bergþór Ólason, þingmaður í Norðausturkjördæmi. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru nú orðnir sautján. Netverjar hafa að sjálfsögðu ekki setið á sér og velta margir fyrir sér tímasetningu vistaskiptanna, tveimur vikum eftir þingkosningar. Birgir sagði í pistli sem hann skrifaði í Morgunblaðinu í morgun að ástæða skiptanna væri Klaustursmálið, sem kom upp í nóvember 2018. Eftir að hann hafi gagnrýnt málið hafi samflokksmenn hans fyrrverandi aldrei treyst honum fyllilega aftur. „Þetta jaðrar nú bara við kosningasvik? Væri sennilega mjög reiður kysi ég Miðflokkinn,“ skrifar Jónas Már Torfason á Twitter. Þetta jaðrar nú bara við kosningasvik? Væri sennilega mjög reiður kysi ég Miðflokkinn pic.twitter.com/5CSV3DOTfl— Jónas Már (@JTorfason) October 9, 2021 „Jee ræt. Það eru hvað þrjú ár síðan það kom upp? En allavega ágætis karma hér á ferð fyrir SDG því ástæða þess að þeir hittust allir á Klaustri var sú að hann var að reyna að nappa þingmönnum úr öðrum flokki,“ tístir Snæbjörn. Jee ræt. Það eru hvað þrjú ár síðan það kom upp? En allavega ágætis karma hér á ferð fyrir SDG því ástæða þess að þeir hittust allir á Klaustri var sú að hann var að reyna að nappa þingmönnum úr öðrum flokki.https://t.co/ELBY1gpgEa— Snæbjörn (@artybjorn) October 9, 2021 Er hægt að hægsturlast meira af bræði vegna snarklikkaðrar háttsemi félaga sinna á Klausturbarnum og hætta í flokknum rúmum ... þremur árum síðar? https://t.co/59odH2FLic— Kristján Freyr (@KrissRokk) October 9, 2021 Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason veltir því fyrir sér hvort Bergþór Ólason fari ekki sömu leið og Birgir, Bergþor hafi jú lengstum verið í Sjálfstæðisflokknum. Einhverjir spyrja sig hvers vegna þingmenn haldi sæti sínu þegar þeir yfirgefi sinn stjórnmálaflokk. Ef það væri bannað þá myndi fólk einfaldlega vera áfram í sínum flokki á pappírnum, en kjósa alltaf með öðrum. Í praxís kæmi það á nákvæmlega sama stað niður.— Stígur Helgason (@Stigurh) October 9, 2021 Karl Garðarsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, segir skort Birgis á pólitískum heiðarleika með því að skipta um flokk, hálfum mánuði eftir kosningar, jaðra við Íslandsmet. Þorsteinn Guðmundsson útilokar ekki að flótti Birgis úr Miðflokknum muni hafa einhver áhrif á hann eftir þrjú ár. Þessi flótti þingmannsins úr Miðflokki yfir í Sjálfstæðisflokk hefur engin áhrif á mig. Ég ætla samt ekki að útiloka að það hellist yfir mig neikvæðar tilfinningar eftir þrjú ár.— Þorsteinn Guðmunds (@ThorsteinnGud) October 9, 2021 Miðflokkurinn alltaf að minna okkur á hvaðan við komum: frá tíma þegar fjárhagslega sjálfstæðir karlar kúguðu aðra á öllum sviðum samfélagsins með þeim afleiðingum að kynslóðir fólks lifðu við óöryggi, ofbeldi, fátækt og hungur. Bring Miðaldir back? https://t.co/krrEt3ulLs— Sara Stef. (@sarastefans) October 9, 2021
Alþingi Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Samfélagsmiðlar Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Sjá meira