Netverjar bregðast við vistaskiptum Birgis: „Það eru þrjú ár síðan Klaustursmálið kom upp?“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. október 2021 10:22 Netverjar hafa ekki setið á sér eftir fréttir dagsins. Vísir Netverjar hafa ekki setið á sér frá því að fregnir af vistaskiptum þingmannsins Birgis Þórarinssonar bárust í morgun. Birgir, sem er þingmaður í Suðurkjördæmi, hefur sagt skilið við Miðflokkinn og gengið til liðs við Sjálfstæðismenn. Nú eru því aðeins tveir þingmenn eftir í Miðflokknum: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, og Bergþór Ólason, þingmaður í Norðausturkjördæmi. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru nú orðnir sautján. Netverjar hafa að sjálfsögðu ekki setið á sér og velta margir fyrir sér tímasetningu vistaskiptanna, tveimur vikum eftir þingkosningar. Birgir sagði í pistli sem hann skrifaði í Morgunblaðinu í morgun að ástæða skiptanna væri Klaustursmálið, sem kom upp í nóvember 2018. Eftir að hann hafi gagnrýnt málið hafi samflokksmenn hans fyrrverandi aldrei treyst honum fyllilega aftur. „Þetta jaðrar nú bara við kosningasvik? Væri sennilega mjög reiður kysi ég Miðflokkinn,“ skrifar Jónas Már Torfason á Twitter. Þetta jaðrar nú bara við kosningasvik? Væri sennilega mjög reiður kysi ég Miðflokkinn pic.twitter.com/5CSV3DOTfl— Jónas Már (@JTorfason) October 9, 2021 „Jee ræt. Það eru hvað þrjú ár síðan það kom upp? En allavega ágætis karma hér á ferð fyrir SDG því ástæða þess að þeir hittust allir á Klaustri var sú að hann var að reyna að nappa þingmönnum úr öðrum flokki,“ tístir Snæbjörn. Jee ræt. Það eru hvað þrjú ár síðan það kom upp? En allavega ágætis karma hér á ferð fyrir SDG því ástæða þess að þeir hittust allir á Klaustri var sú að hann var að reyna að nappa þingmönnum úr öðrum flokki.https://t.co/ELBY1gpgEa— Snæbjörn (@artybjorn) October 9, 2021 Er hægt að hægsturlast meira af bræði vegna snarklikkaðrar háttsemi félaga sinna á Klausturbarnum og hætta í flokknum rúmum ... þremur árum síðar? https://t.co/59odH2FLic— Kristján Freyr (@KrissRokk) October 9, 2021 Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason veltir því fyrir sér hvort Bergþór Ólason fari ekki sömu leið og Birgir, Bergþor hafi jú lengstum verið í Sjálfstæðisflokknum. Einhverjir spyrja sig hvers vegna þingmenn haldi sæti sínu þegar þeir yfirgefi sinn stjórnmálaflokk. Ef það væri bannað þá myndi fólk einfaldlega vera áfram í sínum flokki á pappírnum, en kjósa alltaf með öðrum. Í praxís kæmi það á nákvæmlega sama stað niður.— Stígur Helgason (@Stigurh) October 9, 2021 Karl Garðarsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, segir skort Birgis á pólitískum heiðarleika með því að skipta um flokk, hálfum mánuði eftir kosningar, jaðra við Íslandsmet. Þorsteinn Guðmundsson útilokar ekki að flótti Birgis úr Miðflokknum muni hafa einhver áhrif á hann eftir þrjú ár. Þessi flótti þingmannsins úr Miðflokki yfir í Sjálfstæðisflokk hefur engin áhrif á mig. Ég ætla samt ekki að útiloka að það hellist yfir mig neikvæðar tilfinningar eftir þrjú ár.— Þorsteinn Guðmunds (@ThorsteinnGud) October 9, 2021 Miðflokkurinn alltaf að minna okkur á hvaðan við komum: frá tíma þegar fjárhagslega sjálfstæðir karlar kúguðu aðra á öllum sviðum samfélagsins með þeim afleiðingum að kynslóðir fólks lifðu við óöryggi, ofbeldi, fátækt og hungur. Bring Miðaldir back? https://t.co/krrEt3ulLs— Sara Stef. (@sarastefans) October 9, 2021 Alþingi Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Samfélagsmiðlar Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Sjá meira
Nú eru því aðeins tveir þingmenn eftir í Miðflokknum: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, og Bergþór Ólason, þingmaður í Norðausturkjördæmi. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru nú orðnir sautján. Netverjar hafa að sjálfsögðu ekki setið á sér og velta margir fyrir sér tímasetningu vistaskiptanna, tveimur vikum eftir þingkosningar. Birgir sagði í pistli sem hann skrifaði í Morgunblaðinu í morgun að ástæða skiptanna væri Klaustursmálið, sem kom upp í nóvember 2018. Eftir að hann hafi gagnrýnt málið hafi samflokksmenn hans fyrrverandi aldrei treyst honum fyllilega aftur. „Þetta jaðrar nú bara við kosningasvik? Væri sennilega mjög reiður kysi ég Miðflokkinn,“ skrifar Jónas Már Torfason á Twitter. Þetta jaðrar nú bara við kosningasvik? Væri sennilega mjög reiður kysi ég Miðflokkinn pic.twitter.com/5CSV3DOTfl— Jónas Már (@JTorfason) October 9, 2021 „Jee ræt. Það eru hvað þrjú ár síðan það kom upp? En allavega ágætis karma hér á ferð fyrir SDG því ástæða þess að þeir hittust allir á Klaustri var sú að hann var að reyna að nappa þingmönnum úr öðrum flokki,“ tístir Snæbjörn. Jee ræt. Það eru hvað þrjú ár síðan það kom upp? En allavega ágætis karma hér á ferð fyrir SDG því ástæða þess að þeir hittust allir á Klaustri var sú að hann var að reyna að nappa þingmönnum úr öðrum flokki.https://t.co/ELBY1gpgEa— Snæbjörn (@artybjorn) October 9, 2021 Er hægt að hægsturlast meira af bræði vegna snarklikkaðrar háttsemi félaga sinna á Klausturbarnum og hætta í flokknum rúmum ... þremur árum síðar? https://t.co/59odH2FLic— Kristján Freyr (@KrissRokk) October 9, 2021 Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason veltir því fyrir sér hvort Bergþór Ólason fari ekki sömu leið og Birgir, Bergþor hafi jú lengstum verið í Sjálfstæðisflokknum. Einhverjir spyrja sig hvers vegna þingmenn haldi sæti sínu þegar þeir yfirgefi sinn stjórnmálaflokk. Ef það væri bannað þá myndi fólk einfaldlega vera áfram í sínum flokki á pappírnum, en kjósa alltaf með öðrum. Í praxís kæmi það á nákvæmlega sama stað niður.— Stígur Helgason (@Stigurh) October 9, 2021 Karl Garðarsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, segir skort Birgis á pólitískum heiðarleika með því að skipta um flokk, hálfum mánuði eftir kosningar, jaðra við Íslandsmet. Þorsteinn Guðmundsson útilokar ekki að flótti Birgis úr Miðflokknum muni hafa einhver áhrif á hann eftir þrjú ár. Þessi flótti þingmannsins úr Miðflokki yfir í Sjálfstæðisflokk hefur engin áhrif á mig. Ég ætla samt ekki að útiloka að það hellist yfir mig neikvæðar tilfinningar eftir þrjú ár.— Þorsteinn Guðmunds (@ThorsteinnGud) October 9, 2021 Miðflokkurinn alltaf að minna okkur á hvaðan við komum: frá tíma þegar fjárhagslega sjálfstæðir karlar kúguðu aðra á öllum sviðum samfélagsins með þeim afleiðingum að kynslóðir fólks lifðu við óöryggi, ofbeldi, fátækt og hungur. Bring Miðaldir back? https://t.co/krrEt3ulLs— Sara Stef. (@sarastefans) October 9, 2021
Alþingi Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Samfélagsmiðlar Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Sjá meira