Óvænt símtal um einangrun á síðustu stundu framlengdi draumafríið á Íslandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. október 2021 10:53 Símtalið barst þegar hjónin voru komin út á Keflavíkurflugvöll á leið heim til Bandaríkjanna. Vísir/Vilhelm Draumafrí bandarísku hjónanna John og Kimberly Moran hér á landi var óvænt framlengt um tvær vikur, eftir að þau greindust með Covid-19 rétt áður en þau áttu að fara í flug heim. Bandarískir fjölmiðlar greina frá og ræða við John þar sem hann segir frá því hvernig þau hjónin hafi fengið óvænt símtal á Keflavíkurflugvelli, skömmu áður en þau áttu að stíga um borð í flugvélina heim á leið eftir það sem þau segja að hafi verið draumafrí hér á landi. Segja þau frá því að þau hafi þurft að framvísa Covid-prófi til þess að fá að komast um borð í vél flugfélagsins Delta. Voru þau komin á Keflavíkurflugvöll þegar þau fengu símtalið með niðurstöðunum. Sótt á flugvöllinn í sjúkrabíl „Þetta er smitrakningarteymið á Íslandi“, segir John að hafi verið það hann heyrði röddina hinum megin línunnar segja. Fékk hann þær upplýsingar um að hann og Kimberly hafi greinst jákvæð í Covid-prófinu og að þau þyrftu að fara í einangrun. Sjúkrabíll myndi koma og sækja þau innan hálftíma og þau flutt í einangrun í farsóttarhúsi. Þar þyrftu þau að dvelja þangað til að þau fengu neikvætt svar úr Covid-prófi. Ástæða þess að John ræddi þetta mál við fjölmiðla er að hann virðist mjög ósáttur við viðbrögð Delta-flugfélagsins. Afskaplega illa hafi gengið að ná í fulltrúa þess til að afbóka flugið heim og panta nýtt flug að einangrun lokinni. Þau hafi þurft að bíða lengi í síma og raunar hafi gengið svo illa að ná í Delta að eftir tveggja vikna einangrun hér á landi hafi þau ákveðið að fljúga heim með öðru flugfélagi. Það var ekki fyrr en hjónin höfðu samband við Jackie Callaway, fréttamann ABC Action News, sem gat vakið athygli Delta á málinu að þau fengu svör frá flugfélaginu, og inneign að andvirði flugmiðanna sem þau gátu ekki nýtt eftir að hafa greinst með Covid-19. Bandaríkin Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Bandarískir fjölmiðlar greina frá og ræða við John þar sem hann segir frá því hvernig þau hjónin hafi fengið óvænt símtal á Keflavíkurflugvelli, skömmu áður en þau áttu að stíga um borð í flugvélina heim á leið eftir það sem þau segja að hafi verið draumafrí hér á landi. Segja þau frá því að þau hafi þurft að framvísa Covid-prófi til þess að fá að komast um borð í vél flugfélagsins Delta. Voru þau komin á Keflavíkurflugvöll þegar þau fengu símtalið með niðurstöðunum. Sótt á flugvöllinn í sjúkrabíl „Þetta er smitrakningarteymið á Íslandi“, segir John að hafi verið það hann heyrði röddina hinum megin línunnar segja. Fékk hann þær upplýsingar um að hann og Kimberly hafi greinst jákvæð í Covid-prófinu og að þau þyrftu að fara í einangrun. Sjúkrabíll myndi koma og sækja þau innan hálftíma og þau flutt í einangrun í farsóttarhúsi. Þar þyrftu þau að dvelja þangað til að þau fengu neikvætt svar úr Covid-prófi. Ástæða þess að John ræddi þetta mál við fjölmiðla er að hann virðist mjög ósáttur við viðbrögð Delta-flugfélagsins. Afskaplega illa hafi gengið að ná í fulltrúa þess til að afbóka flugið heim og panta nýtt flug að einangrun lokinni. Þau hafi þurft að bíða lengi í síma og raunar hafi gengið svo illa að ná í Delta að eftir tveggja vikna einangrun hér á landi hafi þau ákveðið að fljúga heim með öðru flugfélagi. Það var ekki fyrr en hjónin höfðu samband við Jackie Callaway, fréttamann ABC Action News, sem gat vakið athygli Delta á málinu að þau fengu svör frá flugfélaginu, og inneign að andvirði flugmiðanna sem þau gátu ekki nýtt eftir að hafa greinst með Covid-19.
Bandaríkin Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira