Facebook komið aftur í loftið eftir verstu truflun í þrettán ár Kjartan Kjartansson skrifar 4. október 2021 21:08 Verkfræðingar Facebook sitja nú sveittir við að reyna að komast fyrir truflanirnar á helstu þjónustum fyrirtækisins. AP/Richard Drew Þjónusta fimm miðla samfélagsmiðlarisans Facebook komst aftur í gang eftir um sex klukkustunda truflanir skömmu fyrir klukkan 22:00 i kvöld. Truflunin á þjónustunni var sú mesta á Facebook frá árinu 2008. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að þjónustan komst aftur í lagi. Textinn hér fyrir neðan var skrifaður tæpri klukkustund áður en það gerðist. Notendur Facebook, Messenger, Instagram, Whatsapp og Oculus VR urðu fyrst varir við að eitthvað væri ekki með felldu skömmu fyrir klukkan fjögur síðdegis að íslenskum tíma. Ekkert hefur komið fram um hvað olli því en grunur leikur á að um að vandamálið tengist svonefndu lénsheitakerfi (DNS). Kerfið „þýðir“ slóðir eins og facebook.com yfir á IP-tölu til að beina netverjum á réttan stað. Bandaríska viðskiptafréttastöðin CNBC segir að truflunin sé sú umfangsmesta á Facebook frá árinu 2008. Hún hafði áhrif á um áttatíu milljónir notenda. Nú hefur Facebook hins vegar um þrjá milljarða notenda. Truflunin virðist hafa haft mikil áhrif á starfsemi innan höfuðstöðva Facebook. Vefmiðilinn The Verge segir að innri kerfi fyrirtækisins liggi niðri og starfsmenn hafi brugðið á það ráð að nota tölvupóstforritið Outlook frá Microsoft til þess að hafa samskipti sín á milli. Þeir geti þó ekki tekið við tölvupóstum utan fyrirtækisins. Verkfræðingar hafa verið sendir í gagnaver Facebook í Bandaríkjunum til þess að reyna að leysa vandamálið. Verge segir að þrátt fyrir miklar vangaveltur um mögulegt tölvuinnbrot hjá Facebook þá bendi ekkert til þess ennþá að nokkuð saknæmt búi að baki trufluninni. New York Times segir að Facebook hafi lengi stefnt að því að samþætta tæknina að baki helstu samfélagsmiðla sinna undanfarin ár. Heimildir blaðsins innan öryggisteymis Facebook herma að ólíklegt sé að tölvuárás valdi truflununum nú þar sem kerfin að baki ólíkra miðla þess séu enn svo ólík að ólíklegt sé að eitt tölvuinnbrot hefði áhrif á þá alla. Facebook átti þegar í vök að verjast eftir að uppljóstrari innan fyrirtækisins greindi frá skýrslum sem gerðar hefðu verið fyrir samfélagsmiðlarisann sem sýndu fram á neikvæð áhrif hans á samfélagið og að Instagram væri skaðlegt fyrir geðheilsu táninga. Facebook Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Truflanir hjá Facebook Fjölmargir notendur Facebook og Instagram um heim allan hafa átt í vandræðum með að tengjast samfélagsmiðlunum frá því á fjórða tímanum. Einnig hefur borið á truflunum á þjónustu Whatsapp, Messenger og Workplace en allir fimm miðlarnir eru í eigu Facebook. 4. október 2021 15:48 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira
Fréttin hefur verið uppfærð eftir að þjónustan komst aftur í lagi. Textinn hér fyrir neðan var skrifaður tæpri klukkustund áður en það gerðist. Notendur Facebook, Messenger, Instagram, Whatsapp og Oculus VR urðu fyrst varir við að eitthvað væri ekki með felldu skömmu fyrir klukkan fjögur síðdegis að íslenskum tíma. Ekkert hefur komið fram um hvað olli því en grunur leikur á að um að vandamálið tengist svonefndu lénsheitakerfi (DNS). Kerfið „þýðir“ slóðir eins og facebook.com yfir á IP-tölu til að beina netverjum á réttan stað. Bandaríska viðskiptafréttastöðin CNBC segir að truflunin sé sú umfangsmesta á Facebook frá árinu 2008. Hún hafði áhrif á um áttatíu milljónir notenda. Nú hefur Facebook hins vegar um þrjá milljarða notenda. Truflunin virðist hafa haft mikil áhrif á starfsemi innan höfuðstöðva Facebook. Vefmiðilinn The Verge segir að innri kerfi fyrirtækisins liggi niðri og starfsmenn hafi brugðið á það ráð að nota tölvupóstforritið Outlook frá Microsoft til þess að hafa samskipti sín á milli. Þeir geti þó ekki tekið við tölvupóstum utan fyrirtækisins. Verkfræðingar hafa verið sendir í gagnaver Facebook í Bandaríkjunum til þess að reyna að leysa vandamálið. Verge segir að þrátt fyrir miklar vangaveltur um mögulegt tölvuinnbrot hjá Facebook þá bendi ekkert til þess ennþá að nokkuð saknæmt búi að baki trufluninni. New York Times segir að Facebook hafi lengi stefnt að því að samþætta tæknina að baki helstu samfélagsmiðla sinna undanfarin ár. Heimildir blaðsins innan öryggisteymis Facebook herma að ólíklegt sé að tölvuárás valdi truflununum nú þar sem kerfin að baki ólíkra miðla þess séu enn svo ólík að ólíklegt sé að eitt tölvuinnbrot hefði áhrif á þá alla. Facebook átti þegar í vök að verjast eftir að uppljóstrari innan fyrirtækisins greindi frá skýrslum sem gerðar hefðu verið fyrir samfélagsmiðlarisann sem sýndu fram á neikvæð áhrif hans á samfélagið og að Instagram væri skaðlegt fyrir geðheilsu táninga.
Facebook Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Truflanir hjá Facebook Fjölmargir notendur Facebook og Instagram um heim allan hafa átt í vandræðum með að tengjast samfélagsmiðlunum frá því á fjórða tímanum. Einnig hefur borið á truflunum á þjónustu Whatsapp, Messenger og Workplace en allir fimm miðlarnir eru í eigu Facebook. 4. október 2021 15:48 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira
Truflanir hjá Facebook Fjölmargir notendur Facebook og Instagram um heim allan hafa átt í vandræðum með að tengjast samfélagsmiðlunum frá því á fjórða tímanum. Einnig hefur borið á truflunum á þjónustu Whatsapp, Messenger og Workplace en allir fimm miðlarnir eru í eigu Facebook. 4. október 2021 15:48