Kafteinn Kirk á leiðinni út í geim Fanndís Birna Logadóttir skrifar 4. október 2021 16:53 Langþráður draumur William Shatner, sem fór með hlutverk kafteinsins James T. Kirk í sjónvarpsþáttunum Star Trek, rætist síðar í mánuðinum. Leikarinn William Shatner verður meðal farþega í næstu geimferð Blue Origin en hann er á leiðinni út í geim þann 12. október næstkomandi. Shatner staðfesti fréttirnar sjálfur á Twitter í dag. „Það er aldrei of seint að upplifa nýja hluti,“ sagði hinn níræði Shatner í færslu á Twitter en hann er hvað frægastur fyrir leik sinn sem kafteinn Kirk í sjónvarpsþáttunum Star Trek. Lék hann aðalhlutverkið í fyrstu þáttaröðinni sem sýnd var árin 1966 til 1969 auk þess sem hann í sjö kvikmyndum og leikstýrði einni um ævintýri áhöfnar USS Starship Enterprise. Í yfirlýsingu um málið sagðist Shatner hafa „heyrt af geimnum í nokkurn tíma,“ og að hann fengi núna loksins tækifærið til að fara þangað sjálfur. „Þvílíkt kraftaverk,“ sagði Shatner. So now I can say something. Yes, it s true; I m going to be a rocket man! https://t.co/B2jFeXrr6L— William Shatner (@WilliamShatner) October 4, 2021 Að því er kemur fram í frétt AP er Jeff Bezos, stofnandi Amazon og Blue Origin, mikill aðdáandi Star Trek og ákvað því að bjóða Shatner sæti í næstu ferð Blue Origin. Shatner verður elsti maðurinn til að fara út í geim en hann mun ferðast með þremur öðrum, þar á meðal tveimur farþegum. Ferðin mun taka um það bil tíu mínútur og mun þotan fljúga í allt að 106 kílómetra hæð, rétt yfir Kárman-línuna svokölluðu sem markar enda gufuhvolfsins og byrjun geimsins. Um er að ræða aðra ferð Blue Origin en fyrsta ferð geimferðarfyrirtækisins fór fram þann 20. júlí síðastliðinn. Jeff Bezos var þar sjálfur í för ásamt bróður sínum, Mark Bezos, átján ára Hollendinginum Oliver Daemen, og bandarísku flugáhugakonunni Wally Funk. Star Trek's Captain Kirk is set to boldly go where no actor has gone before. William Shatner will blast off on a Blue Origin capsule on Oct. 12, Jeff Bezos space travel company announced. At age 90, Shatner will become the oldest person in space. https://t.co/C8LfZx0zBQ— The Associated Press (@AP) October 4, 2021 Geimurinn Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Geimskot Bezos og félaga heppnaðist fullkomlega Jeff Bezos, ríkasti maður heims, ferðaðist út fyrir gufuhvolf jarðarinnar á eigin geimflaug í dag. Hann var annar auðjöfurinn til að skjóta sjálfum sér á loft á nokkrum dögum. 20. júlí 2021 13:29 Auðjöfrar fjölmenna í geimnum Auðjöfurinn Richard Branson ætlar að láta skjóta sér út í geim á sunnudaginn. Hinn 70 ára gamli Branson mun fara út í geim um borð í VSS Unity, geimflaug fyrirtækisins Virgin Galactic, sem Branson á. 9. júlí 2021 13:42 Bauð á fjórða milljarð króna í geimferð með Bezos Ónafngreindur einstaklingur bauð í dag 28 milljónir Bandaríkjadala, eða það sem nemur rúmlega 3,4 milljörðum króna, í sæti í ferð auðjöfursins Jeff Bezos út í geim. 12. júní 2021 23:16 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
„Það er aldrei of seint að upplifa nýja hluti,“ sagði hinn níræði Shatner í færslu á Twitter en hann er hvað frægastur fyrir leik sinn sem kafteinn Kirk í sjónvarpsþáttunum Star Trek. Lék hann aðalhlutverkið í fyrstu þáttaröðinni sem sýnd var árin 1966 til 1969 auk þess sem hann í sjö kvikmyndum og leikstýrði einni um ævintýri áhöfnar USS Starship Enterprise. Í yfirlýsingu um málið sagðist Shatner hafa „heyrt af geimnum í nokkurn tíma,“ og að hann fengi núna loksins tækifærið til að fara þangað sjálfur. „Þvílíkt kraftaverk,“ sagði Shatner. So now I can say something. Yes, it s true; I m going to be a rocket man! https://t.co/B2jFeXrr6L— William Shatner (@WilliamShatner) October 4, 2021 Að því er kemur fram í frétt AP er Jeff Bezos, stofnandi Amazon og Blue Origin, mikill aðdáandi Star Trek og ákvað því að bjóða Shatner sæti í næstu ferð Blue Origin. Shatner verður elsti maðurinn til að fara út í geim en hann mun ferðast með þremur öðrum, þar á meðal tveimur farþegum. Ferðin mun taka um það bil tíu mínútur og mun þotan fljúga í allt að 106 kílómetra hæð, rétt yfir Kárman-línuna svokölluðu sem markar enda gufuhvolfsins og byrjun geimsins. Um er að ræða aðra ferð Blue Origin en fyrsta ferð geimferðarfyrirtækisins fór fram þann 20. júlí síðastliðinn. Jeff Bezos var þar sjálfur í för ásamt bróður sínum, Mark Bezos, átján ára Hollendinginum Oliver Daemen, og bandarísku flugáhugakonunni Wally Funk. Star Trek's Captain Kirk is set to boldly go where no actor has gone before. William Shatner will blast off on a Blue Origin capsule on Oct. 12, Jeff Bezos space travel company announced. At age 90, Shatner will become the oldest person in space. https://t.co/C8LfZx0zBQ— The Associated Press (@AP) October 4, 2021
Geimurinn Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Geimskot Bezos og félaga heppnaðist fullkomlega Jeff Bezos, ríkasti maður heims, ferðaðist út fyrir gufuhvolf jarðarinnar á eigin geimflaug í dag. Hann var annar auðjöfurinn til að skjóta sjálfum sér á loft á nokkrum dögum. 20. júlí 2021 13:29 Auðjöfrar fjölmenna í geimnum Auðjöfurinn Richard Branson ætlar að láta skjóta sér út í geim á sunnudaginn. Hinn 70 ára gamli Branson mun fara út í geim um borð í VSS Unity, geimflaug fyrirtækisins Virgin Galactic, sem Branson á. 9. júlí 2021 13:42 Bauð á fjórða milljarð króna í geimferð með Bezos Ónafngreindur einstaklingur bauð í dag 28 milljónir Bandaríkjadala, eða það sem nemur rúmlega 3,4 milljörðum króna, í sæti í ferð auðjöfursins Jeff Bezos út í geim. 12. júní 2021 23:16 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Geimskot Bezos og félaga heppnaðist fullkomlega Jeff Bezos, ríkasti maður heims, ferðaðist út fyrir gufuhvolf jarðarinnar á eigin geimflaug í dag. Hann var annar auðjöfurinn til að skjóta sjálfum sér á loft á nokkrum dögum. 20. júlí 2021 13:29
Auðjöfrar fjölmenna í geimnum Auðjöfurinn Richard Branson ætlar að láta skjóta sér út í geim á sunnudaginn. Hinn 70 ára gamli Branson mun fara út í geim um borð í VSS Unity, geimflaug fyrirtækisins Virgin Galactic, sem Branson á. 9. júlí 2021 13:42
Bauð á fjórða milljarð króna í geimferð með Bezos Ónafngreindur einstaklingur bauð í dag 28 milljónir Bandaríkjadala, eða það sem nemur rúmlega 3,4 milljörðum króna, í sæti í ferð auðjöfursins Jeff Bezos út í geim. 12. júní 2021 23:16