Alex Jones ábyrgur vegna samsæriskenninga sinna um árásina í Sandy Hook Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2021 12:08 Alex Jones. EPA/JIM LO SCALZO Alex Jones er lagalega ábyrgur gagnvart samsæriskenningum um fjöldamorðið í Sandy Hook árið 2012. Hann mun því þurfa að borga skaðabætur til foreldra barna sem voru myrt í árásinni. Hann hefur ítrekað verið sakaður um að valda foreldrum skaða með áróðri sínum og samsæriskenningum um fjöldamorðið sem spanna árabil. Þann 19. september árið 2012 voru tuttugu börn á aldrinum fimm til tíu ára skotin til bana auk sex starfsmanna skólans. Jones rekur hægrisamsæriskenningamiðilinn Infowars. Hann er ekki síst þekktur fyrir vanstillt reiðiöskur í þáttum sínum. Þar hefur hann meðal annars sakað Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, um að hafa gert froska samkynhneigða. Sjá einnig: Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Hann hefur þar að auki ítrekað haldið því fram að Sandy Hook árásin hafi verið „falskur fáni“, eða hún hafi verið sviðsett, og að foreldrar barna sem dóu séu eingöngu leikarar á vegum ríkisins. Fyrir dómi árið 2019 viðurkenndi hann þó að árásin væri raunveruleg en það var vegna annars máls gegn honum. Foreldrar margra barna sem dóu hafa höfðað mál gegn Jones í gegnum árin en með takmörkuðum árangri hingað til. Þau segja ummæli hans hafa valdið þau gífurlegu tilfinningalegu tjóni í gegnum árin og leitt til þess að áhorfendur Jones hafi áreitt þau lengi. Sjá einnig: Foreldrar myrtra barna stefna samsæriskenningarsmiði vegna ærumeiðinga Nú standa yfir tvo mismunandi mál foreldra tveggja barna sem dóu í árásinni og komst dómari í málunum að þeirri niðurstöðu í vikunni að Jones væri ábyrgur og gæti þurft að greiða foreldrunum skaðabætur. Það var niðurstaðan eftir að Jones hefur um árabil neitað að útvega dómnum gögn sem hann hefur verið krafinn um. Dómarinn sagði sektir og aðrar tilraunir til að fá Jones til að afhenda gögnin hafa engum árangri skilað. Dómarinn gagnrýndi Jones harðlega og sagði að vegna undanbragða hans væri engin annar kostur í boði en að úrskurða hann ábyrgan. Samkvæmt frétt Huffington Post, sem sagði fyrst frá úrskurði dómarans, verður kviðdómur nú kallaður saman til að ákveða hve mikið Jones þarf að greiða foreldrum barnanna tveggja. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Tengdar fréttir Facebook bannar „hættulega“ öfgamenn Stofnandi samsæriskenningamiðilsins Infowars er á meðal þeirra sem hafa verið bannaðir fyrir að brjóta reglur Facebook. 3. maí 2019 08:25 Twitter lokar reikningum Alex Jones Samfélagsmiðillinn Twitter hefur nú endanlega látið loka reikningi samsæriskenningasmiðsins Alex Jones. 6. september 2018 21:47 Marco Rubio og Alex Jones rifust á göngum þinghússins Samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones truflaði blaðamannafund þingmannsins Marco Rubio í þinghúsinu í Bandaríkjunum í dag. 5. september 2018 16:23 Útvarpsstöð samsæriskenningasmiðs lokað Stöðin hafði sent út án leyfis í að minnsta kosti fimm ár. 16. ágúst 2018 10:50 Alex Jones þurrkaður út af miðlum Facebook, Apple og Spotify Facebook tilkynnti um ákvörðun sína í dag en Jones sjálfur var nýlega settur í 30 daga bann á miðlinum. 6. ágúst 2018 12:14 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Þann 19. september árið 2012 voru tuttugu börn á aldrinum fimm til tíu ára skotin til bana auk sex starfsmanna skólans. Jones rekur hægrisamsæriskenningamiðilinn Infowars. Hann er ekki síst þekktur fyrir vanstillt reiðiöskur í þáttum sínum. Þar hefur hann meðal annars sakað Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, um að hafa gert froska samkynhneigða. Sjá einnig: Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Hann hefur þar að auki ítrekað haldið því fram að Sandy Hook árásin hafi verið „falskur fáni“, eða hún hafi verið sviðsett, og að foreldrar barna sem dóu séu eingöngu leikarar á vegum ríkisins. Fyrir dómi árið 2019 viðurkenndi hann þó að árásin væri raunveruleg en það var vegna annars máls gegn honum. Foreldrar margra barna sem dóu hafa höfðað mál gegn Jones í gegnum árin en með takmörkuðum árangri hingað til. Þau segja ummæli hans hafa valdið þau gífurlegu tilfinningalegu tjóni í gegnum árin og leitt til þess að áhorfendur Jones hafi áreitt þau lengi. Sjá einnig: Foreldrar myrtra barna stefna samsæriskenningarsmiði vegna ærumeiðinga Nú standa yfir tvo mismunandi mál foreldra tveggja barna sem dóu í árásinni og komst dómari í málunum að þeirri niðurstöðu í vikunni að Jones væri ábyrgur og gæti þurft að greiða foreldrunum skaðabætur. Það var niðurstaðan eftir að Jones hefur um árabil neitað að útvega dómnum gögn sem hann hefur verið krafinn um. Dómarinn sagði sektir og aðrar tilraunir til að fá Jones til að afhenda gögnin hafa engum árangri skilað. Dómarinn gagnrýndi Jones harðlega og sagði að vegna undanbragða hans væri engin annar kostur í boði en að úrskurða hann ábyrgan. Samkvæmt frétt Huffington Post, sem sagði fyrst frá úrskurði dómarans, verður kviðdómur nú kallaður saman til að ákveða hve mikið Jones þarf að greiða foreldrum barnanna tveggja.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Tengdar fréttir Facebook bannar „hættulega“ öfgamenn Stofnandi samsæriskenningamiðilsins Infowars er á meðal þeirra sem hafa verið bannaðir fyrir að brjóta reglur Facebook. 3. maí 2019 08:25 Twitter lokar reikningum Alex Jones Samfélagsmiðillinn Twitter hefur nú endanlega látið loka reikningi samsæriskenningasmiðsins Alex Jones. 6. september 2018 21:47 Marco Rubio og Alex Jones rifust á göngum þinghússins Samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones truflaði blaðamannafund þingmannsins Marco Rubio í þinghúsinu í Bandaríkjunum í dag. 5. september 2018 16:23 Útvarpsstöð samsæriskenningasmiðs lokað Stöðin hafði sent út án leyfis í að minnsta kosti fimm ár. 16. ágúst 2018 10:50 Alex Jones þurrkaður út af miðlum Facebook, Apple og Spotify Facebook tilkynnti um ákvörðun sína í dag en Jones sjálfur var nýlega settur í 30 daga bann á miðlinum. 6. ágúst 2018 12:14 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Facebook bannar „hættulega“ öfgamenn Stofnandi samsæriskenningamiðilsins Infowars er á meðal þeirra sem hafa verið bannaðir fyrir að brjóta reglur Facebook. 3. maí 2019 08:25
Twitter lokar reikningum Alex Jones Samfélagsmiðillinn Twitter hefur nú endanlega látið loka reikningi samsæriskenningasmiðsins Alex Jones. 6. september 2018 21:47
Marco Rubio og Alex Jones rifust á göngum þinghússins Samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones truflaði blaðamannafund þingmannsins Marco Rubio í þinghúsinu í Bandaríkjunum í dag. 5. september 2018 16:23
Útvarpsstöð samsæriskenningasmiðs lokað Stöðin hafði sent út án leyfis í að minnsta kosti fimm ár. 16. ágúst 2018 10:50
Alex Jones þurrkaður út af miðlum Facebook, Apple og Spotify Facebook tilkynnti um ákvörðun sína í dag en Jones sjálfur var nýlega settur í 30 daga bann á miðlinum. 6. ágúst 2018 12:14