Segir sína menn hafa verið heppna en þetta sé einfaldlega það sem gerist á Old Trafford Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. september 2021 21:51 Cristiano Ronaldo og Ole Gunnar Solskjær fagna saman að leikslokum. EPA-EFE/Peter Powell „Þetta er það sem gerist hérna á Old Trafford. Þetta hefur gerst svo oft áður,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, eftir að Cristiano Ronaldo tryggði liðinu 2-1 sigur á Villareal með marki í uppbótartíma er liðin mættust í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Solskjær viðurkenndi að sínir menn hefðu verið heppnir í kvöld ásamt því sem hann hrósaði liði Villareal í hástert. Liðið hefur ekki enn tapað leik í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni, en hefur hins vegar gert fimm jafntefli í sex leikjum til þessa. „Við þurftum að henda skynseminni út um gluggann og vorum heppnir undir lokin. Þeir eru mjög gott lið sem er rosalega erfitt að brjóta á bak aftur. Þeir hafa ekki tapað leik síðan löngu fyrir úrslitaleikinn (í Evrópudeildinni) og hafa spilað við góð lið á þeim tíma. Þetta var erfiður leikur því við erum á heimavelli og viljum vinna en þeir hafa spilað mjög vel. Ef við pressum þá ekki stíft þá sitja þeir til baka og líður vel með það.“ „Stundum snýst þetta ekki um að senda hingað eða senda þangað heldur snýst þetta um stuðningsfólkið á vellinum – það hefur sogið boltann í netið nokkrum sinnum áður, ég veit allt um það – og svo áttu alltaf möguleika þegar Cristiano er á vellinum.“ „Jesse er örugglega ósáttur með að spila ekki meira en kemur inn á og hefur áhrif á leikinn. Það er það sem maður gerir þegar maður er varamaður hjá þessu félagi,“ sagði þjálfarinn um innkomu Jesse Lingard af varamannabekknum en hann lagði upp sigurmark leiksins. „Já, hann er svo góður fyrir framan markið og hann hefur áhrif á alla. Stuðningsfólkið, leikmennina og klúbbinn í heild sinni,“ sagði Solskjær er hann var spurður út í Ronaldo. „Þetta er mjög mikilvægt fyrir lekmennina. Að vinna leik svona, eftir að við töpuðum leik í Bern (gegn Young Boys) á þann hátt sem við gerðum þá er þetta frábært. Ég vill frekar fá sigur og tap heldur en tvö jafntefli. Atalanta er mjög gott lið og allir leikir á þessu getustigi eru erfiðir. Við sáum úrslit í gær sem maður trúir varla en þetta er Evrópskur fótbolti í dag, munurinn er svo lítill,“ sagði Ole Gunnar Solskjær að endingu. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Solskjær viðurkenndi að sínir menn hefðu verið heppnir í kvöld ásamt því sem hann hrósaði liði Villareal í hástert. Liðið hefur ekki enn tapað leik í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni, en hefur hins vegar gert fimm jafntefli í sex leikjum til þessa. „Við þurftum að henda skynseminni út um gluggann og vorum heppnir undir lokin. Þeir eru mjög gott lið sem er rosalega erfitt að brjóta á bak aftur. Þeir hafa ekki tapað leik síðan löngu fyrir úrslitaleikinn (í Evrópudeildinni) og hafa spilað við góð lið á þeim tíma. Þetta var erfiður leikur því við erum á heimavelli og viljum vinna en þeir hafa spilað mjög vel. Ef við pressum þá ekki stíft þá sitja þeir til baka og líður vel með það.“ „Stundum snýst þetta ekki um að senda hingað eða senda þangað heldur snýst þetta um stuðningsfólkið á vellinum – það hefur sogið boltann í netið nokkrum sinnum áður, ég veit allt um það – og svo áttu alltaf möguleika þegar Cristiano er á vellinum.“ „Jesse er örugglega ósáttur með að spila ekki meira en kemur inn á og hefur áhrif á leikinn. Það er það sem maður gerir þegar maður er varamaður hjá þessu félagi,“ sagði þjálfarinn um innkomu Jesse Lingard af varamannabekknum en hann lagði upp sigurmark leiksins. „Já, hann er svo góður fyrir framan markið og hann hefur áhrif á alla. Stuðningsfólkið, leikmennina og klúbbinn í heild sinni,“ sagði Solskjær er hann var spurður út í Ronaldo. „Þetta er mjög mikilvægt fyrir lekmennina. Að vinna leik svona, eftir að við töpuðum leik í Bern (gegn Young Boys) á þann hátt sem við gerðum þá er þetta frábært. Ég vill frekar fá sigur og tap heldur en tvö jafntefli. Atalanta er mjög gott lið og allir leikir á þessu getustigi eru erfiðir. Við sáum úrslit í gær sem maður trúir varla en þetta er Evrópskur fótbolti í dag, munurinn er svo lítill,“ sagði Ole Gunnar Solskjær að endingu. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn