Íhuga að kalla til hermenn til að aka olíuflutningabifreiðum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. september 2021 07:59 Hugmyndir til að leysa eldsneytisvandann verða lagðar fyrir forsætisráðherra í dag. epa/Michael Reynolds Stjórnvöld á Bretlandseyjum íhuga nú að kalla til hermenn til að koma eldsneyti á bensínstöðvar víðsvegar um landið, eftir að olíurisinn BP greindi frá því að skortur væri á þriðjungi stöðva sinna. Forsvarsmenn Petrol Retailers Association, sem tala fyrir 5.500 sjálfstæðar bensínstöðvar, segja 50 til 90 prósent sinna félagsmanna að verða uppiskroppa með eldsneyti og að innan tíðar verði sama staðan uppi hjá öðrum. Ráðamenn segja vandann sjálfskapaðan en fregnir af mögulegum skorti hafi gert það að verkum að neytendur hafi farið að hamstra eldsneyti hjá smásölum. Nóg sé til af olíu hjá birgjum en það sem hefur vantað eru ökumenn til að koma eldsneytinu á sölustaði. Boris Johnson forsætisráðherra er nú sagður íhuga að leysa vandann með áætluninni „Escalin“, sem var upprunalega smíðuð ef til þess kæmi að Bretland yfirgæfi Evrópusambandið samingslaust. Áætlunin felur í sér að hermenn verði kallaðir til og látnir fylla það skarð sem myndast hefur í raðir ökumanna vöruflutningabifreiða. Samkvæmt Guardian mun þó taka allt að þrjár vikur að hrinda áætluninni af stað, þar sem sumir þeirra sem kalla eigi til séu uppteknir við önnur störf. Fleiri vandamál tengd mögulegum vöruskorti verða rædd á fundum ráðamanna í dag en þeir hafa meðal annars verið varaðir við því að skortur verði á kalkúnum fyrir jól, þar sem hertar reglur um fólksflutninga í kjölfar Brexit hefur gert það að verkum að skortur er á verkafólki til að sinna ýmsum nauðsynlegum störfum í matvælaframleiðslu. Bretland Brexit Tengdar fréttir Forseti Brasilíu segir Johnson hafa falast eftir „neyðarsamningi“ um ákveðna matvöru Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, segir forsætisráðherra Bretlands hafa biðlað til hans um „neyðarsamkomulag“ vegna skorts á ákveðinni matvöru. Stjórnvöld í Bretlandi eru sögð hafa neitað því að ummælin eigi við rök að styðjast. 24. september 2021 12:38 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Forsvarsmenn Petrol Retailers Association, sem tala fyrir 5.500 sjálfstæðar bensínstöðvar, segja 50 til 90 prósent sinna félagsmanna að verða uppiskroppa með eldsneyti og að innan tíðar verði sama staðan uppi hjá öðrum. Ráðamenn segja vandann sjálfskapaðan en fregnir af mögulegum skorti hafi gert það að verkum að neytendur hafi farið að hamstra eldsneyti hjá smásölum. Nóg sé til af olíu hjá birgjum en það sem hefur vantað eru ökumenn til að koma eldsneytinu á sölustaði. Boris Johnson forsætisráðherra er nú sagður íhuga að leysa vandann með áætluninni „Escalin“, sem var upprunalega smíðuð ef til þess kæmi að Bretland yfirgæfi Evrópusambandið samingslaust. Áætlunin felur í sér að hermenn verði kallaðir til og látnir fylla það skarð sem myndast hefur í raðir ökumanna vöruflutningabifreiða. Samkvæmt Guardian mun þó taka allt að þrjár vikur að hrinda áætluninni af stað, þar sem sumir þeirra sem kalla eigi til séu uppteknir við önnur störf. Fleiri vandamál tengd mögulegum vöruskorti verða rædd á fundum ráðamanna í dag en þeir hafa meðal annars verið varaðir við því að skortur verði á kalkúnum fyrir jól, þar sem hertar reglur um fólksflutninga í kjölfar Brexit hefur gert það að verkum að skortur er á verkafólki til að sinna ýmsum nauðsynlegum störfum í matvælaframleiðslu.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Forseti Brasilíu segir Johnson hafa falast eftir „neyðarsamningi“ um ákveðna matvöru Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, segir forsætisráðherra Bretlands hafa biðlað til hans um „neyðarsamkomulag“ vegna skorts á ákveðinni matvöru. Stjórnvöld í Bretlandi eru sögð hafa neitað því að ummælin eigi við rök að styðjast. 24. september 2021 12:38 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Forseti Brasilíu segir Johnson hafa falast eftir „neyðarsamningi“ um ákveðna matvöru Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, segir forsætisráðherra Bretlands hafa biðlað til hans um „neyðarsamkomulag“ vegna skorts á ákveðinni matvöru. Stjórnvöld í Bretlandi eru sögð hafa neitað því að ummælin eigi við rök að styðjast. 24. september 2021 12:38