Lokatölur úr Reykjavík suður: Birgir náði inn en Miðflokkurinn tapaði manni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. september 2021 04:41 Birgir Ármannsson var í þriðja sæti Sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmi suður, sannkölluðu baráttusæti, og náði á þing. Vísir/vilhelm Fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður var á pari við fyrir fjórum árum en flokkurinn bætti engu að síður við sig þingmanni í kjördæminu. Samfylkingin missir mann en Vinstri græn halda sínum tveimur. Sjálfstæðisflokkurinn styrkti stöðu sína í Reykjavíkurkjördæmi suður í kosningunum í ár. Flokkurinn fékk 8.089 atkvæði (22,8%) bætti við sig einum þingmanni en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Hildur Sverrisdóttir og þingflokksformaðurinn Birgir Ármannsson náðu öll sæti á Alþingi. Kristrún Frosta ný inn Vinstri græn, sem fengu 5.212 atkvæði (14,7%), ná tveimur þingmönnum í kjördæminu líkt og í síðustu kosningum. Svandís Svavarsdóttir var kjördæmakjörin en Orri Páll Jóhannsson náði öðru jöfnunarþingsæta kjördæmisins. Kristrún Mjöll Frostadóttir, sem spilaði á harmonikku í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 í gær, kemur ný inn á þing fyrir Samfylkinguna. Flokkurinn fékk 4.720 atkvæði (13,3%) í kjördæminu. Lilja Alfreðs hélt velli Lilja Dögg Alfreðsdóttir verður áfram eini þingmaður Framsóknar í kjördæminu en flokkurinn fékk 4.077 atkvæði (11,5%) í kjördæminu. Píratar halda sínum tveimur þingmönnum en flokkurinn fékk 3.875 atkvæði (10,9%). Björn Leví Gunnarsson verður áfram þingmaður flokksins og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir kemur ný inn á þing sem jöfnunarþingmaður. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Pírati er nýtt andlit á Alþingi. Viðreisn og Flokkur fólksins fengu hvort sinn þingmanninn í kjördæminu. Hanna Katrín Friðriksson og Inga Sæland verða áfram fulltrúar flokkanna á þingi. Eftir að lokatölur höfðu verið kynntar í öllum kjördæmum um klukkan níu í morgun var Rósa Björk Brynjólfsdóttir Samfylkingu, annar jöfnunarþingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður ásamt Arndísi Önnu K. Gunnarsdóttur Pírata. Eftir að niðurstaða endurtalningar í Norðvesturkjördæmi var kynnt síðdegis í dag varð hins vegar ljóst að Orri Páll Jóhannsson, Vinstri grænum, fengi jöfnunarþingsætið í stað Rósu Bjarkar. Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavíkurkjördæmi suður Alþingiskosningar 2021 Reykjavík Tengdar fréttir Lokatölur úr Norðausturkjördæmi: Framsókn með mikinn sigur og ná fyrsta manni Framsóknarflokkurinn vann mikinn sigur í Norðausturkjördæmi í þingkosningunum í gær. Flokkurinn nær inn þremur mönnum og er Ingibjörg Ólöf Isaksen fyrsti þingmaður kjördæmisins. 26. september 2021 09:25 Lokatölur úr Suðvesturkjördæmi: Framsókn bætir við sig manni Sjálfstæðisflokkurinn nær inn fjórum kjördæmakjörnum mönnum í Suðvesturkjördæmi, en lokatölur úr kjördæminu bárust um klukkan 8:50 í morgun. Framsókn bætir við sig öðrum kjördæmakjörnum manni og Vinstri græn missa einn kjördæmakjörinn þingmann. 26. september 2021 08:59 Lokatölur úr Norðvesturkjördæmi: Framsókn bætir við sig manni en Miðflokkur og Samfylking tapa sínum Framsóknarflokkurinn bætti við sig þriðja kjördæmakjörna þingmanninum í Norðvesturkjördæmi og er stærsti flokkurinn eftir að lokatölur fyrir birtar á áttunda tímanum í morgun. 26. september 2021 08:02 Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Framsókn bætir við manni og Píratar missa sinn Vinstri græn missir sinn kjördæmakjörna þingmann í Suðurkjördæmi og Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, nær inn sem kjördæmakjörinn. 26. september 2021 07:38 Lokatölur úr Reykjavík norður: Ásmundur Einar þingmaður í Reykjavík og Píratar ná þremur inn Ásmundur Einar Daðason er nýr þingmaður Reykvíkinga eftir eftir stórbætingu flokksins frá því í kosningunum fyrir fjórum árum. Framsókn fékk 5,3 prósenta fylgi í kjördæminu fyrir fjórum árum en 12,3 prósent í ár. Um er að ræða langþráðan þingmann flokksins í kjördæminu. Píratar náðu tveimur mönnum inn á þing í kjördæminu. 26. september 2021 04:55 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn styrkti stöðu sína í Reykjavíkurkjördæmi suður í kosningunum í ár. Flokkurinn fékk 8.089 atkvæði (22,8%) bætti við sig einum þingmanni en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Hildur Sverrisdóttir og þingflokksformaðurinn Birgir Ármannsson náðu öll sæti á Alþingi. Kristrún Frosta ný inn Vinstri græn, sem fengu 5.212 atkvæði (14,7%), ná tveimur þingmönnum í kjördæminu líkt og í síðustu kosningum. Svandís Svavarsdóttir var kjördæmakjörin en Orri Páll Jóhannsson náði öðru jöfnunarþingsæta kjördæmisins. Kristrún Mjöll Frostadóttir, sem spilaði á harmonikku í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 í gær, kemur ný inn á þing fyrir Samfylkinguna. Flokkurinn fékk 4.720 atkvæði (13,3%) í kjördæminu. Lilja Alfreðs hélt velli Lilja Dögg Alfreðsdóttir verður áfram eini þingmaður Framsóknar í kjördæminu en flokkurinn fékk 4.077 atkvæði (11,5%) í kjördæminu. Píratar halda sínum tveimur þingmönnum en flokkurinn fékk 3.875 atkvæði (10,9%). Björn Leví Gunnarsson verður áfram þingmaður flokksins og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir kemur ný inn á þing sem jöfnunarþingmaður. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Pírati er nýtt andlit á Alþingi. Viðreisn og Flokkur fólksins fengu hvort sinn þingmanninn í kjördæminu. Hanna Katrín Friðriksson og Inga Sæland verða áfram fulltrúar flokkanna á þingi. Eftir að lokatölur höfðu verið kynntar í öllum kjördæmum um klukkan níu í morgun var Rósa Björk Brynjólfsdóttir Samfylkingu, annar jöfnunarþingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður ásamt Arndísi Önnu K. Gunnarsdóttur Pírata. Eftir að niðurstaða endurtalningar í Norðvesturkjördæmi var kynnt síðdegis í dag varð hins vegar ljóst að Orri Páll Jóhannsson, Vinstri grænum, fengi jöfnunarþingsætið í stað Rósu Bjarkar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eftir að lokatölur höfðu verið kynntar í öllum kjördæmum um klukkan níu í morgun var Rósa Björk Brynjólfsdóttir Samfylkingu, annar jöfnunarþingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður ásamt Arndísi Önnu K. Gunnarsdóttur Pírata. Eftir að niðurstaða endurtalningar í Norðvesturkjördæmi var kynnt síðdegis í dag varð hins vegar ljóst að Orri Páll Jóhannsson, Vinstri grænum, fengi jöfnunarþingsætið í stað Rósu Bjarkar.
Reykjavíkurkjördæmi suður Alþingiskosningar 2021 Reykjavík Tengdar fréttir Lokatölur úr Norðausturkjördæmi: Framsókn með mikinn sigur og ná fyrsta manni Framsóknarflokkurinn vann mikinn sigur í Norðausturkjördæmi í þingkosningunum í gær. Flokkurinn nær inn þremur mönnum og er Ingibjörg Ólöf Isaksen fyrsti þingmaður kjördæmisins. 26. september 2021 09:25 Lokatölur úr Suðvesturkjördæmi: Framsókn bætir við sig manni Sjálfstæðisflokkurinn nær inn fjórum kjördæmakjörnum mönnum í Suðvesturkjördæmi, en lokatölur úr kjördæminu bárust um klukkan 8:50 í morgun. Framsókn bætir við sig öðrum kjördæmakjörnum manni og Vinstri græn missa einn kjördæmakjörinn þingmann. 26. september 2021 08:59 Lokatölur úr Norðvesturkjördæmi: Framsókn bætir við sig manni en Miðflokkur og Samfylking tapa sínum Framsóknarflokkurinn bætti við sig þriðja kjördæmakjörna þingmanninum í Norðvesturkjördæmi og er stærsti flokkurinn eftir að lokatölur fyrir birtar á áttunda tímanum í morgun. 26. september 2021 08:02 Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Framsókn bætir við manni og Píratar missa sinn Vinstri græn missir sinn kjördæmakjörna þingmann í Suðurkjördæmi og Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, nær inn sem kjördæmakjörinn. 26. september 2021 07:38 Lokatölur úr Reykjavík norður: Ásmundur Einar þingmaður í Reykjavík og Píratar ná þremur inn Ásmundur Einar Daðason er nýr þingmaður Reykvíkinga eftir eftir stórbætingu flokksins frá því í kosningunum fyrir fjórum árum. Framsókn fékk 5,3 prósenta fylgi í kjördæminu fyrir fjórum árum en 12,3 prósent í ár. Um er að ræða langþráðan þingmann flokksins í kjördæminu. Píratar náðu tveimur mönnum inn á þing í kjördæminu. 26. september 2021 04:55 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Sjá meira
Lokatölur úr Norðausturkjördæmi: Framsókn með mikinn sigur og ná fyrsta manni Framsóknarflokkurinn vann mikinn sigur í Norðausturkjördæmi í þingkosningunum í gær. Flokkurinn nær inn þremur mönnum og er Ingibjörg Ólöf Isaksen fyrsti þingmaður kjördæmisins. 26. september 2021 09:25
Lokatölur úr Suðvesturkjördæmi: Framsókn bætir við sig manni Sjálfstæðisflokkurinn nær inn fjórum kjördæmakjörnum mönnum í Suðvesturkjördæmi, en lokatölur úr kjördæminu bárust um klukkan 8:50 í morgun. Framsókn bætir við sig öðrum kjördæmakjörnum manni og Vinstri græn missa einn kjördæmakjörinn þingmann. 26. september 2021 08:59
Lokatölur úr Norðvesturkjördæmi: Framsókn bætir við sig manni en Miðflokkur og Samfylking tapa sínum Framsóknarflokkurinn bætti við sig þriðja kjördæmakjörna þingmanninum í Norðvesturkjördæmi og er stærsti flokkurinn eftir að lokatölur fyrir birtar á áttunda tímanum í morgun. 26. september 2021 08:02
Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Framsókn bætir við manni og Píratar missa sinn Vinstri græn missir sinn kjördæmakjörna þingmann í Suðurkjördæmi og Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, nær inn sem kjördæmakjörinn. 26. september 2021 07:38
Lokatölur úr Reykjavík norður: Ásmundur Einar þingmaður í Reykjavík og Píratar ná þremur inn Ásmundur Einar Daðason er nýr þingmaður Reykvíkinga eftir eftir stórbætingu flokksins frá því í kosningunum fyrir fjórum árum. Framsókn fékk 5,3 prósenta fylgi í kjördæminu fyrir fjórum árum en 12,3 prósent í ár. Um er að ræða langþráðan þingmann flokksins í kjördæminu. Píratar náðu tveimur mönnum inn á þing í kjördæminu. 26. september 2021 04:55