Heimilin og störfin þurfa ábyrga stjórn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 24. september 2021 19:31 Valið á morgun er kristaltært. Við stöndum fyrir fleiri og verðmætari störf um allt land. Við munum halda áfram að standa með fólki í rekstri og auka tekjur heimilanna. Við munum halda áfram að byggja upp öflugt atvinnulíf á Íslandi. Hin leiðin er fjölflokkastjórn sem á það eitt sameiginlegt að ætla að hækka skatta á atvinnulífið og stendur gegn öllum framförum í atvinnumálum. Aðrir kostir eru ekki fyrir hendi. 1. Lægri skattar. Einfaldara regluverk Við munum halda áfram að lækka skattana og einfalda regluverkið. Við munum halda áfram að gera það auðveldara að reka fyrirtæki, ráða fólk í vinnu, gera hugmyndir að veruleika og skapa verðmæti fyrir samfélagið allt. Allir aðrir flokkar sem nú eru í framboði ætla að hækka skatta á fyrirtæki. Líka miðjuflokkarnir. 2. Grænar fjárfestingar og orkuskipti. Við viljum takast á við loftslagsmálin með hugviti, frumkvæði og nýsköpun. Við viljum nýta hreina innlenda orku til að verða fyrst þjóða í full orkuskipti og skapa um leið nýja atvinnugrein á Íslandi. Vinstrið hafnar hugmyndum um meiri hreina orku og ætlar að tækla málin með reglum, sköttum og bönnum. 3. Nýsköpun hjá stórum og smáum Útflutningur á hugviti hefur margfaldast. Nýsköpun í allri sinni mynd - líftækni, hugbúnaður, matvælagerð og alls kyns hugvit - er orðin fjórða stoðin í hagkerfi landsins. Á sama tíma er Reykjavíkurborg að búa til heilt fyrirtæki í beinni samkeppni við einkageirann og fulltrúar Viðreisnar verja þessa ákvörðun opinberlega. Þau hafa aldrei sýnt í verki að þau standi fyrir hægri gildi. 4. Leyfum fólki að blómstra Við viljum umhverfi sem gerir það auðveldara fyrir fyrirtæki að vaxa og verða stór og öflug. Ráða fleiri í vinnu. Skapa verkefni fyrir undirverktaka. Fjárfesta í nýjum verkefnum - byggingum, tækjum og hugmyndum. Stærstur hluti nýsköpunar á Íslandi á sér einmitt stað í stórum fyrirtækjum. En Framsóknarflokkurinn og fleiri boða sérstaka skatta á stór fyrirtæki. Þetta er óskiljanlegt. F ólkið sem við treystum á Samfélagið allt treystir á fólk sem leggur á sig mikla vinnu í eigin rekstri. Við viljum halda áfram að byggja upp öflugt atvinnulíf á Íslandi. Við í Sjálfstæðisflokknum viljum standa með þessu fólki og öllum þeim sem vilja leggja mikið á sig til að sækja fram í lífinu. Ólíkt öllum öðrum flokkum finnið þið engar tillögur í okkar stefnuskrá sem refsa fólki fyrir dugnað og framtakssemi. Þvert á móti viljum við að þeir njóti eldanna sem fyrstir kveikja þá. Valið er skýrt. Höldum áfram að vinna. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Suðurkjördæmi Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Skoðun Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Valið á morgun er kristaltært. Við stöndum fyrir fleiri og verðmætari störf um allt land. Við munum halda áfram að standa með fólki í rekstri og auka tekjur heimilanna. Við munum halda áfram að byggja upp öflugt atvinnulíf á Íslandi. Hin leiðin er fjölflokkastjórn sem á það eitt sameiginlegt að ætla að hækka skatta á atvinnulífið og stendur gegn öllum framförum í atvinnumálum. Aðrir kostir eru ekki fyrir hendi. 1. Lægri skattar. Einfaldara regluverk Við munum halda áfram að lækka skattana og einfalda regluverkið. Við munum halda áfram að gera það auðveldara að reka fyrirtæki, ráða fólk í vinnu, gera hugmyndir að veruleika og skapa verðmæti fyrir samfélagið allt. Allir aðrir flokkar sem nú eru í framboði ætla að hækka skatta á fyrirtæki. Líka miðjuflokkarnir. 2. Grænar fjárfestingar og orkuskipti. Við viljum takast á við loftslagsmálin með hugviti, frumkvæði og nýsköpun. Við viljum nýta hreina innlenda orku til að verða fyrst þjóða í full orkuskipti og skapa um leið nýja atvinnugrein á Íslandi. Vinstrið hafnar hugmyndum um meiri hreina orku og ætlar að tækla málin með reglum, sköttum og bönnum. 3. Nýsköpun hjá stórum og smáum Útflutningur á hugviti hefur margfaldast. Nýsköpun í allri sinni mynd - líftækni, hugbúnaður, matvælagerð og alls kyns hugvit - er orðin fjórða stoðin í hagkerfi landsins. Á sama tíma er Reykjavíkurborg að búa til heilt fyrirtæki í beinni samkeppni við einkageirann og fulltrúar Viðreisnar verja þessa ákvörðun opinberlega. Þau hafa aldrei sýnt í verki að þau standi fyrir hægri gildi. 4. Leyfum fólki að blómstra Við viljum umhverfi sem gerir það auðveldara fyrir fyrirtæki að vaxa og verða stór og öflug. Ráða fleiri í vinnu. Skapa verkefni fyrir undirverktaka. Fjárfesta í nýjum verkefnum - byggingum, tækjum og hugmyndum. Stærstur hluti nýsköpunar á Íslandi á sér einmitt stað í stórum fyrirtækjum. En Framsóknarflokkurinn og fleiri boða sérstaka skatta á stór fyrirtæki. Þetta er óskiljanlegt. F ólkið sem við treystum á Samfélagið allt treystir á fólk sem leggur á sig mikla vinnu í eigin rekstri. Við viljum halda áfram að byggja upp öflugt atvinnulíf á Íslandi. Við í Sjálfstæðisflokknum viljum standa með þessu fólki og öllum þeim sem vilja leggja mikið á sig til að sækja fram í lífinu. Ólíkt öllum öðrum flokkum finnið þið engar tillögur í okkar stefnuskrá sem refsa fólki fyrir dugnað og framtakssemi. Þvert á móti viljum við að þeir njóti eldanna sem fyrstir kveikja þá. Valið er skýrt. Höldum áfram að vinna. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar