Eflum riðurannsóknir – höfnum hamfaraniðurskurði Erna Bjarnadóttir skrifar 23. september 2021 22:00 Fyrr í þessum mánuði bárust þær hörmulegu fréttir að riða hefði greinst á Syðra-Skörðugili í Skagafirði. Því verður skorið þar niður um 1.500 fjár á þeim vikum sem í hönd fara. Þetta er ábúendum mikið áfall eins og öðrum sem hafa mátt glíma við slíkt hlutskipti. Bændur eru í tilfellum sem þessum neyddir til að ganga til samninga við ráðuneytið um niðurskurð á bústofni sínum og um hefðbundið ferli varðandi hreinsunarstarf og úttektir. Þetta þarf að gera til að bændur eigi rétt á bótum til að koma sér upp nýjum bústofni. Um þetta er ekkert val þrátt fyrir að bæturnar eins og þær eru ákveðnar með gildandi reglugerð séu mjög ósanngjarnar. Fjárhagslegt tjón bænda er oft gríðarlegt í tilfellum sem þessum. Þetta hefur lengi verið óbreytt og algerlega óásættanlegt er að bændur þurfi jafnvel að ráða sér lögfræðinga til að gæta hagsmuna sinna. Enginn lærdómur hefur verið dreginn af fyrri reynslu og ráðherrar látið undir höfuð leggjast að taka á málinu. Á forsíðu Bændablaðsins í dag kveður svo við nokkuð harðan tón þar sem Halldór Runólfsson, fyrrverandi yfirdýralæknir og skrifstofustjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, leggur til að ráðist verði í víðtækan niðurskurð á sauðfé á öllum bæjum sem eru með sauðfé í Húna- og Skagahólfi. Tillögur sem þessar eru með öllu ótækar eins og málum er nú háttað. Á því svæði sem um ræðir eru líklega 15-20% af fjárstofni landsmanna eða 60-70 þúsund kindur. Verði slík hugmyndafræði að veruleika yrði væntanlega einnig ráðist í niðurskurð í Tröllaskagahólfi frá Héraðsvötnum að Eyjafjarðará. Slíkt gæti valdið stórfelldri röskun á sauðfjárrækt í núverandi mynd. Vitað er að riða getur vel komið upp aftur eftir niðurskurð og hreinsun, jafnvel á búum sem skara fram úr í hreinlæti og snyrtimennsku. Það er ábyrgðarhluti að hreyfa hugmyndum eins og þessum. Um er að ræða lífsafkomu hundruða manna, tilfinningalegt og fjárhagslegt tjón væri gríðarlegt fyrir utan kostnað ríkissjóðs. Bændur hafa glímt við þennan erfiða vágest árum saman. Þrátt fyrir það hafa stjórnvöld heykst við að leggja fjármagn í rannsóknir á riðu. Það hefur ekki verið gert svo neinu nemur í tugi ára. Líklega eru framsæknustu rannsóknirnar í dag gerðar undir forystu bónda á Skagaheiðinni í samvinnu við þýska vísindamenn. Miklar framfarir eru í erfðarannsóknum og hafa fundist erfðavísar sem líklega veita þol gegn riðu í íslenskum kindum. Þá þarf að vinna þarf betur úr faraldsfræðilegum gögnum sem eru til staðar eftir niðurskurð þar sem riða hefur greinst á árum áður. Stjórnvöld eiga í fyrsta lagi að tryggja að bændur sem þurfa að takast á við þetta erfiða verkefni fái fullar bætur fyrir. Jafnframt á að efla rannsóknir á riðu og leit að gripum með arfgerð sem er þolin gagnvart sjúkdómnum. Nútíma erfðatækni býður þar upp á áður óþekkta möguleika. Höfnum strax hugmyndum sem myndu í raun geta orðið banabiti sauðfjárræktar eins og við þekkjum hana í dag því hér er um svo sterkt svæði í búgreininni að ræða. Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Suðurkjördæmi Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Fyrr í þessum mánuði bárust þær hörmulegu fréttir að riða hefði greinst á Syðra-Skörðugili í Skagafirði. Því verður skorið þar niður um 1.500 fjár á þeim vikum sem í hönd fara. Þetta er ábúendum mikið áfall eins og öðrum sem hafa mátt glíma við slíkt hlutskipti. Bændur eru í tilfellum sem þessum neyddir til að ganga til samninga við ráðuneytið um niðurskurð á bústofni sínum og um hefðbundið ferli varðandi hreinsunarstarf og úttektir. Þetta þarf að gera til að bændur eigi rétt á bótum til að koma sér upp nýjum bústofni. Um þetta er ekkert val þrátt fyrir að bæturnar eins og þær eru ákveðnar með gildandi reglugerð séu mjög ósanngjarnar. Fjárhagslegt tjón bænda er oft gríðarlegt í tilfellum sem þessum. Þetta hefur lengi verið óbreytt og algerlega óásættanlegt er að bændur þurfi jafnvel að ráða sér lögfræðinga til að gæta hagsmuna sinna. Enginn lærdómur hefur verið dreginn af fyrri reynslu og ráðherrar látið undir höfuð leggjast að taka á málinu. Á forsíðu Bændablaðsins í dag kveður svo við nokkuð harðan tón þar sem Halldór Runólfsson, fyrrverandi yfirdýralæknir og skrifstofustjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, leggur til að ráðist verði í víðtækan niðurskurð á sauðfé á öllum bæjum sem eru með sauðfé í Húna- og Skagahólfi. Tillögur sem þessar eru með öllu ótækar eins og málum er nú háttað. Á því svæði sem um ræðir eru líklega 15-20% af fjárstofni landsmanna eða 60-70 þúsund kindur. Verði slík hugmyndafræði að veruleika yrði væntanlega einnig ráðist í niðurskurð í Tröllaskagahólfi frá Héraðsvötnum að Eyjafjarðará. Slíkt gæti valdið stórfelldri röskun á sauðfjárrækt í núverandi mynd. Vitað er að riða getur vel komið upp aftur eftir niðurskurð og hreinsun, jafnvel á búum sem skara fram úr í hreinlæti og snyrtimennsku. Það er ábyrgðarhluti að hreyfa hugmyndum eins og þessum. Um er að ræða lífsafkomu hundruða manna, tilfinningalegt og fjárhagslegt tjón væri gríðarlegt fyrir utan kostnað ríkissjóðs. Bændur hafa glímt við þennan erfiða vágest árum saman. Þrátt fyrir það hafa stjórnvöld heykst við að leggja fjármagn í rannsóknir á riðu. Það hefur ekki verið gert svo neinu nemur í tugi ára. Líklega eru framsæknustu rannsóknirnar í dag gerðar undir forystu bónda á Skagaheiðinni í samvinnu við þýska vísindamenn. Miklar framfarir eru í erfðarannsóknum og hafa fundist erfðavísar sem líklega veita þol gegn riðu í íslenskum kindum. Þá þarf að vinna þarf betur úr faraldsfræðilegum gögnum sem eru til staðar eftir niðurskurð þar sem riða hefur greinst á árum áður. Stjórnvöld eiga í fyrsta lagi að tryggja að bændur sem þurfa að takast á við þetta erfiða verkefni fái fullar bætur fyrir. Jafnframt á að efla rannsóknir á riðu og leit að gripum með arfgerð sem er þolin gagnvart sjúkdómnum. Nútíma erfðatækni býður þar upp á áður óþekkta möguleika. Höfnum strax hugmyndum sem myndu í raun geta orðið banabiti sauðfjárræktar eins og við þekkjum hana í dag því hér er um svo sterkt svæði í búgreininni að ræða. Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun