Þjóðarhöllin rísi Ásmundur Einar Daðason, Lilja D. Alfreðsdóttir og Willum Þór Þórsson skrifa 22. september 2021 11:31 Laugardalurinn hefur um áratugaskeið verið vettvangur margra stærstu sigra í íslenskri íþróttasögu, hvort sem þeir hafa unnist í Laugardalshöllinni eða á -vellinum. Aðstaðan í Laugardalnum er hins vegar löngu úr sér gengin og landsleikir í handbolta eða körfubolta þurfa sérstakar undanþágur alþjóðasambanda, því Laugardalshöllin uppfyllir ekki alþjóðlegar kröfur. Þar er gólfflötur of lítill, rými fyrir áhorfendur og íþróttafólk of smátt og aukarými fyrir ýmsa þjónustu ekki til staðar. Uppbygging á bæði nýrri höll og velli hefur verið til umræðu í fjölda ára, en erfitt hefur reynst að koma málinu af umræðustigi milli ríkis og borgar. Nú horfir hins vegar til betri vegar, því loksins liggur fyrir tillaga með vandaðri þarfagreiningu og mati á bæði stofn- og rekstrarkostnaði vegna nýrrar þjóðarhallar fyrir inniíþróttir. Heiðurinn af þeirri tillögu á starfshópur sem mennta- og menningarmálaráðherra skipaði, með fulltrúm margra af helstu hagaðilum. Hús sem iðar af lífi Tæknilega er hægt að ráðast í breytingar á fyrirliggjandi húsnæði fyrir einstaka viðburði til að uppfylla kröfur, en slíkt er mjög kostnaðarsamt og getur ekki talist framtíðarlausn í neinu tilliti. Það blasir því við hver næstu skref eiga að vera; að hefjast handa við byggingu á nýrri þjóðarhöll sem uppfyllir alþjóðlegar kröfur! Slík þjóðarhöll þarf að standa undir nafni og iða af lífi, frá morgni til kvölds. Við sjáum fyrir okkur fjölnotahús, sem gæti hýst stóra tónlistar- og menningarviðburði, rafíþróttamót, margvíslega æskulýðsstarfsemi og verið þungamiðjan í lýðheilsustarfi landans. Hún á að vera miðpunkturinn í íþróttastarfi þjóðarinnar, reglulegur áfangastaður fjölskyldna og íþróttafólks og laða til sín unga sem aldna. Hún ætti jafnframt að samnýtast með nýjum útileikvangi, en áætlanir um byggingu knattspyrnuleikvangs eru líka langt á veg komnar. Tíminn er núna Starfshópurinn leggur til tvo kosti; annars vegar hús fyrir 5000 áhorfendur og hins vegar hús fyrir 8600 áhorfendur. Grunnur að rekstraráætlun fyrir báða kostina liggur fyrir og ekkert því til fyrirstöðu að taka stökkið, enda er tími innviðafjárfestinga runninn upp. Eftir mikla yfirlegu er lagt til að Þjóðarhöllin rísi í Laugardalnum í Reykjavík þar sem fyrir er miðstöð íslensks íþróttalífs og samgöngur góðar. Framundan er að tryggja fjármögnun, ráðast í hönnun og grípa skófluna og byggja framtíðarleikvanga fyrir landslið Íslendinga. Ef við ætlum áfram að eiga íþróttafólk í fremstu röð á heimsvísu verðum við að bæta úr aðstöðumálum, annars er raunveruleg hætta á að við drögumst aftur úr öðrum þjóðum. Nú er komið að því að bretta upp ermarnar og klára þetta mál sem hefur allt of lengi fengið að mara í hálfu kafi. Við Íslendingar höfum átt okkur þann draum um áratugaskeið að byggja þjóðarleikvanga fyrir íþróttastarf í landinu. Nú er stór hluti undirbúningsvinnunnar kominn vel á veg og hægt er að taka næstu skref. Alþjóðasambönd hafa þegar gefið okkur gula spjaldið vegna aðstöðuleysis, og ef ekkert verður að gert gæti það rauða fylgt í kjölfarið. Tryggjum að svo verði ekki. Höfundar eru frambjóðendur Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Reykjavík Ásmundur Einar Daðason Lilja Alfreðsdóttir Willum Þór Þórsson Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Það er hægt Ragna Sigurðardóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Laugardalurinn hefur um áratugaskeið verið vettvangur margra stærstu sigra í íslenskri íþróttasögu, hvort sem þeir hafa unnist í Laugardalshöllinni eða á -vellinum. Aðstaðan í Laugardalnum er hins vegar löngu úr sér gengin og landsleikir í handbolta eða körfubolta þurfa sérstakar undanþágur alþjóðasambanda, því Laugardalshöllin uppfyllir ekki alþjóðlegar kröfur. Þar er gólfflötur of lítill, rými fyrir áhorfendur og íþróttafólk of smátt og aukarými fyrir ýmsa þjónustu ekki til staðar. Uppbygging á bæði nýrri höll og velli hefur verið til umræðu í fjölda ára, en erfitt hefur reynst að koma málinu af umræðustigi milli ríkis og borgar. Nú horfir hins vegar til betri vegar, því loksins liggur fyrir tillaga með vandaðri þarfagreiningu og mati á bæði stofn- og rekstrarkostnaði vegna nýrrar þjóðarhallar fyrir inniíþróttir. Heiðurinn af þeirri tillögu á starfshópur sem mennta- og menningarmálaráðherra skipaði, með fulltrúm margra af helstu hagaðilum. Hús sem iðar af lífi Tæknilega er hægt að ráðast í breytingar á fyrirliggjandi húsnæði fyrir einstaka viðburði til að uppfylla kröfur, en slíkt er mjög kostnaðarsamt og getur ekki talist framtíðarlausn í neinu tilliti. Það blasir því við hver næstu skref eiga að vera; að hefjast handa við byggingu á nýrri þjóðarhöll sem uppfyllir alþjóðlegar kröfur! Slík þjóðarhöll þarf að standa undir nafni og iða af lífi, frá morgni til kvölds. Við sjáum fyrir okkur fjölnotahús, sem gæti hýst stóra tónlistar- og menningarviðburði, rafíþróttamót, margvíslega æskulýðsstarfsemi og verið þungamiðjan í lýðheilsustarfi landans. Hún á að vera miðpunkturinn í íþróttastarfi þjóðarinnar, reglulegur áfangastaður fjölskyldna og íþróttafólks og laða til sín unga sem aldna. Hún ætti jafnframt að samnýtast með nýjum útileikvangi, en áætlanir um byggingu knattspyrnuleikvangs eru líka langt á veg komnar. Tíminn er núna Starfshópurinn leggur til tvo kosti; annars vegar hús fyrir 5000 áhorfendur og hins vegar hús fyrir 8600 áhorfendur. Grunnur að rekstraráætlun fyrir báða kostina liggur fyrir og ekkert því til fyrirstöðu að taka stökkið, enda er tími innviðafjárfestinga runninn upp. Eftir mikla yfirlegu er lagt til að Þjóðarhöllin rísi í Laugardalnum í Reykjavík þar sem fyrir er miðstöð íslensks íþróttalífs og samgöngur góðar. Framundan er að tryggja fjármögnun, ráðast í hönnun og grípa skófluna og byggja framtíðarleikvanga fyrir landslið Íslendinga. Ef við ætlum áfram að eiga íþróttafólk í fremstu röð á heimsvísu verðum við að bæta úr aðstöðumálum, annars er raunveruleg hætta á að við drögumst aftur úr öðrum þjóðum. Nú er komið að því að bretta upp ermarnar og klára þetta mál sem hefur allt of lengi fengið að mara í hálfu kafi. Við Íslendingar höfum átt okkur þann draum um áratugaskeið að byggja þjóðarleikvanga fyrir íþróttastarf í landinu. Nú er stór hluti undirbúningsvinnunnar kominn vel á veg og hægt er að taka næstu skref. Alþjóðasambönd hafa þegar gefið okkur gula spjaldið vegna aðstöðuleysis, og ef ekkert verður að gert gæti það rauða fylgt í kjölfarið. Tryggjum að svo verði ekki. Höfundar eru frambjóðendur Framsóknarflokksins.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun