Lækkum skattbyrði barnafólks, hækkum skatta á ríkasta 1 prósentið Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 21. september 2021 12:01 Samfylkingin er í sókn, kannski vegna þess að kjósendur sjá að sterk félagshyggjustjórn er það besta sem getur gerst fyrir heimilisbókhaldið. Það skiptir ekki bara máli hver stjórnar heldur líka fyrir hverja er stjórnað og með hverjum. Samfylkingin ætlar að stjórna fyrir almenning. Við viljum leiða saman flokka sem eru nálægt hver öðrum á hinu pólitíska litrófi, taka neitunarvaldið af Sjálfstæðisflokknum í loftslagsmálum, velferðarmálum og auðlindamálum og hverfa frá 100 milljarða niðurskurðaráformum núverandi stjórnarflokka; efla almannaþjónustuna, heilbrigðis- og menntakerfið í stað þess að skera niður. Því stærri og sterkari sem Samfylkingin verður, því líklegra er að það verði mynduð félagshyggjustjórn á Íslandi og að áætlun Samfylkingarinnar um að lækka skattbyrði lágtekju- og millitekjuhópa en hækka hana hjá ríkasta 1 prósentinu verði að veruleika. Eitt af lykilmálum okkar er innleiðing barnabótakerfis að norrænni fyrirmynd. Dæmin sanna að sterk almenn barnabótakerfi með viðbótarstuðningi við einstæða foreldra eru vel til þess fallin að draga úr barnafátækt og stuðla að jöfnum tækifærum. Skarpar tekjutengingar og skerðingar sem bíta snemma geta aftur á móti skapað fátæktargildru fyrir fólk í lægri tekjuhópum. Hvað þýðir barnabótaleið Samfylkingarinnar fyrir þitt heimili? Hér er reiknivél þar sem þú getur séð það svart á hvítu. Kerfisbreytingin þarf að eiga sér stað samhliða stóraukinni uppbyggingu leigu- og búseturéttaríbúða í samstarfi við húsnæðisfélög án hagnaðarsjónarmiða, en með því drögum við úr húsnæðiskostnaði og aukum þannig enn frekar ráðstöfunartekjur lágtekjufólks. Auk þess þarf að draga úr skerðingum í almannatryggingakerfinu og stöðva þá kjaragliðnun sem hefur átt sér stað milli launafólks og þeirra sem reiða sig á lífeyri. Barnabótatillögur Samfylkingarinnar kosta innan við 9 milljarða króna og verða fjármagnaðar með stóreignaskatti á ríkasta 1 prósentið, skatti sem leggst aðeins á það sem er umfram 200 milljónir króna í hreina eign. Þetta er hagkvæm og skynsamleg skattheimta og getur skilað 14 til 15 milljörðum króna á ári. Jafnframt þarf að efla skatteftirlit og tryggja almenningi aukna hlutdeild í auðlindarentunni í sjávarútvegi. OECD og AGS hafa hvatt til þess að skattlagningarvaldinu sé beitt af festu til að sporna gegn eignaójöfnuði. Þá hafa ýmsir af virtustu hagfræðingum heims bent á að vel útfærðir stóreignaskattar og auðlindagjöld geta skilað umtalsverðum tekjum án þess að bitna á verðmætasköpun og framleiðslu í hagkerfinu. Undanfarin 30 ár hefur skattbyrði lágtekju- og millitekjuhópa aukist gríðarlega á Íslandi en skattbyrði verið létt af tekjuhæstu og eignamestu hópum samfélagsins. Samfylkingin vill snúa þessari þróun við, klípa ögn af eignastabba ríkasta 1 prósentsins og auðlindaarðinum í sjávarútvegi og nota svigrúmið sem þannig skapast til að styðja betur við barnafólk og þá hópa sem hafa setið eftir á undanförnum árum. Þetta er skynsamleg jafnaðarstefna – og nú erum við í dauðafæri að koma henni til framkvæmda. Höfundur skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Skattar og tollar Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Samfylkingin er í sókn, kannski vegna þess að kjósendur sjá að sterk félagshyggjustjórn er það besta sem getur gerst fyrir heimilisbókhaldið. Það skiptir ekki bara máli hver stjórnar heldur líka fyrir hverja er stjórnað og með hverjum. Samfylkingin ætlar að stjórna fyrir almenning. Við viljum leiða saman flokka sem eru nálægt hver öðrum á hinu pólitíska litrófi, taka neitunarvaldið af Sjálfstæðisflokknum í loftslagsmálum, velferðarmálum og auðlindamálum og hverfa frá 100 milljarða niðurskurðaráformum núverandi stjórnarflokka; efla almannaþjónustuna, heilbrigðis- og menntakerfið í stað þess að skera niður. Því stærri og sterkari sem Samfylkingin verður, því líklegra er að það verði mynduð félagshyggjustjórn á Íslandi og að áætlun Samfylkingarinnar um að lækka skattbyrði lágtekju- og millitekjuhópa en hækka hana hjá ríkasta 1 prósentinu verði að veruleika. Eitt af lykilmálum okkar er innleiðing barnabótakerfis að norrænni fyrirmynd. Dæmin sanna að sterk almenn barnabótakerfi með viðbótarstuðningi við einstæða foreldra eru vel til þess fallin að draga úr barnafátækt og stuðla að jöfnum tækifærum. Skarpar tekjutengingar og skerðingar sem bíta snemma geta aftur á móti skapað fátæktargildru fyrir fólk í lægri tekjuhópum. Hvað þýðir barnabótaleið Samfylkingarinnar fyrir þitt heimili? Hér er reiknivél þar sem þú getur séð það svart á hvítu. Kerfisbreytingin þarf að eiga sér stað samhliða stóraukinni uppbyggingu leigu- og búseturéttaríbúða í samstarfi við húsnæðisfélög án hagnaðarsjónarmiða, en með því drögum við úr húsnæðiskostnaði og aukum þannig enn frekar ráðstöfunartekjur lágtekjufólks. Auk þess þarf að draga úr skerðingum í almannatryggingakerfinu og stöðva þá kjaragliðnun sem hefur átt sér stað milli launafólks og þeirra sem reiða sig á lífeyri. Barnabótatillögur Samfylkingarinnar kosta innan við 9 milljarða króna og verða fjármagnaðar með stóreignaskatti á ríkasta 1 prósentið, skatti sem leggst aðeins á það sem er umfram 200 milljónir króna í hreina eign. Þetta er hagkvæm og skynsamleg skattheimta og getur skilað 14 til 15 milljörðum króna á ári. Jafnframt þarf að efla skatteftirlit og tryggja almenningi aukna hlutdeild í auðlindarentunni í sjávarútvegi. OECD og AGS hafa hvatt til þess að skattlagningarvaldinu sé beitt af festu til að sporna gegn eignaójöfnuði. Þá hafa ýmsir af virtustu hagfræðingum heims bent á að vel útfærðir stóreignaskattar og auðlindagjöld geta skilað umtalsverðum tekjum án þess að bitna á verðmætasköpun og framleiðslu í hagkerfinu. Undanfarin 30 ár hefur skattbyrði lágtekju- og millitekjuhópa aukist gríðarlega á Íslandi en skattbyrði verið létt af tekjuhæstu og eignamestu hópum samfélagsins. Samfylkingin vill snúa þessari þróun við, klípa ögn af eignastabba ríkasta 1 prósentsins og auðlindaarðinum í sjávarútvegi og nota svigrúmið sem þannig skapast til að styðja betur við barnafólk og þá hópa sem hafa setið eftir á undanförnum árum. Þetta er skynsamleg jafnaðarstefna – og nú erum við í dauðafæri að koma henni til framkvæmda. Höfundur skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun