Ætla að rampa upp Ísland með eitt þúsund römpum Árni Sæberg skrifar 20. september 2021 22:58 Haraldur Þorleifsson átti hugmyndina að Römpum upp Reykjavík. Vísir/Sigurjón Verkefnið Römpum upp Reykjavík hefur gengið vonum framar en átakið hefur skilað sér í eitt hundrað römpum sem bæta hjólastólaaðgengi í Reykjavík. Nú hafa aðstandendur verkefnisins ýtt Römpum upp Ísland úr vör en því verkefni er ætlað að byggja eitt þúsund rampa um allt land. Haraldur Þorleifsson, hugmyndasmiður og helsti styrktaraðili Römpum upp Reykjavík, segir í samtali við Vísi að markmið um að byggja 100 rampa á einu ári hafa tekist á innan við átta mánuðum. Hann þakkar árangurinn góðum móttökum Reykjavíkurborgar og góðum styrktaraðilum. „Borgin tók þetta bara strax í fangið og bjó til teymi hjá sér og breytti ferlum þannig að þetta gekk mjög hratt. Við gátum komið inn með umsóknir og þær voru afgreiddar oft bara samdægurs,“ segir Haraldur. Ætla að miða við kjörtímabilið „Við ætlum að reyna að gera þúsund rampa næst og við ætlum að miða við kjörtímabilið og taka 250 rampa á ári næstu fjögur árin,“ segir Haraldur. Hann segir að kynning á verkefninu sé þegar hafin og búið sé að tala við margt fólk. Því sé hann bjartsýnn um að markmiðið náist. „Við ætlum að taka staði út um allt land og byrja framkvæmdir strax í vor,“ segir Haraldur. Næst á dagskrá sé að hefja samtal við sveitarfélög landsins og athuga hvort þau vilji vera með í verkefninu. „Vonandi verður mjög breiður áhugi þar og ef allir vilja vera með getum við byrjað. Það er náttúrulega aðeins auðveldara að vinna í stærri sveitarfélögum en það er mjög mikilvægt að þetta verði dreift um landið,“ segir hann. We re about to complete the 100 ramps in Ramp up Reykjavik. Well ahead of schedule and under budget. I think it s a good time to announce that next we will Ramp up Iceland with 1000 new ramps in the next 4 years.We won t stop until this country is fully accessible.— Halli (@iamharaldur) September 20, 2021 Aðgengi sé upp og ofan Haraldur segir að aðgengi sé almennt betra í nýrri bæjarfélögum þó nokkuð beri á því að svindlað sé á reglugerðum sem kveði á um að gott aðgengi sé tryggt. „Í eldri bæjarfélögum getur þetta verið erfitt og margt sem þarf að laga,“ segir hann. Þó hafi reynslan af byggingu rampa í Reykjavík sýnt fram á að það sé oftast auðvelt að bæta aðgengi. Þegar verkefnið hafi verið komið almennilega í gang hafi tekist að byggja tvo ef ekki þrjá rampa á degi hverjum. „Ég held að eftir fjögur ár þegar við höfum náð að klára þessa þúsund rampa verði Ísland, að þessu leiti, mjög aðgengilegt land. Þótt það sé ýmislegt annað sem þurfi að laga,“ segir Haraldur að lokum. Félagsmál Reykjavík Tengdar fréttir Blásið til sóknar í aðgengismálum hreyfihamlaðra Blásið var til sóknar í úrbótum fyrir aðgengi fólks í hjólastólum að fyrirtækjum og stofnunum með forseta Íslands, forsætisráðherra, borgarstjóra og fórráðamönnum samtaka og fyrirtækja í Iðnó í dag. Stefnt er að samhentu átaki við byggingu hundrað rampa í Reykjavík á einu ári. 11. mars 2021 19:30 Hafa reist fimmtíu rampa á tveimur mánuðum Verkefnið Römpum upp Reykjavík var sett af stað þann 11. mars síðastliðinn. Markmiðið með verkefninu er að koma upp hundrað hjólastólarömpum í Reykjavík. Nú tveimur mánuðum síðar hafa fimmtíu rampar verið reistir. 23. júní 2021 17:11 Byrja í elstu húsunum þar sem aðgengið er verst Verkefninu Römpum upp Reykjavík var hrundið af stað í dag en markmiðið er að koma fyrir 100 römpum í Reykjavík fyrir fólk á hjólastólum eins fljótt og auðið er. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að veita þremur milljónum króna í styrk til Aðgengissjóðs Reykjavíkur, sem heldur utan um verkefnið. 11. mars 2021 15:37 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Haraldur Þorleifsson, hugmyndasmiður og helsti styrktaraðili Römpum upp Reykjavík, segir í samtali við Vísi að markmið um að byggja 100 rampa á einu ári hafa tekist á innan við átta mánuðum. Hann þakkar árangurinn góðum móttökum Reykjavíkurborgar og góðum styrktaraðilum. „Borgin tók þetta bara strax í fangið og bjó til teymi hjá sér og breytti ferlum þannig að þetta gekk mjög hratt. Við gátum komið inn með umsóknir og þær voru afgreiddar oft bara samdægurs,“ segir Haraldur. Ætla að miða við kjörtímabilið „Við ætlum að reyna að gera þúsund rampa næst og við ætlum að miða við kjörtímabilið og taka 250 rampa á ári næstu fjögur árin,“ segir Haraldur. Hann segir að kynning á verkefninu sé þegar hafin og búið sé að tala við margt fólk. Því sé hann bjartsýnn um að markmiðið náist. „Við ætlum að taka staði út um allt land og byrja framkvæmdir strax í vor,“ segir Haraldur. Næst á dagskrá sé að hefja samtal við sveitarfélög landsins og athuga hvort þau vilji vera með í verkefninu. „Vonandi verður mjög breiður áhugi þar og ef allir vilja vera með getum við byrjað. Það er náttúrulega aðeins auðveldara að vinna í stærri sveitarfélögum en það er mjög mikilvægt að þetta verði dreift um landið,“ segir hann. We re about to complete the 100 ramps in Ramp up Reykjavik. Well ahead of schedule and under budget. I think it s a good time to announce that next we will Ramp up Iceland with 1000 new ramps in the next 4 years.We won t stop until this country is fully accessible.— Halli (@iamharaldur) September 20, 2021 Aðgengi sé upp og ofan Haraldur segir að aðgengi sé almennt betra í nýrri bæjarfélögum þó nokkuð beri á því að svindlað sé á reglugerðum sem kveði á um að gott aðgengi sé tryggt. „Í eldri bæjarfélögum getur þetta verið erfitt og margt sem þarf að laga,“ segir hann. Þó hafi reynslan af byggingu rampa í Reykjavík sýnt fram á að það sé oftast auðvelt að bæta aðgengi. Þegar verkefnið hafi verið komið almennilega í gang hafi tekist að byggja tvo ef ekki þrjá rampa á degi hverjum. „Ég held að eftir fjögur ár þegar við höfum náð að klára þessa þúsund rampa verði Ísland, að þessu leiti, mjög aðgengilegt land. Þótt það sé ýmislegt annað sem þurfi að laga,“ segir Haraldur að lokum.
Félagsmál Reykjavík Tengdar fréttir Blásið til sóknar í aðgengismálum hreyfihamlaðra Blásið var til sóknar í úrbótum fyrir aðgengi fólks í hjólastólum að fyrirtækjum og stofnunum með forseta Íslands, forsætisráðherra, borgarstjóra og fórráðamönnum samtaka og fyrirtækja í Iðnó í dag. Stefnt er að samhentu átaki við byggingu hundrað rampa í Reykjavík á einu ári. 11. mars 2021 19:30 Hafa reist fimmtíu rampa á tveimur mánuðum Verkefnið Römpum upp Reykjavík var sett af stað þann 11. mars síðastliðinn. Markmiðið með verkefninu er að koma upp hundrað hjólastólarömpum í Reykjavík. Nú tveimur mánuðum síðar hafa fimmtíu rampar verið reistir. 23. júní 2021 17:11 Byrja í elstu húsunum þar sem aðgengið er verst Verkefninu Römpum upp Reykjavík var hrundið af stað í dag en markmiðið er að koma fyrir 100 römpum í Reykjavík fyrir fólk á hjólastólum eins fljótt og auðið er. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að veita þremur milljónum króna í styrk til Aðgengissjóðs Reykjavíkur, sem heldur utan um verkefnið. 11. mars 2021 15:37 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Blásið til sóknar í aðgengismálum hreyfihamlaðra Blásið var til sóknar í úrbótum fyrir aðgengi fólks í hjólastólum að fyrirtækjum og stofnunum með forseta Íslands, forsætisráðherra, borgarstjóra og fórráðamönnum samtaka og fyrirtækja í Iðnó í dag. Stefnt er að samhentu átaki við byggingu hundrað rampa í Reykjavík á einu ári. 11. mars 2021 19:30
Hafa reist fimmtíu rampa á tveimur mánuðum Verkefnið Römpum upp Reykjavík var sett af stað þann 11. mars síðastliðinn. Markmiðið með verkefninu er að koma upp hundrað hjólastólarömpum í Reykjavík. Nú tveimur mánuðum síðar hafa fimmtíu rampar verið reistir. 23. júní 2021 17:11
Byrja í elstu húsunum þar sem aðgengið er verst Verkefninu Römpum upp Reykjavík var hrundið af stað í dag en markmiðið er að koma fyrir 100 römpum í Reykjavík fyrir fólk á hjólastólum eins fljótt og auðið er. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að veita þremur milljónum króna í styrk til Aðgengissjóðs Reykjavíkur, sem heldur utan um verkefnið. 11. mars 2021 15:37