Sjá fyrir endann á ferðabanni til Bandaríkjanna: „Þetta eru auðvitað miklar gleðifréttir“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. september 2021 20:30 Guðlaugur Þór, utanríkisráðherra, og Bogi Nils, forstjóri Icelandair. Vísir/Vilhelm og Egill Utanríkisráðherra segir öllu muna að nú sjái loks fyrir endann á ferðabanni til Bandaríkjanna og Íslendingar geti ferðast þangað á ný. Bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að leyfa í nóvember bólusettum farþegum frá Schengen-svæðinu að koma aftur til landsins. Bannið hefur nú verið í gildi í eitt og hálft ár. „Þetta eru auðvitað miklar gleðifréttir og við erum búin að vera að vinna að þessu mjög lengi. Við höfum notað hvert einasta tækifæri til þess að þrýsta á um að þessu banni verði aflétt og átt fjölmarga fundi með bandarískum ráðamönnum vegna þessa,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. „Ég tók þetta til dæmis upp með Blinken utanríkisráðherra þegar hann kom hingað. Þannig að í stuttu máli þýðir þetta að Íslendingar geta aftur ferðast til Bandaríkjanna sem er auðvitað mjög mikilvægt og mjög mikið af Íslendingum sem eiga erindi þangað eins og við þekkjum.“ „Þetta hefur verið mjög erfitt en sem betur fer hefur okkur orðið ágengt þegar kemur að námsmönnum eða fólki þarf að sækja sér lækninga. Sendiráðið hér í Reykjavík, það er að segja bandaríska sendiráðið, hefur gert hvað það getur til þess að liðka fyrir slíka hluti en það er stór munur á því þegar við ýta eftir slíkum málum og það að banninu sé aflétt. Þannig að þetta munar auðvitað öllu að við séum loksins að sjá fyrir endann á þessu banni,“ segir Guðlaugur Þór. Mikla þýðingu fyrir starfsemi Icelandair Afnám ferðabannsins hefur veruleg áhrif á flugfélög í Evrópu. Í ágúst flaug Icelandair tvö hundruð sinnum í hverri viku til Bandaríkjanna ferðirnar voru fjögur hundruð tveimur árum fyrr. Icelandair flýgur nú til níu áfangastaða í Bandaríkjunum. Fyrir tilkynninguna um afnám ferðabannsins var í skoðun að fækka áfangastöðunum en nú kemur til greina að fjölga þeim. „Ef þetta gengur eftir þá er þetta auðvitað mjög mikilvægt og hefur mikla þýðingu fyrir okkar starfsemi. Því að okkar viðskiptalíkan gengur út á að vinna á þessum þremur mörkuðum. Til Íslands, frá Íslandi og um Ísland á milli Evrópu og Norður-Ameríku og núna í næstum því átján mánuði hefur sá markaður eiginlega verið lokaður fyrir okkur,“ segir Bogi Bils Bogason, forstjóri Icelandair. „Sá markaður hefur svona sögulega verið stærsti markaðurinn fyrir okkur. Þannig að ef þetta gengur eftir og Bandaríkin eru að opna fyrir okkur og aðra Evrópubúa sem að eru bólusettir þá skiptir það mjög miklu máli fyrir okkar starfsemi og er bara gríðarlega jákvætt skref.“ Icelandair Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Utanríkismál Tengdar fréttir Bandaríkin slaka á ferðabanni til landsins Yfirvöld í Bandaríkjunum munu frá og með nóvember næstkomandi slaka á ferðabanni til landsins sem verið hefur í gildi frá því í mars á síðasta ári. Fullbólusettir íslenskir ferðamenn munu því að öllum líkindum geta ferðast til Bandaríkjanna á ný eftir langt hlé. 20. september 2021 14:55 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
„Þetta eru auðvitað miklar gleðifréttir og við erum búin að vera að vinna að þessu mjög lengi. Við höfum notað hvert einasta tækifæri til þess að þrýsta á um að þessu banni verði aflétt og átt fjölmarga fundi með bandarískum ráðamönnum vegna þessa,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. „Ég tók þetta til dæmis upp með Blinken utanríkisráðherra þegar hann kom hingað. Þannig að í stuttu máli þýðir þetta að Íslendingar geta aftur ferðast til Bandaríkjanna sem er auðvitað mjög mikilvægt og mjög mikið af Íslendingum sem eiga erindi þangað eins og við þekkjum.“ „Þetta hefur verið mjög erfitt en sem betur fer hefur okkur orðið ágengt þegar kemur að námsmönnum eða fólki þarf að sækja sér lækninga. Sendiráðið hér í Reykjavík, það er að segja bandaríska sendiráðið, hefur gert hvað það getur til þess að liðka fyrir slíka hluti en það er stór munur á því þegar við ýta eftir slíkum málum og það að banninu sé aflétt. Þannig að þetta munar auðvitað öllu að við séum loksins að sjá fyrir endann á þessu banni,“ segir Guðlaugur Þór. Mikla þýðingu fyrir starfsemi Icelandair Afnám ferðabannsins hefur veruleg áhrif á flugfélög í Evrópu. Í ágúst flaug Icelandair tvö hundruð sinnum í hverri viku til Bandaríkjanna ferðirnar voru fjögur hundruð tveimur árum fyrr. Icelandair flýgur nú til níu áfangastaða í Bandaríkjunum. Fyrir tilkynninguna um afnám ferðabannsins var í skoðun að fækka áfangastöðunum en nú kemur til greina að fjölga þeim. „Ef þetta gengur eftir þá er þetta auðvitað mjög mikilvægt og hefur mikla þýðingu fyrir okkar starfsemi. Því að okkar viðskiptalíkan gengur út á að vinna á þessum þremur mörkuðum. Til Íslands, frá Íslandi og um Ísland á milli Evrópu og Norður-Ameríku og núna í næstum því átján mánuði hefur sá markaður eiginlega verið lokaður fyrir okkur,“ segir Bogi Bils Bogason, forstjóri Icelandair. „Sá markaður hefur svona sögulega verið stærsti markaðurinn fyrir okkur. Þannig að ef þetta gengur eftir og Bandaríkin eru að opna fyrir okkur og aðra Evrópubúa sem að eru bólusettir þá skiptir það mjög miklu máli fyrir okkar starfsemi og er bara gríðarlega jákvætt skref.“
Icelandair Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Utanríkismál Tengdar fréttir Bandaríkin slaka á ferðabanni til landsins Yfirvöld í Bandaríkjunum munu frá og með nóvember næstkomandi slaka á ferðabanni til landsins sem verið hefur í gildi frá því í mars á síðasta ári. Fullbólusettir íslenskir ferðamenn munu því að öllum líkindum geta ferðast til Bandaríkjanna á ný eftir langt hlé. 20. september 2021 14:55 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Bandaríkin slaka á ferðabanni til landsins Yfirvöld í Bandaríkjunum munu frá og með nóvember næstkomandi slaka á ferðabanni til landsins sem verið hefur í gildi frá því í mars á síðasta ári. Fullbólusettir íslenskir ferðamenn munu því að öllum líkindum geta ferðast til Bandaríkjanna á ný eftir langt hlé. 20. september 2021 14:55