Í hverju felst frelsi í menntamálum? Helga Lára Haarde skrifar 20. september 2021 07:31 Menntamál hafa ekki verið mjög fyrirferðarmikil í aðdraganda Alþingiskosninganna. Þau eru eigi að síður gríðarlega mikilvægur málaflokkur. Sjálfstæðisflokkurinn er málsvari frelsis, fjölbreytni og tækifæra. Það á ekki síst við í menntamálum. Óviðunandi staða menntakerfisins er flestum ljós. Lág laun kennara, erfið vinnuaðstaða, dvínandi árangur nemenda, sérstaklega drengja, líkt og kemur fram í PISA könnunum, er áhyggjuefni. Mér þykir ljóst að það sem vantar í menntakerfið er meiri fjölbreytni, meira val og meira frelsi. Það er gjarnan sagt um hægri menn að þeirra áherslur í menntakerfinu snúi aðeins að því að fjölga einkareknum skólum. Það er vissulega einn þáttur. Með fjölbreyttari flóru skóla bjóðast börnum fleiri tækifæri og foreldrum fjölbreyttari leiðir fyrir börnin sín. Hér skiptir þó öllu máli að tryggja að fjármagn fylgi barni óháð rekstrarformi skólans sem barnið sækir. Í Reykjavík er börnum hins vegar mismunað á þann hátt að lægra fjármagn fylgir þeim börnum sem sækja einkarekna skóla. Frelsi í menntamálum snýr þó ekki einungis að fleiri einkareknum skólum. Það þarf að veita skólum í almenna kerfinu miklu meira frelsi og auka sjálfstæði þeirra. Það þarf að draga hressilega úr miðstýringu í skólakerfinu. Það þarf að auka frelsi í námsvali og draga úr þessari miklu áherslu á lærdóm eftir fastri forskrift. Þannig virkjum við áhugasviðs hvers og eins. Íslenskt skólakerfi er fullt af frábæru fólki, kennurum og skólastjórnendum sem þekkja langbest fjölbreyttar þarfir sinna nemenda, hvernig best er að hvetja starfsfólk í starfi og hvernig best er að reka skóla. Það þarf að gefa kennurum meira frelsi og stuðla þannig að nýsköpun í skólastarfi. Hin mikla miðstýring kemur hins vegar í veg fyrir það að sé hægt. Þá þarf að breyta launakerfi stéttarinnar þannig að skólastjórnendur geti haft meira svigrúm til að semja um laun við sitt starfsfólk. Sú tregða sem virðist vera í skólakerfinu gagnvart því að fela þessu góða fagfólki meiri ábyrgð er óskiljanleg. Sjálfstæðisflokkurinn vill tryggja fjölbreytt rekstrarform í íslensku menntakerfi, styðja við nýsköpun og draga úr miðstýringu í skólastarfi. Góður stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn í kosningunum þann 25. september getur tryggt nýjar leiðir í menntamálum á Íslandi. Fyrir því vil ég berjast. Höfundur skipar 8. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Skóla - og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Sjá meira
Menntamál hafa ekki verið mjög fyrirferðarmikil í aðdraganda Alþingiskosninganna. Þau eru eigi að síður gríðarlega mikilvægur málaflokkur. Sjálfstæðisflokkurinn er málsvari frelsis, fjölbreytni og tækifæra. Það á ekki síst við í menntamálum. Óviðunandi staða menntakerfisins er flestum ljós. Lág laun kennara, erfið vinnuaðstaða, dvínandi árangur nemenda, sérstaklega drengja, líkt og kemur fram í PISA könnunum, er áhyggjuefni. Mér þykir ljóst að það sem vantar í menntakerfið er meiri fjölbreytni, meira val og meira frelsi. Það er gjarnan sagt um hægri menn að þeirra áherslur í menntakerfinu snúi aðeins að því að fjölga einkareknum skólum. Það er vissulega einn þáttur. Með fjölbreyttari flóru skóla bjóðast börnum fleiri tækifæri og foreldrum fjölbreyttari leiðir fyrir börnin sín. Hér skiptir þó öllu máli að tryggja að fjármagn fylgi barni óháð rekstrarformi skólans sem barnið sækir. Í Reykjavík er börnum hins vegar mismunað á þann hátt að lægra fjármagn fylgir þeim börnum sem sækja einkarekna skóla. Frelsi í menntamálum snýr þó ekki einungis að fleiri einkareknum skólum. Það þarf að veita skólum í almenna kerfinu miklu meira frelsi og auka sjálfstæði þeirra. Það þarf að draga hressilega úr miðstýringu í skólakerfinu. Það þarf að auka frelsi í námsvali og draga úr þessari miklu áherslu á lærdóm eftir fastri forskrift. Þannig virkjum við áhugasviðs hvers og eins. Íslenskt skólakerfi er fullt af frábæru fólki, kennurum og skólastjórnendum sem þekkja langbest fjölbreyttar þarfir sinna nemenda, hvernig best er að hvetja starfsfólk í starfi og hvernig best er að reka skóla. Það þarf að gefa kennurum meira frelsi og stuðla þannig að nýsköpun í skólastarfi. Hin mikla miðstýring kemur hins vegar í veg fyrir það að sé hægt. Þá þarf að breyta launakerfi stéttarinnar þannig að skólastjórnendur geti haft meira svigrúm til að semja um laun við sitt starfsfólk. Sú tregða sem virðist vera í skólakerfinu gagnvart því að fela þessu góða fagfólki meiri ábyrgð er óskiljanleg. Sjálfstæðisflokkurinn vill tryggja fjölbreytt rekstrarform í íslensku menntakerfi, styðja við nýsköpun og draga úr miðstýringu í skólastarfi. Góður stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn í kosningunum þann 25. september getur tryggt nýjar leiðir í menntamálum á Íslandi. Fyrir því vil ég berjast. Höfundur skipar 8. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun