Í hverju felst frelsi í menntamálum? Helga Lára Haarde skrifar 20. september 2021 07:31 Menntamál hafa ekki verið mjög fyrirferðarmikil í aðdraganda Alþingiskosninganna. Þau eru eigi að síður gríðarlega mikilvægur málaflokkur. Sjálfstæðisflokkurinn er málsvari frelsis, fjölbreytni og tækifæra. Það á ekki síst við í menntamálum. Óviðunandi staða menntakerfisins er flestum ljós. Lág laun kennara, erfið vinnuaðstaða, dvínandi árangur nemenda, sérstaklega drengja, líkt og kemur fram í PISA könnunum, er áhyggjuefni. Mér þykir ljóst að það sem vantar í menntakerfið er meiri fjölbreytni, meira val og meira frelsi. Það er gjarnan sagt um hægri menn að þeirra áherslur í menntakerfinu snúi aðeins að því að fjölga einkareknum skólum. Það er vissulega einn þáttur. Með fjölbreyttari flóru skóla bjóðast börnum fleiri tækifæri og foreldrum fjölbreyttari leiðir fyrir börnin sín. Hér skiptir þó öllu máli að tryggja að fjármagn fylgi barni óháð rekstrarformi skólans sem barnið sækir. Í Reykjavík er börnum hins vegar mismunað á þann hátt að lægra fjármagn fylgir þeim börnum sem sækja einkarekna skóla. Frelsi í menntamálum snýr þó ekki einungis að fleiri einkareknum skólum. Það þarf að veita skólum í almenna kerfinu miklu meira frelsi og auka sjálfstæði þeirra. Það þarf að draga hressilega úr miðstýringu í skólakerfinu. Það þarf að auka frelsi í námsvali og draga úr þessari miklu áherslu á lærdóm eftir fastri forskrift. Þannig virkjum við áhugasviðs hvers og eins. Íslenskt skólakerfi er fullt af frábæru fólki, kennurum og skólastjórnendum sem þekkja langbest fjölbreyttar þarfir sinna nemenda, hvernig best er að hvetja starfsfólk í starfi og hvernig best er að reka skóla. Það þarf að gefa kennurum meira frelsi og stuðla þannig að nýsköpun í skólastarfi. Hin mikla miðstýring kemur hins vegar í veg fyrir það að sé hægt. Þá þarf að breyta launakerfi stéttarinnar þannig að skólastjórnendur geti haft meira svigrúm til að semja um laun við sitt starfsfólk. Sú tregða sem virðist vera í skólakerfinu gagnvart því að fela þessu góða fagfólki meiri ábyrgð er óskiljanleg. Sjálfstæðisflokkurinn vill tryggja fjölbreytt rekstrarform í íslensku menntakerfi, styðja við nýsköpun og draga úr miðstýringu í skólastarfi. Góður stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn í kosningunum þann 25. september getur tryggt nýjar leiðir í menntamálum á Íslandi. Fyrir því vil ég berjast. Höfundur skipar 8. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Skóla - og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Menntamál hafa ekki verið mjög fyrirferðarmikil í aðdraganda Alþingiskosninganna. Þau eru eigi að síður gríðarlega mikilvægur málaflokkur. Sjálfstæðisflokkurinn er málsvari frelsis, fjölbreytni og tækifæra. Það á ekki síst við í menntamálum. Óviðunandi staða menntakerfisins er flestum ljós. Lág laun kennara, erfið vinnuaðstaða, dvínandi árangur nemenda, sérstaklega drengja, líkt og kemur fram í PISA könnunum, er áhyggjuefni. Mér þykir ljóst að það sem vantar í menntakerfið er meiri fjölbreytni, meira val og meira frelsi. Það er gjarnan sagt um hægri menn að þeirra áherslur í menntakerfinu snúi aðeins að því að fjölga einkareknum skólum. Það er vissulega einn þáttur. Með fjölbreyttari flóru skóla bjóðast börnum fleiri tækifæri og foreldrum fjölbreyttari leiðir fyrir börnin sín. Hér skiptir þó öllu máli að tryggja að fjármagn fylgi barni óháð rekstrarformi skólans sem barnið sækir. Í Reykjavík er börnum hins vegar mismunað á þann hátt að lægra fjármagn fylgir þeim börnum sem sækja einkarekna skóla. Frelsi í menntamálum snýr þó ekki einungis að fleiri einkareknum skólum. Það þarf að veita skólum í almenna kerfinu miklu meira frelsi og auka sjálfstæði þeirra. Það þarf að draga hressilega úr miðstýringu í skólakerfinu. Það þarf að auka frelsi í námsvali og draga úr þessari miklu áherslu á lærdóm eftir fastri forskrift. Þannig virkjum við áhugasviðs hvers og eins. Íslenskt skólakerfi er fullt af frábæru fólki, kennurum og skólastjórnendum sem þekkja langbest fjölbreyttar þarfir sinna nemenda, hvernig best er að hvetja starfsfólk í starfi og hvernig best er að reka skóla. Það þarf að gefa kennurum meira frelsi og stuðla þannig að nýsköpun í skólastarfi. Hin mikla miðstýring kemur hins vegar í veg fyrir það að sé hægt. Þá þarf að breyta launakerfi stéttarinnar þannig að skólastjórnendur geti haft meira svigrúm til að semja um laun við sitt starfsfólk. Sú tregða sem virðist vera í skólakerfinu gagnvart því að fela þessu góða fagfólki meiri ábyrgð er óskiljanleg. Sjálfstæðisflokkurinn vill tryggja fjölbreytt rekstrarform í íslensku menntakerfi, styðja við nýsköpun og draga úr miðstýringu í skólastarfi. Góður stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn í kosningunum þann 25. september getur tryggt nýjar leiðir í menntamálum á Íslandi. Fyrir því vil ég berjast. Höfundur skipar 8. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun