Áhugaverðir sex mánuðir að baki Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. september 2021 13:19 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Vísir/Vilhelm Eldgosið í Geldingadölum hefur í dag staðið yfir í hálft ár og er nú það langlífasta á 21. öldinni, hefur staðið samfleytt yfir í 184 daga borið saman við fyrra met sem var í Holuhrauni en þar stóð gosið yfir í 181 dag. Gosið hófst þann nítjánda mars eftir hrinu skjálfta sem staðið hafði linnulaust í tæplega eitt og hálft ár og boðað var til íbúafundar í Grindavík þann tuttugasta janúar í fyrra vegna yfirvofandi hættu á eldgosi. Ekkert lát var á skjálftunum fyrr en í mars á þessu ári þegar loks létti á spennu og gosið hófst. Mun betur fór en á horfðist því gosið reyndist lítið og hafa nú tæplega þrjú hundruð þúsund ferðir verið farnar að gosstöðvunum. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir þetta hafa verið áhugaverða sex mánuði. „Kannski stærsta breytingin sem við höfum séð er að dalir sem voru þarna í Fagradalsfjalli eru horfnir undir hraun. Það hefur í raun og verið að myndast nýtt landslag. Við erum búin að hlaða þarna upp ansi myndarlegum gíg sem rís allt að 130 til 140 metra yfir upprunalega yfirborðið,” segir Þorvaldur. Hætta skapaðist við gosstöðvarnar í fyrrinótt þegar hraun tók að streyma niður Nátthaga af fullum krafti, líkt og sjá má á þessu myndskeiði. Töluverð virkni var í gosinu í gær en hún virðist hafa lognast út af um klukkan 18 í gærkvöld. Þorvaldur segir gosið síbreytilegt og fasana orðna ansi marga. Hraunið sjálft sé hins vegar ekki síður áhugavert. „Við erum með mjög fjölbreytilegar hrauntegundir í þessari hraunbreiðu sem hefur myndast í gosinu. Við forum alveg frá helluhrauni yfir á apalhraun og allar tegundir þar á milli. Að sama skapi kemur það á óvart vegna þess að yfirleitt hafa menn tengt myndun einstakra hraunategunda við framleiðnina í gosinu og eins hegðunina í gígnum. En í þessu gosi virðast eiginlega engin tengsl vera þar á milli,” segir hann og bætir við að flest bendi til þess að gosið verði langlíft. Í færslu frá Eldfjalla- og náttúruvárhópi Suðurlands segir að órói hafi farið lækkandi síðan í gær, og hafi verið að fjara út í hátt í sólarhring. Það sé þróun sem sé nokkuð úr takti við það sem verið hefur. „Öflugum goshrinum í Fagradalsfjalli hafa síðustu mánuði gjarnan fylgt minni virkni, jafnvel goshlé. Í öllum tilfellum hefur virknin hins vegar fallið mjög skarpt eftir goshrinurnar og yfirborðsvirkni dottið alfarið niður á örfáum mínútum. Hvaða breytingar eru að eiga sér stað í gosvirkninni núna er hins vegar ómögulegt að segja til um,“ segir í færslunni. Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Sjá meira
Gosið hófst þann nítjánda mars eftir hrinu skjálfta sem staðið hafði linnulaust í tæplega eitt og hálft ár og boðað var til íbúafundar í Grindavík þann tuttugasta janúar í fyrra vegna yfirvofandi hættu á eldgosi. Ekkert lát var á skjálftunum fyrr en í mars á þessu ári þegar loks létti á spennu og gosið hófst. Mun betur fór en á horfðist því gosið reyndist lítið og hafa nú tæplega þrjú hundruð þúsund ferðir verið farnar að gosstöðvunum. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir þetta hafa verið áhugaverða sex mánuði. „Kannski stærsta breytingin sem við höfum séð er að dalir sem voru þarna í Fagradalsfjalli eru horfnir undir hraun. Það hefur í raun og verið að myndast nýtt landslag. Við erum búin að hlaða þarna upp ansi myndarlegum gíg sem rís allt að 130 til 140 metra yfir upprunalega yfirborðið,” segir Þorvaldur. Hætta skapaðist við gosstöðvarnar í fyrrinótt þegar hraun tók að streyma niður Nátthaga af fullum krafti, líkt og sjá má á þessu myndskeiði. Töluverð virkni var í gosinu í gær en hún virðist hafa lognast út af um klukkan 18 í gærkvöld. Þorvaldur segir gosið síbreytilegt og fasana orðna ansi marga. Hraunið sjálft sé hins vegar ekki síður áhugavert. „Við erum með mjög fjölbreytilegar hrauntegundir í þessari hraunbreiðu sem hefur myndast í gosinu. Við forum alveg frá helluhrauni yfir á apalhraun og allar tegundir þar á milli. Að sama skapi kemur það á óvart vegna þess að yfirleitt hafa menn tengt myndun einstakra hraunategunda við framleiðnina í gosinu og eins hegðunina í gígnum. En í þessu gosi virðast eiginlega engin tengsl vera þar á milli,” segir hann og bætir við að flest bendi til þess að gosið verði langlíft. Í færslu frá Eldfjalla- og náttúruvárhópi Suðurlands segir að órói hafi farið lækkandi síðan í gær, og hafi verið að fjara út í hátt í sólarhring. Það sé þróun sem sé nokkuð úr takti við það sem verið hefur. „Öflugum goshrinum í Fagradalsfjalli hafa síðustu mánuði gjarnan fylgt minni virkni, jafnvel goshlé. Í öllum tilfellum hefur virknin hins vegar fallið mjög skarpt eftir goshrinurnar og yfirborðsvirkni dottið alfarið niður á örfáum mínútum. Hvaða breytingar eru að eiga sér stað í gosvirkninni núna er hins vegar ómögulegt að segja til um,“ segir í færslunni.
Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Sjá meira