Brosið fer ekki af Hrunamönnum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. nóvember 2025 19:37 Jóhanna Valgeirsdóttir, hjúkrunarstjóri á nýju heilsugæslustöðinni (t.v.) og Díana Óskarsdóttir forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Magnús Hlynur Hreiðarsson Brosið fer ekki af íbúum á Flúðum og í sveitunum þar í kring því nú er búið að opna nýja og glæsilega heilsugæslustöð á staðnum þar sem ellefu vinna, þar af þrír fastráðnir læknar. Nýja heilsugæslustöðin, sem hefur fengið nafnið Heilsugæsla uppsveita er til húsa í nýrri húsaröð rétt hjá félagsheimilinu. Starfsemin hófst með opnu húsi í vikunni þar sem íbúar fengu að skoða herlegheitin og þiggja veitingar. Á nýju ári mun Apótek Suðurlands svo opna apótek við hliðina á nýju stöðinni. Heilsugæsla uppsveita er í nýju 400 fermetra húsnæði á Flúðum þar sem 11 starfsmenn vinna.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta verður bara fín heilsugæslustöð. Hún þjónar öllum uppsveitunum og við ætlum bara að leggja okkur fram að veita, sem besta þjónustu eins og við höfum gert,“ segir Jóhanna Valgeirsdóttir, hjúkrunarstjóri á nýju heilsugæslustöðinni. Heilsugæslustöðin var í Laugarási í Bláskógabyggð en þar hefur nú verið skellt í lás og stöðin komin í Hrunamannahrepp. „Þetta breytir því að nú erum við komin með þjónustuna nær annarri þjónustu. Við erum að fara að fá apótek hérna við hliðina á heilsugæslunni, þetta breytir svona samfellunni í þeirri þjónustu, sem við erum að veita,“ segir Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Ellefu starfsmenn vinna á nýju stöðinni, þar af þrír fastráðnir læknar en skjólstæðingar stöðvarinnar eru um þrjú þúsund plús allir ferðamennirnir, sem eru í uppsveitunum á hverjum tíma. „Ég held aðallega að þetta breyti því að starfsfólkið hlýtur að vera ánægðara í nýju og flottu húsnæði með þeim nútíma kröfum, sem að við viljum hafa en ekki síður að apótekið er að opna hérna við hlið heilsugæslunnar, sem skiptir gríðarlega máli upp á þjónustustig fyrir íbúa,“ segir Jón Bjarnason oddviti, Hrunamannahrepps. Séra Óskar Hafsteinn Óskarsson, prestur í Hruna mætti með dóttur sína í opna húsið (t.v.) en hér er hann að spjalla við Jón oddvita Hrunamannahrepps.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað finnst íbúum á svæðinu um nýju heilsugæslustöðina? „Mér líst bara ljómandi vel á hana. Þetta mun breyta því að það verður apótek hérna, það er það, sem gerir alveg gæfumuninn,“ segir Rúnar Bjarnason, íbúi á Húsatóftum 1a í Skeiða og Gnúpverjahreppi. Rúnar Bjarnason íbúi á Húsatóftum 1a , sem er alsæll með nýju heilsugæslustöðina enda fer brosið varla af honum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er bara frábært að fá þetta í nágrennið, við bara þökkum fyrir þetta,“ segir Guðrún Kristín Þorsteinsdóttir, íbúi í Þverspyrnu í Hrunamannahreppi. Guðrún Kristín Þorsteinsdóttir, sem býr á bænum í Þverspyrnu í Hrunamannahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er algjört æði og svo kemur apótekið bráðum. Við erum alsæl hér i Hrunamannahreppi, heldur betur,“ segir Elín Kristmundsdóttir, íbúi í Haukholtum í Hrunamannahreppi. Elín Kristmundsdóttir, sem býr á bænum í Haukholtum í HrunamannahreppiMagnús Hlynur Hreiðarsson Heilbrigðismál Hrunamannahreppur Heilsugæsla Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sjá meira
Nýja heilsugæslustöðin, sem hefur fengið nafnið Heilsugæsla uppsveita er til húsa í nýrri húsaröð rétt hjá félagsheimilinu. Starfsemin hófst með opnu húsi í vikunni þar sem íbúar fengu að skoða herlegheitin og þiggja veitingar. Á nýju ári mun Apótek Suðurlands svo opna apótek við hliðina á nýju stöðinni. Heilsugæsla uppsveita er í nýju 400 fermetra húsnæði á Flúðum þar sem 11 starfsmenn vinna.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta verður bara fín heilsugæslustöð. Hún þjónar öllum uppsveitunum og við ætlum bara að leggja okkur fram að veita, sem besta þjónustu eins og við höfum gert,“ segir Jóhanna Valgeirsdóttir, hjúkrunarstjóri á nýju heilsugæslustöðinni. Heilsugæslustöðin var í Laugarási í Bláskógabyggð en þar hefur nú verið skellt í lás og stöðin komin í Hrunamannahrepp. „Þetta breytir því að nú erum við komin með þjónustuna nær annarri þjónustu. Við erum að fara að fá apótek hérna við hliðina á heilsugæslunni, þetta breytir svona samfellunni í þeirri þjónustu, sem við erum að veita,“ segir Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Ellefu starfsmenn vinna á nýju stöðinni, þar af þrír fastráðnir læknar en skjólstæðingar stöðvarinnar eru um þrjú þúsund plús allir ferðamennirnir, sem eru í uppsveitunum á hverjum tíma. „Ég held aðallega að þetta breyti því að starfsfólkið hlýtur að vera ánægðara í nýju og flottu húsnæði með þeim nútíma kröfum, sem að við viljum hafa en ekki síður að apótekið er að opna hérna við hlið heilsugæslunnar, sem skiptir gríðarlega máli upp á þjónustustig fyrir íbúa,“ segir Jón Bjarnason oddviti, Hrunamannahrepps. Séra Óskar Hafsteinn Óskarsson, prestur í Hruna mætti með dóttur sína í opna húsið (t.v.) en hér er hann að spjalla við Jón oddvita Hrunamannahrepps.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað finnst íbúum á svæðinu um nýju heilsugæslustöðina? „Mér líst bara ljómandi vel á hana. Þetta mun breyta því að það verður apótek hérna, það er það, sem gerir alveg gæfumuninn,“ segir Rúnar Bjarnason, íbúi á Húsatóftum 1a í Skeiða og Gnúpverjahreppi. Rúnar Bjarnason íbúi á Húsatóftum 1a , sem er alsæll með nýju heilsugæslustöðina enda fer brosið varla af honum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er bara frábært að fá þetta í nágrennið, við bara þökkum fyrir þetta,“ segir Guðrún Kristín Þorsteinsdóttir, íbúi í Þverspyrnu í Hrunamannahreppi. Guðrún Kristín Þorsteinsdóttir, sem býr á bænum í Þverspyrnu í Hrunamannahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er algjört æði og svo kemur apótekið bráðum. Við erum alsæl hér i Hrunamannahreppi, heldur betur,“ segir Elín Kristmundsdóttir, íbúi í Haukholtum í Hrunamannahreppi. Elín Kristmundsdóttir, sem býr á bænum í Haukholtum í HrunamannahreppiMagnús Hlynur Hreiðarsson
Heilbrigðismál Hrunamannahreppur Heilsugæsla Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sjá meira