Ásakandi Andrésar getur birt honum stefnu vestra Kjartan Kjartansson skrifar 17. september 2021 15:01 Giuffre heldur því fram að Andrés prins hafi vitað af því að hún væri sautján ára gömul og fórnarlamb mansals þegar hann misnotaði hana fyrir um tuttugu árum. Prinsinn hefur neitað allri sök. Vísir/EPA Dómari í New York í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu að kona sem sakar Andrés prins um að hafa níðst á sér þegar hún var undir lögaldri geti birt honum stefnu þar vestra. Lögmenn Andrésar reyna að þræta fyrir að honum hafi verið birt stefna konunnar í Bretlandi á lögmætan hátt. Virginia Giuffre stefndi Andrési, hertoga af Jórvík, í Bandaríkjunum en hún sakar hann um að hafa misnotað sig kynferðislega þegar hún var undir lögaldri. Hún heldur því fram að Andrés hafi vitað að hún væri fórnarlamb mansals Jeffreys Epstein, bandarísks auðkýfings, sem hefur verið sakaður um stórfelld kynferðisbrot og mansal á ungum konum. Epstein svipti sig lífi í bandarísku fangelsi í fyrra. Andrés prins, sem er næstelsti sonur Elísabetar Bretadrottningar, hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu. Ekki aðeins það heldur segist hann ekki minnast þess að hafa nokkru sinni hitt Giuffre. Deilt hefur verið um það fyrir breskum dómstólum hvort Giuffre geti birt Andrési stefnu sína þar í landi. Lögmenn Andrésar hafa haldið því fram að það hafi verið gert með ólögmætum hætti og því hafi honum enn ekki verið birt stefnan. Mikið er í húfi því teljist stefnan hafa verið birt Andrési verður hann að taka til varna fyrir dómi því annars gæti hann átt á hættu að tapa málinu sjálfkrafa, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Nú hefur dómari í New York sagt að Giuffre geti birt lögmanni Andrésar í Bandaríkjunum stefnuna. Vísaði hann til þess að lögmenn Giuffre hefðu þegar reynt að birta Andrési stefnuna í Bretlandi samkvæmt reglum alþjóðlegs samnings sem bæði Bandaríkin og Bretland eiga aðild að. Dómari á Bretlandi hefur þegar fallist á að hægt sé að birta Andrési stefnuna þar. Hann hefur gefið lögmönnum prinsins frest fram á næsta föstudag til að áfrýja þeirri niðurstöðu. Mál Jeffrey Epstein Bretland Kóngafólk Mál Andrésar prins Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Sjá meira
Virginia Giuffre stefndi Andrési, hertoga af Jórvík, í Bandaríkjunum en hún sakar hann um að hafa misnotað sig kynferðislega þegar hún var undir lögaldri. Hún heldur því fram að Andrés hafi vitað að hún væri fórnarlamb mansals Jeffreys Epstein, bandarísks auðkýfings, sem hefur verið sakaður um stórfelld kynferðisbrot og mansal á ungum konum. Epstein svipti sig lífi í bandarísku fangelsi í fyrra. Andrés prins, sem er næstelsti sonur Elísabetar Bretadrottningar, hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu. Ekki aðeins það heldur segist hann ekki minnast þess að hafa nokkru sinni hitt Giuffre. Deilt hefur verið um það fyrir breskum dómstólum hvort Giuffre geti birt Andrési stefnu sína þar í landi. Lögmenn Andrésar hafa haldið því fram að það hafi verið gert með ólögmætum hætti og því hafi honum enn ekki verið birt stefnan. Mikið er í húfi því teljist stefnan hafa verið birt Andrési verður hann að taka til varna fyrir dómi því annars gæti hann átt á hættu að tapa málinu sjálfkrafa, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Nú hefur dómari í New York sagt að Giuffre geti birt lögmanni Andrésar í Bandaríkjunum stefnuna. Vísaði hann til þess að lögmenn Giuffre hefðu þegar reynt að birta Andrési stefnuna í Bretlandi samkvæmt reglum alþjóðlegs samnings sem bæði Bandaríkin og Bretland eiga aðild að. Dómari á Bretlandi hefur þegar fallist á að hægt sé að birta Andrési stefnuna þar. Hann hefur gefið lögmönnum prinsins frest fram á næsta föstudag til að áfrýja þeirri niðurstöðu.
Mál Jeffrey Epstein Bretland Kóngafólk Mál Andrésar prins Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Sjá meira