Aukum jöfnuð í samfélaginu Guðmundur Ragnarsson skrifar 16. september 2021 08:01 Til að koma á auknum jöfnuði í samfélagið þurfum við að koma á efnahagslegum stöðugleika sem er varanlegur til framtíðar. Efnahagslegur óstöðuleiki er ein helsta ástæða þess að félagsleg úrræði og kerfi hafa ekki náð að byggjast upp og festa sig í sessi hjá okkur til að tryggja meiri jöfnuð í samfélaginu. Þetta er eitt af því mikilvægasta sem við þurfum að fara í til að tryggja stöðu þeirra sem lökustu hafa kjörin og um leið er kominn grunnur fyrir vinnumarkaðsmódel sem tryggt getur meiri frið á vinnumarkaði. Stjórnmálin verða að vera tilbúin að axla ábyrgð á þeim félagslega stöðugleika sem vinnumarkaðurinn er alltaf að kalla eftir og vill fá sem öryggisventil við gerð kjarasamninga. Þegar því markmiði er náð er kominn grundvöllur fyrir því að koma á samfélagssáttmála þvert á pólitíska flokka til að tryggja tilvist svona kerfis sem allir ætla að standa með og halda vörð um. Að allir geti alið börnin sín upp í öruggu húsnæði og framfleytt sér og sínum með sjálfsvirðinguna í lagi eru mannréttindi sem við verðum að tryggja. Allir þeir sáttmálar og samningar um félagslegar lausnir sem gerðir hafa verið við gerð kjarasamninga hafa ítrekað ekki gengið eftir eða lausnirnar ekki virkað. Það byggir enginn upp félagslegan stöðugleika með plástralækningum við gerð kjarasamninga í verkföllum. Komum á félagslegu kerfi sem virkar Þetta verður að vera gert heildstætt, með framtíðarsýn og byggt upp á traustum grunni. Við getum sótt fyrirmyndirnar til annarra þjóða sem hafa byggt upp svona kerfi, það er okkar að velja það besta. Hugsanlega eigum við fyrir þessu ef skipt verður um gjaldmiðil, kostnaðurinn vegna krónunnar er mikill, ótrúlegar upphæðir í milljörðum hafa verið nefndar hvað hún kostar okkur. Þeim fjármunum yrði betur varið í að auka jöfnuð í samfélaginu en í þá botnlausu hít að halda krónunni lifandi. Grunnurinn að félagslegum stöðugleika er öflugt atvinnulíf og friður á vinnumarkaði. Við séum meðvituð um hvað er til skiptanna við gerð kjarasamninga og þeir sem betur hafa það verða að leggja sitt af mörkum til að fjármagna verkefnið með réttlátara skattkerfi. Það vilja allir meiri jöfnuð í samfélagið. Þurfum nýjan drifkraft í stjórnmálin Það þarf nýtt afl til forystu inn í íslensk stjórnmál til að gera breytingar, afl sem er tilbúið er að fara nýjar leiðir, hefur hugmyndafræðina og kjarkinn til að koma þessu á. Eru gömlu flokkarnir ekki fullreyndir jafnvel þó þeir beri fyrir sig félagshyggju og jöfnuð? Flokkarnir hafa einangrað sig frá almenningi í landinu og eru ekki að svara þeim kröfum sem kallað er eftir varðandi breytingar á flestum sviðum. Það þarf að hlusta á kröfur frá samtökum launamanna, en þær þurfa líka að vera raunsæjar og ábyrgar. Til að byggja upp aukinn jöfnuð í þessu litla samfélagi okkar þá verður að koma á félagslegum stöðugleika þannig að allir fái að njóta þess sem þetta auðuga land býður upp á, en ekki bara sumir. Aukum jöfnuð í samfélaginu og kjósum Viðreisn. Höfundur skipar fjórða sæti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður . Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Guðmundur Ragnarsson Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Til að koma á auknum jöfnuði í samfélagið þurfum við að koma á efnahagslegum stöðugleika sem er varanlegur til framtíðar. Efnahagslegur óstöðuleiki er ein helsta ástæða þess að félagsleg úrræði og kerfi hafa ekki náð að byggjast upp og festa sig í sessi hjá okkur til að tryggja meiri jöfnuð í samfélaginu. Þetta er eitt af því mikilvægasta sem við þurfum að fara í til að tryggja stöðu þeirra sem lökustu hafa kjörin og um leið er kominn grunnur fyrir vinnumarkaðsmódel sem tryggt getur meiri frið á vinnumarkaði. Stjórnmálin verða að vera tilbúin að axla ábyrgð á þeim félagslega stöðugleika sem vinnumarkaðurinn er alltaf að kalla eftir og vill fá sem öryggisventil við gerð kjarasamninga. Þegar því markmiði er náð er kominn grundvöllur fyrir því að koma á samfélagssáttmála þvert á pólitíska flokka til að tryggja tilvist svona kerfis sem allir ætla að standa með og halda vörð um. Að allir geti alið börnin sín upp í öruggu húsnæði og framfleytt sér og sínum með sjálfsvirðinguna í lagi eru mannréttindi sem við verðum að tryggja. Allir þeir sáttmálar og samningar um félagslegar lausnir sem gerðir hafa verið við gerð kjarasamninga hafa ítrekað ekki gengið eftir eða lausnirnar ekki virkað. Það byggir enginn upp félagslegan stöðugleika með plástralækningum við gerð kjarasamninga í verkföllum. Komum á félagslegu kerfi sem virkar Þetta verður að vera gert heildstætt, með framtíðarsýn og byggt upp á traustum grunni. Við getum sótt fyrirmyndirnar til annarra þjóða sem hafa byggt upp svona kerfi, það er okkar að velja það besta. Hugsanlega eigum við fyrir þessu ef skipt verður um gjaldmiðil, kostnaðurinn vegna krónunnar er mikill, ótrúlegar upphæðir í milljörðum hafa verið nefndar hvað hún kostar okkur. Þeim fjármunum yrði betur varið í að auka jöfnuð í samfélaginu en í þá botnlausu hít að halda krónunni lifandi. Grunnurinn að félagslegum stöðugleika er öflugt atvinnulíf og friður á vinnumarkaði. Við séum meðvituð um hvað er til skiptanna við gerð kjarasamninga og þeir sem betur hafa það verða að leggja sitt af mörkum til að fjármagna verkefnið með réttlátara skattkerfi. Það vilja allir meiri jöfnuð í samfélagið. Þurfum nýjan drifkraft í stjórnmálin Það þarf nýtt afl til forystu inn í íslensk stjórnmál til að gera breytingar, afl sem er tilbúið er að fara nýjar leiðir, hefur hugmyndafræðina og kjarkinn til að koma þessu á. Eru gömlu flokkarnir ekki fullreyndir jafnvel þó þeir beri fyrir sig félagshyggju og jöfnuð? Flokkarnir hafa einangrað sig frá almenningi í landinu og eru ekki að svara þeim kröfum sem kallað er eftir varðandi breytingar á flestum sviðum. Það þarf að hlusta á kröfur frá samtökum launamanna, en þær þurfa líka að vera raunsæjar og ábyrgar. Til að byggja upp aukinn jöfnuð í þessu litla samfélagi okkar þá verður að koma á félagslegum stöðugleika þannig að allir fái að njóta þess sem þetta auðuga land býður upp á, en ekki bara sumir. Aukum jöfnuð í samfélaginu og kjósum Viðreisn. Höfundur skipar fjórða sæti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður .
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun