Að veikjast utan opnunartíma – íslenskur veruleiki af landsbyggðunum Bjarki Eiríksson skrifar 14. september 2021 11:32 Margir foreldrar kannast við að þurfa að bruna um miðja nótt niður á Landspítala með barn með svæsna eyrnabólgu sem verður að meðhöndla strax. Aðrir ættu líka að þekkja það að keyra akút niður á bráðamóttöku með unglinginn sinn með heilahristing sem hann hlaut á íþróttaæfingu. Sem betur fer er þó hægt að komast undir hendur lækna og/eða hjúkrunarfræðinga með góðu móti á tiltölulega skömmum tíma og fá bót meina barna sinna, og síns sjálfs að sjálfsögðu. Þetta er hinsvegar ekki raunveruleiki okkar sem búum á landsbyggðunum. Undirritaður býr á Hellu í Rangárþingi Ytra. Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) rekur heilsugæslustöðvar á Hellu og Hvolsvelli í Rangárvallasýslu en einnig í Hveragerði, Laugarási og Þorlákshöfn, Vík í Mýrdal og á Kirkjubæjarklaustri. Þá eru heilbrigðisstofnanir reknar á Selfossi, Vestmannaeyjum og Hornafirði. Opnunartími heilsugæslustöðvanna á Hellu og Hvolsvelli var lengi vel frá klukkan 8-16 en með styttingu vinnutíma loka þær nú klukkan 15 á daginn, lokað er um helgar og á sumrin er stöðvunum lokað á víxl. Í sumar var stöðin á Hellu lokuð. Afleiðingin er sú að þegar við, íbúar Rangárvallasýslu, veikjumst utan opnunartíma heilsugæslustöðvanna, þ.e. eftir klukkan 15, neyðumst við oftar en ekki til þess að leggja á okkur langt ferðalag til að fá bót meina okkar. Þótt læknir sé á svæðinu er hann ekki kallaður út heldur er okkur gert að keyra alla leið á Selfoss til að komast undir læknishendur. Rétt er að benda á að auðvitað geta verið undantekningar á þessu eins og í mjög alvarlegum tilfellum, eins og þegar svokölluð F1 og F2 útköll eru, (sem eru forgangsaksturs útköll á miklum eða mestum hraða) bílslys verða, hjartaáföll o.s.frv. Nú er hrein ágiskun en ég á erfitt með að ímynda mér að íbúar höfuðborgarsvæðisins sættu sig við að þurfa að keyra alla leið á Selfoss eða Akranes ef þeir beinbrytu sig á crossfit kvöldæfingunni eða dyttu harkalega af hjólinu á leiðinni heim frá vinnu. Tökum dæmi. Vegalengdin frá Skógum á Selfoss er 97 km (til samanburðar eru 95 km milli Reykjavíkur og Hellu). Komi upp að manneskja slasi sig þar klukkan 16 að sumri til og þurfi á sjúkraflutningum að halda er ferlið svona: Slys – Útkall frá 112 - sjúkrabíll leggur af stað frá Hvolsvelli… það er að segja ef bíllinn er ekki í sjúkraflutningum annars staðar. Sjúkrabíllinn er u.þ.b. 25 mínútur á staðinn og kominn um klukkustund eftir að hann leggur af stað frá Skógum á Selfoss. Það líður því vel á aðra klukkustund frá slysi þar til sjúklingurinn fær viðunandi meðhöndlun. Þetta dæmi er meira að segja sett upp við bestu mögulegu aðstæður og miðað við að hægt sé að fá myndgreiningu og blóðprufur framkvæmdar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi á þessum tíma. Ef slysið ætti sér stað að nóttu til myndu um 15 mínútur bætast við viðbragðstíma sjúkraflutningabíls og keyrt væri alla leið til Reykjavíkur til meðhöndlunar. Það sér hver sem vill að þetta er með öllu óviðunandi. Við fólkið á landsbyggðunum eigum ekki að upplifa okkur sem annars flokks borgara og þurfa að óttast að heilsa okkar og öryggi sé ekki metin að jöfnu við þá sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Tryggja þarf að íbúar landsbyggðanna hafi aðgengi að læknisþjónustu eftir klukkan 15 á virkum dögum og um helgar án þess að þurfa að leggja á sig langt ferðalag því mínútur geta bókstaflega skilið á milli lífs og dauða. Höfundur skipar 9. sæti Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Heilbrigðismál Byggðamál Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Margir foreldrar kannast við að þurfa að bruna um miðja nótt niður á Landspítala með barn með svæsna eyrnabólgu sem verður að meðhöndla strax. Aðrir ættu líka að þekkja það að keyra akút niður á bráðamóttöku með unglinginn sinn með heilahristing sem hann hlaut á íþróttaæfingu. Sem betur fer er þó hægt að komast undir hendur lækna og/eða hjúkrunarfræðinga með góðu móti á tiltölulega skömmum tíma og fá bót meina barna sinna, og síns sjálfs að sjálfsögðu. Þetta er hinsvegar ekki raunveruleiki okkar sem búum á landsbyggðunum. Undirritaður býr á Hellu í Rangárþingi Ytra. Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) rekur heilsugæslustöðvar á Hellu og Hvolsvelli í Rangárvallasýslu en einnig í Hveragerði, Laugarási og Þorlákshöfn, Vík í Mýrdal og á Kirkjubæjarklaustri. Þá eru heilbrigðisstofnanir reknar á Selfossi, Vestmannaeyjum og Hornafirði. Opnunartími heilsugæslustöðvanna á Hellu og Hvolsvelli var lengi vel frá klukkan 8-16 en með styttingu vinnutíma loka þær nú klukkan 15 á daginn, lokað er um helgar og á sumrin er stöðvunum lokað á víxl. Í sumar var stöðin á Hellu lokuð. Afleiðingin er sú að þegar við, íbúar Rangárvallasýslu, veikjumst utan opnunartíma heilsugæslustöðvanna, þ.e. eftir klukkan 15, neyðumst við oftar en ekki til þess að leggja á okkur langt ferðalag til að fá bót meina okkar. Þótt læknir sé á svæðinu er hann ekki kallaður út heldur er okkur gert að keyra alla leið á Selfoss til að komast undir læknishendur. Rétt er að benda á að auðvitað geta verið undantekningar á þessu eins og í mjög alvarlegum tilfellum, eins og þegar svokölluð F1 og F2 útköll eru, (sem eru forgangsaksturs útköll á miklum eða mestum hraða) bílslys verða, hjartaáföll o.s.frv. Nú er hrein ágiskun en ég á erfitt með að ímynda mér að íbúar höfuðborgarsvæðisins sættu sig við að þurfa að keyra alla leið á Selfoss eða Akranes ef þeir beinbrytu sig á crossfit kvöldæfingunni eða dyttu harkalega af hjólinu á leiðinni heim frá vinnu. Tökum dæmi. Vegalengdin frá Skógum á Selfoss er 97 km (til samanburðar eru 95 km milli Reykjavíkur og Hellu). Komi upp að manneskja slasi sig þar klukkan 16 að sumri til og þurfi á sjúkraflutningum að halda er ferlið svona: Slys – Útkall frá 112 - sjúkrabíll leggur af stað frá Hvolsvelli… það er að segja ef bíllinn er ekki í sjúkraflutningum annars staðar. Sjúkrabíllinn er u.þ.b. 25 mínútur á staðinn og kominn um klukkustund eftir að hann leggur af stað frá Skógum á Selfoss. Það líður því vel á aðra klukkustund frá slysi þar til sjúklingurinn fær viðunandi meðhöndlun. Þetta dæmi er meira að segja sett upp við bestu mögulegu aðstæður og miðað við að hægt sé að fá myndgreiningu og blóðprufur framkvæmdar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi á þessum tíma. Ef slysið ætti sér stað að nóttu til myndu um 15 mínútur bætast við viðbragðstíma sjúkraflutningabíls og keyrt væri alla leið til Reykjavíkur til meðhöndlunar. Það sér hver sem vill að þetta er með öllu óviðunandi. Við fólkið á landsbyggðunum eigum ekki að upplifa okkur sem annars flokks borgara og þurfa að óttast að heilsa okkar og öryggi sé ekki metin að jöfnu við þá sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Tryggja þarf að íbúar landsbyggðanna hafi aðgengi að læknisþjónustu eftir klukkan 15 á virkum dögum og um helgar án þess að þurfa að leggja á sig langt ferðalag því mínútur geta bókstaflega skilið á milli lífs og dauða. Höfundur skipar 9. sæti Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun