Um 100 húsbílar í Þorlákshöfn um helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. september 2021 19:44 Félagsskapurinn í Félagi húsbílaeigenda þykir einstakur því þar eru allir jafnir án stéttar og stöðu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um eitt hundrað húsbílar og eigendur þeirra eru nú staddir í Þorlákshöfn þar sem síðasta sumar útilega Félags húsbílaeigenda fer fram. Elsti félaginn, sem er að verða 99 ára fór á húsbílnum sínum í tíu daga ferð um Norðurland í sumar með félaginu. Tjaldsvæðið í Þorlákshöfn er fullt af húsbílum og eigendur þeirra, enda árshátíð Félags húsbílaeigenda í gangi í heimabæ formanns félagsins, sem er ánægður með sumarið, sem er að líða. „Það var algjörlega æðislegt eins og hjá bara landanum yfir höfðuð. Við erum að tala um sól og blíðu og einstakan félagsskap eins og þú sérð. Þetta er félag, sem telur yfir 800 félaga um allt land og þessi virku eru í kringum 200 til 300, þá meina ég að láta sjá sig í ferðum, mæta og hafa gaman saman,“ segir Elín Íris Fanndal formaður Félags húsbílaeigenda. Elín segir að félagið hafi staðið fyrir fjölmörgum útilegum í sumar, sem allir hafi heppnast frábærlega. Hún segir að það sé mikill vinskapur og tryggð í félaginu enda sé félagsskapurinn magnaður. Elín Íris Fanndal, stoltur formaður Félags húsbílaeigenda stödd í sínum húsbíl.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hún og maður hennar búa í Þorlákshöfn en kjósa samt frekar að vera í húsbílnum um helgina. „Já, það er meiri nánd í húsbílnum, ég hef karlinn nær mér, það er ekki slæmt,“ segir Elín og hlær. Elsti félaginn, sem verður 99 ára í desember er duglegur að ferðast á sínum húsbíl með félaginu. „Já, já, ég er búin að fara 10 daga túr norður með félaginu,“ segir Axel Þór Friðriksson, sem býr í Njarðvík í Reykjanesbæ. Einn af hápunktum dagsins í dag hjá Húsbílafélaginu voru tónleikar með Stórsveit Íslands og svo í kvöld er árshátíð félagsins með tilheyrandi fjöri og skemmtun. Allar nánari upplýsingar um Félag húsbílaeigenda er að finna hér á heimasíðu félagins Axel Þór Friðriksson, 98 ára, sem fer um allt á húsbílnum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ferðalög Ölfus Tjaldsvæði Eldri borgarar Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Tjaldsvæðið í Þorlákshöfn er fullt af húsbílum og eigendur þeirra, enda árshátíð Félags húsbílaeigenda í gangi í heimabæ formanns félagsins, sem er ánægður með sumarið, sem er að líða. „Það var algjörlega æðislegt eins og hjá bara landanum yfir höfðuð. Við erum að tala um sól og blíðu og einstakan félagsskap eins og þú sérð. Þetta er félag, sem telur yfir 800 félaga um allt land og þessi virku eru í kringum 200 til 300, þá meina ég að láta sjá sig í ferðum, mæta og hafa gaman saman,“ segir Elín Íris Fanndal formaður Félags húsbílaeigenda. Elín segir að félagið hafi staðið fyrir fjölmörgum útilegum í sumar, sem allir hafi heppnast frábærlega. Hún segir að það sé mikill vinskapur og tryggð í félaginu enda sé félagsskapurinn magnaður. Elín Íris Fanndal, stoltur formaður Félags húsbílaeigenda stödd í sínum húsbíl.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hún og maður hennar búa í Þorlákshöfn en kjósa samt frekar að vera í húsbílnum um helgina. „Já, það er meiri nánd í húsbílnum, ég hef karlinn nær mér, það er ekki slæmt,“ segir Elín og hlær. Elsti félaginn, sem verður 99 ára í desember er duglegur að ferðast á sínum húsbíl með félaginu. „Já, já, ég er búin að fara 10 daga túr norður með félaginu,“ segir Axel Þór Friðriksson, sem býr í Njarðvík í Reykjanesbæ. Einn af hápunktum dagsins í dag hjá Húsbílafélaginu voru tónleikar með Stórsveit Íslands og svo í kvöld er árshátíð félagsins með tilheyrandi fjöri og skemmtun. Allar nánari upplýsingar um Félag húsbílaeigenda er að finna hér á heimasíðu félagins Axel Þór Friðriksson, 98 ára, sem fer um allt á húsbílnum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ferðalög Ölfus Tjaldsvæði Eldri borgarar Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira