Dómsmálaráðuneytið fer í hart við Texas vegna „hjartsláttarlaganna“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. september 2021 20:31 Merrick Garland er dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. AP Photo/J. Scott Applewhite Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur stefnt yfirvöldum í Texas-ríki Bandaríkjanna vegna umdeildra laga um þungunarrof sem nýlega tóku gildi í ríkinu. Ráðuneytið segir lögin vera andstæð stjórnarskrá Bandaríkjanna. Með lögunum, sem kölluð eru „hjartsláttarlög“, er þungunarrof bannað eftir að „hjartsláttur“ fósturs er greinanlegur, sem er í kringum sjöttu viku meðgöngu. Það er áður en flestar konur átta sig á því að þær eru óléttar. Merrick Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti stefnuna á blaðamannafundi í Washington fyrr í dag. Sagði hann augljóst að lögin gætu ekki staðist stjórnarskrá Bandaríkjanna miðað við dómaframkvæmd Hæstaréttar Bandaríkjanna. Lögin eru hönnuð sérstaklega til þess að gera stofum sem framkvæma þungunnarrof erfitt um vik að sækja heimild dómstóla í Bandaríkjunum til þess að komast framhjá lögunum umdeildu. Repúblikanar í Texas, sem settu lögin, telja sig nefnilega hafa fundið lagatæknilega leið til þess að gera andstæðingum sínum erfiðara fyrir að fá lögin felld úr gildi. Annars staðar hafa stuðningsmenn réttsins til þungunarrofs stefnt embættismönnum sem eiga að framfylgja slíkum lögum. Lögin í Texas veita einstaklingum, frekar en embættismönnum, rétt til þess að höfða mál gegn þeim sem hjálpa konum sem sækjast eftir ólöglegu þungunarrofi. Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði því að fella lögin úr gildi skömmu eftir að þau tóku gildi. Sagði í áliti dómsins að þrátt fyrir að veigamiklar spurningar hafi vaknað um hvort að lögin stæðust stjórnarskrá gæti rétturinn ekki fellt lögin úr gildi að svo stöddu. Krefjast þess að lögin verði felld úr gildi Í lögsókn ráðuneytisins, sem mun koma til kasta alríkisdómstóls í Austin í Texas, segir að lögin séu andstæð stjórnarskrá Bandaríkjanna þar sem þau gangi gegn stjórnarskrárbundnum skyldum alríkisstjórnarinnar. Alríkisstjórnin hafi meðal annars það hlutverk að tryggja að íbúar séu ekki sviptir stjórnarskrárbundnum réttindum sínum með lögunum sem séu sérstaklega hönnuð til að hindra aðkomu dómstóla. Krefst ráðuneytið þess að lögin verði lýst ógild og að embættismönnum, stofnunum og einkaaðilum sé óheimilt að framfylgja þungunarrofsbanninu. Bandaríkin Þungunarrof Hæstiréttur Bandaríkjanna Joe Biden Tengdar fréttir Ný lög um þungunarrof versta tegund kynbundinnar mismununar Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna á sviðið mannréttinda- og jafnréttismála fordæma harðlega ný lög um þungunarrof í Texas í Bandaríkjunum og segja þau meðal annars fela í sér verstu tegund kynbundinnar mismununar. 7. september 2021 10:50 Fleiri ríki vilja nýta sér smuguna sem Texas fann Að minnsta kosti sex ríki Bandaríkjanna þar sem repúblikanar fara með völdin íhuga nú að leggja fram frumvörp um bann við þungunarrofi sem eru sambærileg við umdeild lög í Texas sem Hæstiréttur Bandaríkjanna leyfði að taka gildi. 3. september 2021 11:45 Telja rétt kvenna til þungunarrofs afnuminn í skjóli nætur Ákvörðun íhaldssamra dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna um að fella ekki úr gildi lög í Texas sem banna þungunarrof nær undantekningarlaust þrátt fyrir að þau virðist stangast á við dómafordæmi sætir harðri gagnrýni. Dómararnir eru sakaðir um að afnema grundvallarrétt kvenna í skjóli nætur. 3. september 2021 07:01 Þungunarrof óheimilt eftir um sex vikna meðgöngu í Texas Ströngustu lög um þungunarrof í Bandaríkjunum tóku gildi í Texas í dag eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna aðhafðist ekkert til þess að stöðva gildistöku þeirra. Lögin banna þungunarrof í nær öllum tilfellum. 1. september 2021 07:40 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Sjá meira
Með lögunum, sem kölluð eru „hjartsláttarlög“, er þungunarrof bannað eftir að „hjartsláttur“ fósturs er greinanlegur, sem er í kringum sjöttu viku meðgöngu. Það er áður en flestar konur átta sig á því að þær eru óléttar. Merrick Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti stefnuna á blaðamannafundi í Washington fyrr í dag. Sagði hann augljóst að lögin gætu ekki staðist stjórnarskrá Bandaríkjanna miðað við dómaframkvæmd Hæstaréttar Bandaríkjanna. Lögin eru hönnuð sérstaklega til þess að gera stofum sem framkvæma þungunnarrof erfitt um vik að sækja heimild dómstóla í Bandaríkjunum til þess að komast framhjá lögunum umdeildu. Repúblikanar í Texas, sem settu lögin, telja sig nefnilega hafa fundið lagatæknilega leið til þess að gera andstæðingum sínum erfiðara fyrir að fá lögin felld úr gildi. Annars staðar hafa stuðningsmenn réttsins til þungunarrofs stefnt embættismönnum sem eiga að framfylgja slíkum lögum. Lögin í Texas veita einstaklingum, frekar en embættismönnum, rétt til þess að höfða mál gegn þeim sem hjálpa konum sem sækjast eftir ólöglegu þungunarrofi. Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði því að fella lögin úr gildi skömmu eftir að þau tóku gildi. Sagði í áliti dómsins að þrátt fyrir að veigamiklar spurningar hafi vaknað um hvort að lögin stæðust stjórnarskrá gæti rétturinn ekki fellt lögin úr gildi að svo stöddu. Krefjast þess að lögin verði felld úr gildi Í lögsókn ráðuneytisins, sem mun koma til kasta alríkisdómstóls í Austin í Texas, segir að lögin séu andstæð stjórnarskrá Bandaríkjanna þar sem þau gangi gegn stjórnarskrárbundnum skyldum alríkisstjórnarinnar. Alríkisstjórnin hafi meðal annars það hlutverk að tryggja að íbúar séu ekki sviptir stjórnarskrárbundnum réttindum sínum með lögunum sem séu sérstaklega hönnuð til að hindra aðkomu dómstóla. Krefst ráðuneytið þess að lögin verði lýst ógild og að embættismönnum, stofnunum og einkaaðilum sé óheimilt að framfylgja þungunarrofsbanninu.
Bandaríkin Þungunarrof Hæstiréttur Bandaríkjanna Joe Biden Tengdar fréttir Ný lög um þungunarrof versta tegund kynbundinnar mismununar Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna á sviðið mannréttinda- og jafnréttismála fordæma harðlega ný lög um þungunarrof í Texas í Bandaríkjunum og segja þau meðal annars fela í sér verstu tegund kynbundinnar mismununar. 7. september 2021 10:50 Fleiri ríki vilja nýta sér smuguna sem Texas fann Að minnsta kosti sex ríki Bandaríkjanna þar sem repúblikanar fara með völdin íhuga nú að leggja fram frumvörp um bann við þungunarrofi sem eru sambærileg við umdeild lög í Texas sem Hæstiréttur Bandaríkjanna leyfði að taka gildi. 3. september 2021 11:45 Telja rétt kvenna til þungunarrofs afnuminn í skjóli nætur Ákvörðun íhaldssamra dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna um að fella ekki úr gildi lög í Texas sem banna þungunarrof nær undantekningarlaust þrátt fyrir að þau virðist stangast á við dómafordæmi sætir harðri gagnrýni. Dómararnir eru sakaðir um að afnema grundvallarrétt kvenna í skjóli nætur. 3. september 2021 07:01 Þungunarrof óheimilt eftir um sex vikna meðgöngu í Texas Ströngustu lög um þungunarrof í Bandaríkjunum tóku gildi í Texas í dag eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna aðhafðist ekkert til þess að stöðva gildistöku þeirra. Lögin banna þungunarrof í nær öllum tilfellum. 1. september 2021 07:40 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Sjá meira
Ný lög um þungunarrof versta tegund kynbundinnar mismununar Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna á sviðið mannréttinda- og jafnréttismála fordæma harðlega ný lög um þungunarrof í Texas í Bandaríkjunum og segja þau meðal annars fela í sér verstu tegund kynbundinnar mismununar. 7. september 2021 10:50
Fleiri ríki vilja nýta sér smuguna sem Texas fann Að minnsta kosti sex ríki Bandaríkjanna þar sem repúblikanar fara með völdin íhuga nú að leggja fram frumvörp um bann við þungunarrofi sem eru sambærileg við umdeild lög í Texas sem Hæstiréttur Bandaríkjanna leyfði að taka gildi. 3. september 2021 11:45
Telja rétt kvenna til þungunarrofs afnuminn í skjóli nætur Ákvörðun íhaldssamra dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna um að fella ekki úr gildi lög í Texas sem banna þungunarrof nær undantekningarlaust þrátt fyrir að þau virðist stangast á við dómafordæmi sætir harðri gagnrýni. Dómararnir eru sakaðir um að afnema grundvallarrétt kvenna í skjóli nætur. 3. september 2021 07:01
Þungunarrof óheimilt eftir um sex vikna meðgöngu í Texas Ströngustu lög um þungunarrof í Bandaríkjunum tóku gildi í Texas í dag eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna aðhafðist ekkert til þess að stöðva gildistöku þeirra. Lögin banna þungunarrof í nær öllum tilfellum. 1. september 2021 07:40