Þegar ég var lítill róttækur femínisti Una Hildardóttir skrifar 3. september 2021 07:30 Ég var 19 ára þegar ég byrjaði að skilgreina mig sem femínista. Árið var 2011 og viðhorf samfélagsins til femínista var allt annað en það er í dag. Að segjast vera femínisti upphátt opnaði á fjandsamlega lítillækkun og útskúfun. Síðastliðin 10 ár hefur hver byltingin á fætur annarri breytt viðhorfi okkar allra og fært umræðuna um jafnréttismál og kynbundið ofbeldi fram í sviðsljósið. Til þess að lenda í sömu meðferð og femínistar ársins 2011 þarf aktívismi ársins 2021 að vera svo sýnilegur og hávær að hægt sé að uppnefna fólk öfgafemínista. Valdakerfið stendur höllum fæti, mörkin sem skilja að samfélagslega samþykktar skoðanir og jaðarhugmyndir hafa færst til og sífellt fleiri þora að stíga fram og tala fyrir auknu kynjajafnrétti og gegn kynbundnu ofbeldi og kynferðislegu ofbeldi og áreitni. Fjölbreyttar fyrirmyndir Þegar ég tók mín fyrstu skref í femínskri baráttu voru fyrirmyndirnar mér mikilvægar og barátta þeirra veitti mér styrk og þor til þess að halda áfram þrátt fyrir mótlæti og óvæga umræðu. Framlag þeirra var ómetanlegt en hópurinn þótti nokkuð einsleitur og fljótt myndaðist staðalímynd fyrir femínista sem reynt var að nota gegn þeim og gengisfella málflutning þeirra. Ég hafði svo sem ekkert út á það að setja á sínum tíma, enda passaði ég vel inn í staðalímyndina og fannst ég eiga heima innan mengisins. Mér finnst það því fagnaðarefni að í kjölfar viðhorfsbreytinga síðastliðinna ára hafa fjölbreyttari fyrirmyndir stigið fram og sífellt breiðari hópur Íslendinga, sérstaklega ungmenni, samsvarar sig þessum fyrirmyndum. Þannig endurspegla femínistar dagsins í dag betur fjölbreytta flóru samfélagsins. Jafnréttismál komin á kortið Þökk sé aktívistunum, óeigingjarnri baráttu þolenda og sterkum fyrirmyndum höfum við náð langt í jafnréttismálum síðastliðin ár. Við höfum svipt hulunni af kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi sem fékk að grassera í hverju einasta horni samfélagsins. Loksins höfum við viðurkennt að við glímum við kerfislægt misrétti sem sem er viðhaldið með þöggun og gerendameðvirkni að vopni. En baráttunni er hvergi nærri lokið. Einhver eiga enn erfitt með að horfast í augu við óréttlætið og taka afstöðu gegn ofbeldi. Á sama tíma sjáum við bakslag í baráttunni víða um heim þar sem þrengt er að sjálfsögðum réttindum kvenna sem fyrri kynslóðir höfðu barist svo hart fyrir. Í kjölfar #metoo byltingarinnar var þrýst á stjórnvöld og kallað eftir aðgerðum til þess að útrýma ofbeldi gegn konum. Málin komust ekki almennilega á dagskrá fyrr en ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við og færði jafnréttismálin undir hatt forsætisráðuneytisins. Við erum rétt að byrja Loksins hefur kallinu eftir aukinni fræðslu og forvörnum frá 2017 verið svarað. Áætlun um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni til ársins 2025 er nú þegar komin til framkvæmdar. Í byrjun árs var skipaður starfshópur um eflingu kynfræðslu í grunn- og framhaldsskólum og en hann skilaði mennta- og menningarmálaráðuneytinu skýrslu og tillögur sínar í júní. Kallinu eftir markvissum aðgerðum hefur verið svarað með aðgerðaráætlun gegn ofbeldi og áhrifum þess. Áætlunin byggist á vitundarvakningu, breytingum á verklagi og málsmeðferð auk valdeflingu þar sem áhersla er lögð á stuðning við þolendur. Sérstakur samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs sem ætlað er að tryggja öryggi barna, unglinga og fullorðinna á vettvangi þess leggur nú lokahönd á siðareglur og viðbragðsferla. Ný lög um kynferðislega friðhelgi hafa styrkt réttarstöðu þolenda stafræns kynferðisofbeldis og lög um umsáturseinelti skipta sömuleiðis sköpum fyrir þolendur. Þá var sett inn skýrari heimild til dagsekta í nýjum jafnréttislögum sem snýr aðallega að jafnlaunavottun sem og brotum á jafnréttislögum. En jafnréttisbaráttunni er ekki lokið og er femínisminn mikilvægari en aldrei fyrr. Atburðarás síðastliðinna daga sannar það. Það skiptir máli hver stjórna, við verðum að halda áfram í sókn og koma í veg fyrir að femínistar þurfi að verja sjálfsögð réttindi sem unnist hafa. Það skiptir máli hver stjórna Þegar ég var lítill róttækur femínisti bjó ég í öðru samfélagi, í öðrum heimi. Þjóðfélagið var ekki tilbúið til þess að taka erfiða samtalið, viðurkenna valdaójafnvægið og trúa þolendum. Þökk sé óeigingjarnri baráttu aktívista, þolenda og bandamanna er viðhorfið breytt. Styrkurinn býr í fjöldanum og með hverjum degi sem líður fækkar í hópi stuðningsfólks karlakerfisins. Aktívisminn er þarft aðhald við stjórnvöld og þróast í takt við breytt samfélag. Ég er baráttufólkinu okkar ævinlega þakklát, fyrir að taka slaginn, fyrir að þora og geta lagt sig að mörkum. Ég vil líka þakka Katrínu Jakobsdóttur, fyrir að berjast fyrir því að jafnrétti sé forgangsmál í stjórnmálum og taka sér það dagskrárvald að tryggja að þau verði á dagskrá í öllum umræðuþáttum fram að kosningum. Það á að vera sjálfgefið að jafnréttismál verða ávallt að vera í forgrunni í stjórnmálaumræðunni, til þess á ekki að þurfa aðhald. Höfundur skipar 2. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Una Hildardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Kynferðisofbeldi Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég var 19 ára þegar ég byrjaði að skilgreina mig sem femínista. Árið var 2011 og viðhorf samfélagsins til femínista var allt annað en það er í dag. Að segjast vera femínisti upphátt opnaði á fjandsamlega lítillækkun og útskúfun. Síðastliðin 10 ár hefur hver byltingin á fætur annarri breytt viðhorfi okkar allra og fært umræðuna um jafnréttismál og kynbundið ofbeldi fram í sviðsljósið. Til þess að lenda í sömu meðferð og femínistar ársins 2011 þarf aktívismi ársins 2021 að vera svo sýnilegur og hávær að hægt sé að uppnefna fólk öfgafemínista. Valdakerfið stendur höllum fæti, mörkin sem skilja að samfélagslega samþykktar skoðanir og jaðarhugmyndir hafa færst til og sífellt fleiri þora að stíga fram og tala fyrir auknu kynjajafnrétti og gegn kynbundnu ofbeldi og kynferðislegu ofbeldi og áreitni. Fjölbreyttar fyrirmyndir Þegar ég tók mín fyrstu skref í femínskri baráttu voru fyrirmyndirnar mér mikilvægar og barátta þeirra veitti mér styrk og þor til þess að halda áfram þrátt fyrir mótlæti og óvæga umræðu. Framlag þeirra var ómetanlegt en hópurinn þótti nokkuð einsleitur og fljótt myndaðist staðalímynd fyrir femínista sem reynt var að nota gegn þeim og gengisfella málflutning þeirra. Ég hafði svo sem ekkert út á það að setja á sínum tíma, enda passaði ég vel inn í staðalímyndina og fannst ég eiga heima innan mengisins. Mér finnst það því fagnaðarefni að í kjölfar viðhorfsbreytinga síðastliðinna ára hafa fjölbreyttari fyrirmyndir stigið fram og sífellt breiðari hópur Íslendinga, sérstaklega ungmenni, samsvarar sig þessum fyrirmyndum. Þannig endurspegla femínistar dagsins í dag betur fjölbreytta flóru samfélagsins. Jafnréttismál komin á kortið Þökk sé aktívistunum, óeigingjarnri baráttu þolenda og sterkum fyrirmyndum höfum við náð langt í jafnréttismálum síðastliðin ár. Við höfum svipt hulunni af kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi sem fékk að grassera í hverju einasta horni samfélagsins. Loksins höfum við viðurkennt að við glímum við kerfislægt misrétti sem sem er viðhaldið með þöggun og gerendameðvirkni að vopni. En baráttunni er hvergi nærri lokið. Einhver eiga enn erfitt með að horfast í augu við óréttlætið og taka afstöðu gegn ofbeldi. Á sama tíma sjáum við bakslag í baráttunni víða um heim þar sem þrengt er að sjálfsögðum réttindum kvenna sem fyrri kynslóðir höfðu barist svo hart fyrir. Í kjölfar #metoo byltingarinnar var þrýst á stjórnvöld og kallað eftir aðgerðum til þess að útrýma ofbeldi gegn konum. Málin komust ekki almennilega á dagskrá fyrr en ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við og færði jafnréttismálin undir hatt forsætisráðuneytisins. Við erum rétt að byrja Loksins hefur kallinu eftir aukinni fræðslu og forvörnum frá 2017 verið svarað. Áætlun um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni til ársins 2025 er nú þegar komin til framkvæmdar. Í byrjun árs var skipaður starfshópur um eflingu kynfræðslu í grunn- og framhaldsskólum og en hann skilaði mennta- og menningarmálaráðuneytinu skýrslu og tillögur sínar í júní. Kallinu eftir markvissum aðgerðum hefur verið svarað með aðgerðaráætlun gegn ofbeldi og áhrifum þess. Áætlunin byggist á vitundarvakningu, breytingum á verklagi og málsmeðferð auk valdeflingu þar sem áhersla er lögð á stuðning við þolendur. Sérstakur samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs sem ætlað er að tryggja öryggi barna, unglinga og fullorðinna á vettvangi þess leggur nú lokahönd á siðareglur og viðbragðsferla. Ný lög um kynferðislega friðhelgi hafa styrkt réttarstöðu þolenda stafræns kynferðisofbeldis og lög um umsáturseinelti skipta sömuleiðis sköpum fyrir þolendur. Þá var sett inn skýrari heimild til dagsekta í nýjum jafnréttislögum sem snýr aðallega að jafnlaunavottun sem og brotum á jafnréttislögum. En jafnréttisbaráttunni er ekki lokið og er femínisminn mikilvægari en aldrei fyrr. Atburðarás síðastliðinna daga sannar það. Það skiptir máli hver stjórna, við verðum að halda áfram í sókn og koma í veg fyrir að femínistar þurfi að verja sjálfsögð réttindi sem unnist hafa. Það skiptir máli hver stjórna Þegar ég var lítill róttækur femínisti bjó ég í öðru samfélagi, í öðrum heimi. Þjóðfélagið var ekki tilbúið til þess að taka erfiða samtalið, viðurkenna valdaójafnvægið og trúa þolendum. Þökk sé óeigingjarnri baráttu aktívista, þolenda og bandamanna er viðhorfið breytt. Styrkurinn býr í fjöldanum og með hverjum degi sem líður fækkar í hópi stuðningsfólks karlakerfisins. Aktívisminn er þarft aðhald við stjórnvöld og þróast í takt við breytt samfélag. Ég er baráttufólkinu okkar ævinlega þakklát, fyrir að taka slaginn, fyrir að þora og geta lagt sig að mörkum. Ég vil líka þakka Katrínu Jakobsdóttur, fyrir að berjast fyrir því að jafnrétti sé forgangsmál í stjórnmálum og taka sér það dagskrárvald að tryggja að þau verði á dagskrá í öllum umræðuþáttum fram að kosningum. Það á að vera sjálfgefið að jafnréttismál verða ávallt að vera í forgrunni í stjórnmálaumræðunni, til þess á ekki að þurfa aðhald. Höfundur skipar 2. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun