Magnús reyndist sannspár og áskriftin að Viaplay hækkar um 69 prósent Eiður Þór Árnason skrifar 3. september 2021 08:00 Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri miðla og sölu hjá Símanum. Samsett Viaplay hefur hækkað verðið á heildarpakka sínum úr 1.599 krónum í 2.699 krónur og nemur hækkunin 69 prósentum. Í tilkynningu Viaplay til viðskiptavina sinna kemur fram að aukið framboð á efni þýði að verð á áskrift komi til með að hækka. Viaplay býður einnig upp á ódýrari áskriftarleið sem inniheldur ekki íþróttaefni. Samkeppnisaðilar Viaplay á Íslandi hafa gagnrýnt verðlagningu streymisveitunnar en framan af þessu ári kostaði Viaplay Total um þrefalt meira á hinum Norðurlöndunum. „Það sem maður kannski óttast mest er hvort þeir séu að gera þetta á viðskiptalegum forsendum eða bara að koma sér inn á markaðinn og í raun að nota undirverðlagningu til að koma sér inn. Þetta er mjög ódýr þjónusta en við sjáum það núna að þeir eru búnir að kaupa nokkra dýra sýningarrétti. Það verður forvitnilegt þegar kostnaðurinn þeirra hækkar mjög mikið á Íslandi vegna réttanna hvort þeir muni hækka verð til samræmis,“ sagði Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri miðla og sölu hjá Símanum, við Vísi í febrúar. Þá sagði Magnús í hlaðvarpsþættinum Tæknivarpið stuttu síðar að hann reiknaði með að verð myndu hækka samhliða því að streymisveitan myndi stækka íþróttapakka sinn. Í haust mun Viaplay byrja að sýna Meistaradeild Evrópu í fótbolta en Viaplay deilir réttinum með Stöð 2 Sport. Reyndu að tryggja sér enska boltann Viaplay opnaði dyr sínar fyrir Íslendingum í apríl 2020 og hóf íþróttaútsendingar hér á landi í maí sama ár. Síðan þá hefur streymisveitan tryggt sér fjölda sýningarrétta á erlendu íþróttaefni og tryggði sér á þessu ári sýningarréttinn á leikjum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á árunum 2022 til 2028. Fyrr á þessu ári reyndi móðurfélag Viaplay, norræna fjölmiðlasamsteypan Nordic Entertainment Group, svo að taka yfir sýningar ensku úrvalsdeildarinnar hér á landi en fyrirtækið á sýningarréttinn á hinum Norðurlöndunum og víðar í Evrópu. Svo fór þó að Síminn hafði betur í baráttunni við Sýn og Viaplay um réttinn og sýnir deildina áfram til ársins 2025. Vísir og Stöð 2 Sport eru bæði í eigu Sýnar hf. Neytendur Fótbolti Fjölmiðlar Tengdar fréttir Síminn tryggði sér enska boltann til ársins 2025 Síminn hefur tryggt sér sjónvarpsréttinn að ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu til ársins 2025. Síminn hafði betur í baráttu við Sýn og Viaplay sem sömuleiðis buðu í sjónvarpsréttinn. 5. júlí 2021 16:36 Rúrik Gíslason leiðir knattspyrnuumfjöllun Viaplay Rúrik Gíslason, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, mun leiða knattspyrnuumfjöllun streymisveitunnar Viaplay á Íslandi frá tímabilinu 2021/2022. 22. febrúar 2021 09:12 Hjörvar ráðinn yfirmaður íþróttamála hjá Viaplay á Íslandi Hjörvar Hafliðason hefur verið ráðinn í nýja stöðu íþróttastjóra hjá Viaplay sport á Íslandi. 12. mars 2021 11:53 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Samkeppnisaðilar Viaplay á Íslandi hafa gagnrýnt verðlagningu streymisveitunnar en framan af þessu ári kostaði Viaplay Total um þrefalt meira á hinum Norðurlöndunum. „Það sem maður kannski óttast mest er hvort þeir séu að gera þetta á viðskiptalegum forsendum eða bara að koma sér inn á markaðinn og í raun að nota undirverðlagningu til að koma sér inn. Þetta er mjög ódýr þjónusta en við sjáum það núna að þeir eru búnir að kaupa nokkra dýra sýningarrétti. Það verður forvitnilegt þegar kostnaðurinn þeirra hækkar mjög mikið á Íslandi vegna réttanna hvort þeir muni hækka verð til samræmis,“ sagði Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri miðla og sölu hjá Símanum, við Vísi í febrúar. Þá sagði Magnús í hlaðvarpsþættinum Tæknivarpið stuttu síðar að hann reiknaði með að verð myndu hækka samhliða því að streymisveitan myndi stækka íþróttapakka sinn. Í haust mun Viaplay byrja að sýna Meistaradeild Evrópu í fótbolta en Viaplay deilir réttinum með Stöð 2 Sport. Reyndu að tryggja sér enska boltann Viaplay opnaði dyr sínar fyrir Íslendingum í apríl 2020 og hóf íþróttaútsendingar hér á landi í maí sama ár. Síðan þá hefur streymisveitan tryggt sér fjölda sýningarrétta á erlendu íþróttaefni og tryggði sér á þessu ári sýningarréttinn á leikjum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á árunum 2022 til 2028. Fyrr á þessu ári reyndi móðurfélag Viaplay, norræna fjölmiðlasamsteypan Nordic Entertainment Group, svo að taka yfir sýningar ensku úrvalsdeildarinnar hér á landi en fyrirtækið á sýningarréttinn á hinum Norðurlöndunum og víðar í Evrópu. Svo fór þó að Síminn hafði betur í baráttunni við Sýn og Viaplay um réttinn og sýnir deildina áfram til ársins 2025. Vísir og Stöð 2 Sport eru bæði í eigu Sýnar hf.
Neytendur Fótbolti Fjölmiðlar Tengdar fréttir Síminn tryggði sér enska boltann til ársins 2025 Síminn hefur tryggt sér sjónvarpsréttinn að ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu til ársins 2025. Síminn hafði betur í baráttu við Sýn og Viaplay sem sömuleiðis buðu í sjónvarpsréttinn. 5. júlí 2021 16:36 Rúrik Gíslason leiðir knattspyrnuumfjöllun Viaplay Rúrik Gíslason, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, mun leiða knattspyrnuumfjöllun streymisveitunnar Viaplay á Íslandi frá tímabilinu 2021/2022. 22. febrúar 2021 09:12 Hjörvar ráðinn yfirmaður íþróttamála hjá Viaplay á Íslandi Hjörvar Hafliðason hefur verið ráðinn í nýja stöðu íþróttastjóra hjá Viaplay sport á Íslandi. 12. mars 2021 11:53 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Síminn tryggði sér enska boltann til ársins 2025 Síminn hefur tryggt sér sjónvarpsréttinn að ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu til ársins 2025. Síminn hafði betur í baráttu við Sýn og Viaplay sem sömuleiðis buðu í sjónvarpsréttinn. 5. júlí 2021 16:36
Rúrik Gíslason leiðir knattspyrnuumfjöllun Viaplay Rúrik Gíslason, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, mun leiða knattspyrnuumfjöllun streymisveitunnar Viaplay á Íslandi frá tímabilinu 2021/2022. 22. febrúar 2021 09:12
Hjörvar ráðinn yfirmaður íþróttamála hjá Viaplay á Íslandi Hjörvar Hafliðason hefur verið ráðinn í nýja stöðu íþróttastjóra hjá Viaplay sport á Íslandi. 12. mars 2021 11:53