Sackler fjölskyldan gæti misst Purdue Pharma í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. september 2021 14:51 Niðurstöðu dómara er að vænta í dag. Getty/ Erik McGregor Alríkisdómari mun í dag dæma hvort sáttasamningar milli lyfjaframleiðandans Purdue Pharma, nokkurra fylkja Bandaríkjanna og fjölda sveitarfélaga verði samþykktir af ríkinu. Fylkja- og sveitarstjórnirnar stefndu lyfjarisanum vegna ópíóðafaraldursins, sem hefur dregið hálfa milljón Bandaríkjamanna til dauða undanfarna tvo áratugi. Purdue viðurkenndi ábyrgð sína á ópíóðafaraldrinum árið 2019. Lyfjarisinn framleiðir deyfilyfið OxyContin og borgaði læknum lengi sérstaklega fyrir að skrifa upp á OxyContin lyfseðla auk þess að fyrirtæki sem heldur utan um rafrænar læknaskrár var borgað til að senda læknum upplýsingar um sjúklinga sem gerði þá líklegri til að skrifa út OxyContin til þeirra. Purdue viðurkenndi einnig á sínum tíma að hafa beint lyfjaspjótum sínum sérstaklega að fátækari samfélögum Bandaríkjanna. Fréttastofa AP greinir frá. Samþykki dómarinn Robert Drain áætlanir Purdue og fylkja- og sveitarstjórnanna gæti það bundið enda á baráttu fyrir dómstólum sem gæti tekið fjölda ára til viðbótar. Samningurinn er metinn upp á tíu milljarða Bandaríkjadala, eða um 1,3 billjónir króna (1.268.800.000.000 kr.). Sackler fjölskyldan, sem stofnaði fyrirtækið, þyrfti að gefa upp eignarhlut sinn í fyrirtækinu og borga 4,5 milljarð Bandaríkjadala. Eftir eignarskiptin yrði ágóða fyrirtækisins varið í að berjast gegn ópíóðafaraldrinum. Andstæðingar samkomulagsins gætu þó áfrýjað dóminum. Ákveði dómarinn að samþykkja ekki samkomulagið, eins og nokkur fylkjanna og aðgerðasinnar krefjast, gæti málið orðið mun flóknara. Framhaldið yrði mjög óljóst. Stríðandi fylkingar gætu sest aftur niður að samningaborðinu og málsóknir gegn Purdue og Sackler fjölskyldunni myndu líklega hefjast að nýju. Gangi það hins vegar í gegn að dómarinn samþykki samkomulagið, sem er í raun gjaldþrotayfirlýsing, verður það til þess að fyrirtækið og Sackler fjölskyldan þurfi að greiða brota brot af því sem þau þyrftu að greiða ef þau yrðu sakfelld fyrir dómstólum. Í samkomulaginu er það jafnframt tryggt að ekki sé hægt að höfða málsókn gegn neinum meðlimi Sackler fjölskyldunnar í tengslum við ópíóða. Það þýðir ekki að saksóknarar geti ekki ákært fjölskyldumeðlimi, þar sem dómskerfið í Bandaríkjunum er tvískipt: annars vegar glæpadómstólar og hins vegar almennir dómstólar, sem taka fyrir einkarekin mál. Bandaríkin Lyf Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Purdue Pharma gengst við ábyrgð á ópíóíða faraldrinum Lyfjarisinn Purdue Pharma hefur gengist við sekt í dómsmáli í New Jersey og hefur þannig í fyrsta sinn formlega tekið ábyrgð á hlut sínum í ópíóíða-faraldrinum sem gengið hefur yfir Bandaríkin síðustu ár. 25. nóvember 2020 08:09 Framleiðandi Oxycontins játar sekt og greiðir milljarða Purdue Pharma, bandaríska lyfjafyrirtækið sem framleiðir sterka verkalyfið Oxycontin, ætlar að játa sig sekt um mútugreiðslur og samsæri og greiða meira en átta milljarða dollara til að ná sátt í máli bandarísku alríkisstjórnarinnar gegn því. 21. október 2020 17:58 Sackler fjölskyldan flutti 125 milljarða á erlenda bankareikninga Sackler fjölskyldan er sögð hafa millifært minnst einn milljarð Bandaríkjadala, sem nemur um 125 milljörðum íslenskra króna, yfir á mismunandi bankareikninga, þar á meðal í banka í Sviss. 15. september 2019 12:20 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Purdue viðurkenndi ábyrgð sína á ópíóðafaraldrinum árið 2019. Lyfjarisinn framleiðir deyfilyfið OxyContin og borgaði læknum lengi sérstaklega fyrir að skrifa upp á OxyContin lyfseðla auk þess að fyrirtæki sem heldur utan um rafrænar læknaskrár var borgað til að senda læknum upplýsingar um sjúklinga sem gerði þá líklegri til að skrifa út OxyContin til þeirra. Purdue viðurkenndi einnig á sínum tíma að hafa beint lyfjaspjótum sínum sérstaklega að fátækari samfélögum Bandaríkjanna. Fréttastofa AP greinir frá. Samþykki dómarinn Robert Drain áætlanir Purdue og fylkja- og sveitarstjórnanna gæti það bundið enda á baráttu fyrir dómstólum sem gæti tekið fjölda ára til viðbótar. Samningurinn er metinn upp á tíu milljarða Bandaríkjadala, eða um 1,3 billjónir króna (1.268.800.000.000 kr.). Sackler fjölskyldan, sem stofnaði fyrirtækið, þyrfti að gefa upp eignarhlut sinn í fyrirtækinu og borga 4,5 milljarð Bandaríkjadala. Eftir eignarskiptin yrði ágóða fyrirtækisins varið í að berjast gegn ópíóðafaraldrinum. Andstæðingar samkomulagsins gætu þó áfrýjað dóminum. Ákveði dómarinn að samþykkja ekki samkomulagið, eins og nokkur fylkjanna og aðgerðasinnar krefjast, gæti málið orðið mun flóknara. Framhaldið yrði mjög óljóst. Stríðandi fylkingar gætu sest aftur niður að samningaborðinu og málsóknir gegn Purdue og Sackler fjölskyldunni myndu líklega hefjast að nýju. Gangi það hins vegar í gegn að dómarinn samþykki samkomulagið, sem er í raun gjaldþrotayfirlýsing, verður það til þess að fyrirtækið og Sackler fjölskyldan þurfi að greiða brota brot af því sem þau þyrftu að greiða ef þau yrðu sakfelld fyrir dómstólum. Í samkomulaginu er það jafnframt tryggt að ekki sé hægt að höfða málsókn gegn neinum meðlimi Sackler fjölskyldunnar í tengslum við ópíóða. Það þýðir ekki að saksóknarar geti ekki ákært fjölskyldumeðlimi, þar sem dómskerfið í Bandaríkjunum er tvískipt: annars vegar glæpadómstólar og hins vegar almennir dómstólar, sem taka fyrir einkarekin mál.
Bandaríkin Lyf Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Purdue Pharma gengst við ábyrgð á ópíóíða faraldrinum Lyfjarisinn Purdue Pharma hefur gengist við sekt í dómsmáli í New Jersey og hefur þannig í fyrsta sinn formlega tekið ábyrgð á hlut sínum í ópíóíða-faraldrinum sem gengið hefur yfir Bandaríkin síðustu ár. 25. nóvember 2020 08:09 Framleiðandi Oxycontins játar sekt og greiðir milljarða Purdue Pharma, bandaríska lyfjafyrirtækið sem framleiðir sterka verkalyfið Oxycontin, ætlar að játa sig sekt um mútugreiðslur og samsæri og greiða meira en átta milljarða dollara til að ná sátt í máli bandarísku alríkisstjórnarinnar gegn því. 21. október 2020 17:58 Sackler fjölskyldan flutti 125 milljarða á erlenda bankareikninga Sackler fjölskyldan er sögð hafa millifært minnst einn milljarð Bandaríkjadala, sem nemur um 125 milljörðum íslenskra króna, yfir á mismunandi bankareikninga, þar á meðal í banka í Sviss. 15. september 2019 12:20 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Purdue Pharma gengst við ábyrgð á ópíóíða faraldrinum Lyfjarisinn Purdue Pharma hefur gengist við sekt í dómsmáli í New Jersey og hefur þannig í fyrsta sinn formlega tekið ábyrgð á hlut sínum í ópíóíða-faraldrinum sem gengið hefur yfir Bandaríkin síðustu ár. 25. nóvember 2020 08:09
Framleiðandi Oxycontins játar sekt og greiðir milljarða Purdue Pharma, bandaríska lyfjafyrirtækið sem framleiðir sterka verkalyfið Oxycontin, ætlar að játa sig sekt um mútugreiðslur og samsæri og greiða meira en átta milljarða dollara til að ná sátt í máli bandarísku alríkisstjórnarinnar gegn því. 21. október 2020 17:58
Sackler fjölskyldan flutti 125 milljarða á erlenda bankareikninga Sackler fjölskyldan er sögð hafa millifært minnst einn milljarð Bandaríkjadala, sem nemur um 125 milljörðum íslenskra króna, yfir á mismunandi bankareikninga, þar á meðal í banka í Sviss. 15. september 2019 12:20