NASA leitar hugmynda um tungljeppa Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2021 07:01 Tölvuteiknuð mynd af jeppa á yfirborði tunglsins. NASA Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur biðlað til bandarískra fyrirtækja um hugmyndir varðandi þróun og framleiðslu nýs tungljeppa sem nota eigi til að flytja geimfara um yfirborð tunglsins. Sérstaklega hvað varðar leiðir til að lengja líftíma jeppans við mjög svo öfgafullar aðstæður. Tungljeppinn á að vera fyrir geimfara Artemis-áætlunarinnar og eiga þeir að geta ferðast í jeppanum. Þeir verða þó klæddir í geimbúninga sína þar sem tungljeppinn verður opinn. Þá er ætlast til þess að hægt verði að nota jeppann í mörgum ferðum til tunglsins sem eiga að spanna meira en áratug. NASA stefnir á að senda geimfara til suðurpóls tunglsins á þessum áratug og á að byggja þar nýja tunglstöð á yfirborðinu og ýmislegt annað. Bækistöð þessa á svo að nota sem stökkpall lengra út í sólkerfið. „Flest leggja á sig mikla rannsóknarvinnu áður en þau kaupa bíl,“ er haft eftir Nathan Howard, sem stýrir þróun jeppans hjá NASA á vef stofnunarinnar. Hann segir að NASA sé að þróa nútíma geimjeppa sem nota eigi til langtíma rannsókna á tunglinu. „Jeppinn verður ekki eins og buggy-bíll afa þíns sem notaður var í Apollo-áætluninni.“ Howard segir einnig að unnið sé að því að jeppinn verði sá besti sem hafi verið byggður. Hann muni þola gífurlega öfgafullar aðstæður, enst lengi og annað. Hann eigi meðal annars að vera búinn sjálfstýringu svo hægt verði að nota hann til að flytja birgðir og búnað á milli mismunandi lendingarstaða. NASA birti í gær stutt myndband sem sýna á hvað vísindamenn stofnunarinnar hafa í huga. Gamli geim-bíll Apollo-áætlunarinnar var fyrst fluttur til tunglsins í Apollo 15 geimskotinu og var notaður í nokkrum geimferðum. Hann er sagður hafa gert geimförum kleift að safna mun meira af sýnum frá tunglinu en áður. Til marks um það hafi geimfarar Apollo 17 safnað rúmlega tíu sinnum meira af sýnum en geimfarar Apollo 11, sem þyrftu að skoppa um á tveimur jafnfljótum. Líklega ekki flogið árið 2014 Undanfarin ár hefur staðið til að skjóta fyrstu geimförum Artemis-áætlunarinnar til tunglsins árið 2024. Sú áætlun hefur alltaf þótt djörf og nú í sumar sagði innri endurskoðandi NASA að ekki væri mögulegt að fylgja henni eftir. Það væri meðal annars vegna þess að verulega litlar líkur væru á því að nýir geimbúningar Artemis-áætlanarinnar yrðu tilbúnir árið 2024. Þeir yrðu í fyrsta lagi tilbúnir árið 2025 og þá væri best að geimfarar fengju tíma til að æfa sig í þeim fyrir geimskot. Þá samdi NASA fyrr á árinu við fyrirtækið SpaceX um að þróa lendingarfar til að lenda fyrstu geimförum Artemis-áætlunarinnar á tunglinu. Forsvarsmenn fyrirtækisins Blue Origin, sem höfðu einnig reynt að fá samning um þróun lendingarfars, hafa höfðað mál gegn NASA vegna samningsins við SpaceX. Sjá einnig: NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu Starfsmenn SpaceX hafa á undanförnum mánuðum lagt mikla vinnu í þróun Starship geimfarsins. Geimfarinu er ætlað að flytja allt að hundrað menn og birgðir til tunglsins og jafnvel til mars. Starship á að skjóta á loft með Super Heavy eldflaug SpaceX. Eldflaugin á að lenda aftur á jörðinni og Starship getur svo haldið áfram út í geim. Markmið SpaceX er að þróa öflugust eldflaug heimsins og á Starship að geta komið meira en hundrað tonnum af jörðinni, sem er mjög mikið. Musk hefur lýst því yfir að hann vilji að Starship verði geimfar sem verði í raun hægt að nota eins og flugvél. Hægt verði að taka á loft og lenda annarsstaðar á jörðinni, eða annarri reikistjörnu, taka eldsneyti og taka aftur á loft. Bandaríkin Geimurinn Tunglið Artemis-áætlunin Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Tungljeppinn á að vera fyrir geimfara Artemis-áætlunarinnar og eiga þeir að geta ferðast í jeppanum. Þeir verða þó klæddir í geimbúninga sína þar sem tungljeppinn verður opinn. Þá er ætlast til þess að hægt verði að nota jeppann í mörgum ferðum til tunglsins sem eiga að spanna meira en áratug. NASA stefnir á að senda geimfara til suðurpóls tunglsins á þessum áratug og á að byggja þar nýja tunglstöð á yfirborðinu og ýmislegt annað. Bækistöð þessa á svo að nota sem stökkpall lengra út í sólkerfið. „Flest leggja á sig mikla rannsóknarvinnu áður en þau kaupa bíl,“ er haft eftir Nathan Howard, sem stýrir þróun jeppans hjá NASA á vef stofnunarinnar. Hann segir að NASA sé að þróa nútíma geimjeppa sem nota eigi til langtíma rannsókna á tunglinu. „Jeppinn verður ekki eins og buggy-bíll afa þíns sem notaður var í Apollo-áætluninni.“ Howard segir einnig að unnið sé að því að jeppinn verði sá besti sem hafi verið byggður. Hann muni þola gífurlega öfgafullar aðstæður, enst lengi og annað. Hann eigi meðal annars að vera búinn sjálfstýringu svo hægt verði að nota hann til að flytja birgðir og búnað á milli mismunandi lendingarstaða. NASA birti í gær stutt myndband sem sýna á hvað vísindamenn stofnunarinnar hafa í huga. Gamli geim-bíll Apollo-áætlunarinnar var fyrst fluttur til tunglsins í Apollo 15 geimskotinu og var notaður í nokkrum geimferðum. Hann er sagður hafa gert geimförum kleift að safna mun meira af sýnum frá tunglinu en áður. Til marks um það hafi geimfarar Apollo 17 safnað rúmlega tíu sinnum meira af sýnum en geimfarar Apollo 11, sem þyrftu að skoppa um á tveimur jafnfljótum. Líklega ekki flogið árið 2014 Undanfarin ár hefur staðið til að skjóta fyrstu geimförum Artemis-áætlunarinnar til tunglsins árið 2024. Sú áætlun hefur alltaf þótt djörf og nú í sumar sagði innri endurskoðandi NASA að ekki væri mögulegt að fylgja henni eftir. Það væri meðal annars vegna þess að verulega litlar líkur væru á því að nýir geimbúningar Artemis-áætlanarinnar yrðu tilbúnir árið 2024. Þeir yrðu í fyrsta lagi tilbúnir árið 2025 og þá væri best að geimfarar fengju tíma til að æfa sig í þeim fyrir geimskot. Þá samdi NASA fyrr á árinu við fyrirtækið SpaceX um að þróa lendingarfar til að lenda fyrstu geimförum Artemis-áætlunarinnar á tunglinu. Forsvarsmenn fyrirtækisins Blue Origin, sem höfðu einnig reynt að fá samning um þróun lendingarfars, hafa höfðað mál gegn NASA vegna samningsins við SpaceX. Sjá einnig: NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu Starfsmenn SpaceX hafa á undanförnum mánuðum lagt mikla vinnu í þróun Starship geimfarsins. Geimfarinu er ætlað að flytja allt að hundrað menn og birgðir til tunglsins og jafnvel til mars. Starship á að skjóta á loft með Super Heavy eldflaug SpaceX. Eldflaugin á að lenda aftur á jörðinni og Starship getur svo haldið áfram út í geim. Markmið SpaceX er að þróa öflugust eldflaug heimsins og á Starship að geta komið meira en hundrað tonnum af jörðinni, sem er mjög mikið. Musk hefur lýst því yfir að hann vilji að Starship verði geimfar sem verði í raun hægt að nota eins og flugvél. Hægt verði að taka á loft og lenda annarsstaðar á jörðinni, eða annarri reikistjörnu, taka eldsneyti og taka aftur á loft.
Bandaríkin Geimurinn Tunglið Artemis-áætlunin Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira