Fellibylurinn Ida ógnar íbúum Lúisíana Kjartan Kjartansson skrifar 28. ágúst 2021 08:45 Íbúi í Nýju Orleans ber sandpoka sem hann nældi sér í frá borgaryfirvöldum. Hluti borgarbúa hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín en aðrir hvattir til að fara að eigin hvötum. AP/Max Becherer/The Times-Picayune/The New Orleans Advocate Íbúar við strendur Lúisíana á suðausturströnd Bandaríkjanna búa sig nú undir að fellibylurinn Ida gangi á land um helgina. Varað er við því að fellibylurinn muni „breyta lífi“ fólks sem er óviðbúið hamförunum. Veðurfræðingar spá því að Ida nái að verða fjórða stigs fellibylur áður en hún gengur á land, líklega vestur af Nýju Orleans seint á morgun. Vindstyrkurinn gæti náð allt að rúmlega 62 metrum á sekúndu. Borgar- og héraðsyfirvöld við ströndina hafa gripið til þess að ýmist hvetja íbúa sína til þess að yfirgefa svæðið eða beinlínis skipað þeim að hafa sig á brott áður en bylurinn skellur á. Í Nýju Orleans skipaði LaToya Cantrell, borgarstjóri, fólki sem býr utan við stíflukerfi sem ver borgina fyrir sjávarflóðum að rýma svæðið. Þeir sem búa innan varnarsvæðisins voru hvattir til að flýja sjálfviljugir. Cantrell sagði ómögulegt að skipa öllum borgarbúum að rýma borgina þar sem hraðbrautir næðu ekki að anna slíkri umferð, að sögn AP-fréttastofunnar. 8/27 - 10 PM CDT - Here are the latest key messages from the National Hurricane Center on Hurricane Ida. pic.twitter.com/A5kGkeFPMl— NWS Southern Region (@NWSSouthern) August 28, 2021 Útlit er fyrir að Ida gangi á land sama dag og fellibylurinn Katrína gerði fyrir sextán árum. Katrína olli miklum hörmungum í Nýju Orleans og víðar en hún var þriðja stig fellibylur. Um þúsund manns fórust og margmilljarða eignatjón varð. „Þetta verður stormur sem breytir lífi fólks sem er ekki tilbúið,“ sagði Benjamin Schott, veðurfræðingur, á frétamannafundi með John Bel Edwards, ríkisstjóra Lúisíana, í gær. Gert er ráð fyrir að rafmagnsleysi fylgi fellibylnum í Nýju Orleans og óttast er að sjávarflóðin af völdum hans fari yfir varnargarða og stíflur. Íbúar hafa birgt sig upp af sandpokum, eldsneyti, rafstöðvum og vistum. Þá búa sjúkrahús á svæðinu sig undir bylinn en þau glíma fyrir við fjórðu bylgju kórónuveirufaraldursins. Þau hafa meðal annars hamstrað eldsneyti til þess að knýja varaaflstöðvar ef rafmagnsleysi verður langvarandi. Bandaríkin Náttúruhamfarir Fellibylurinn Ída Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Nokkrir látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Veðurfræðingar spá því að Ida nái að verða fjórða stigs fellibylur áður en hún gengur á land, líklega vestur af Nýju Orleans seint á morgun. Vindstyrkurinn gæti náð allt að rúmlega 62 metrum á sekúndu. Borgar- og héraðsyfirvöld við ströndina hafa gripið til þess að ýmist hvetja íbúa sína til þess að yfirgefa svæðið eða beinlínis skipað þeim að hafa sig á brott áður en bylurinn skellur á. Í Nýju Orleans skipaði LaToya Cantrell, borgarstjóri, fólki sem býr utan við stíflukerfi sem ver borgina fyrir sjávarflóðum að rýma svæðið. Þeir sem búa innan varnarsvæðisins voru hvattir til að flýja sjálfviljugir. Cantrell sagði ómögulegt að skipa öllum borgarbúum að rýma borgina þar sem hraðbrautir næðu ekki að anna slíkri umferð, að sögn AP-fréttastofunnar. 8/27 - 10 PM CDT - Here are the latest key messages from the National Hurricane Center on Hurricane Ida. pic.twitter.com/A5kGkeFPMl— NWS Southern Region (@NWSSouthern) August 28, 2021 Útlit er fyrir að Ida gangi á land sama dag og fellibylurinn Katrína gerði fyrir sextán árum. Katrína olli miklum hörmungum í Nýju Orleans og víðar en hún var þriðja stig fellibylur. Um þúsund manns fórust og margmilljarða eignatjón varð. „Þetta verður stormur sem breytir lífi fólks sem er ekki tilbúið,“ sagði Benjamin Schott, veðurfræðingur, á frétamannafundi með John Bel Edwards, ríkisstjóra Lúisíana, í gær. Gert er ráð fyrir að rafmagnsleysi fylgi fellibylnum í Nýju Orleans og óttast er að sjávarflóðin af völdum hans fari yfir varnargarða og stíflur. Íbúar hafa birgt sig upp af sandpokum, eldsneyti, rafstöðvum og vistum. Þá búa sjúkrahús á svæðinu sig undir bylinn en þau glíma fyrir við fjórðu bylgju kórónuveirufaraldursins. Þau hafa meðal annars hamstrað eldsneyti til þess að knýja varaaflstöðvar ef rafmagnsleysi verður langvarandi.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Fellibylurinn Ída Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Nokkrir látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira