„Fæ ekki nógu mikla ánægju úr þessu“ Sindri Sverrisson skrifar 27. ágúst 2021 07:31 Matthías Orri Sigurðarson hefur átt góðar stundir á körfuboltavellinum en segir ánægjuna af íþróttinni ekki hafa verið nógu mikla undanfarið. vísir/bára Útlit er fyrir að einn af bestu leikmönnum Dominos-deildarinnar í körfubolta síðustu ár, hinn 26 ára gamli KR-ingur Matthías Orri Sigurðarson, dragi sig í hlé. Hann segir ástríðuna fyrir körfuboltanum einfaldlega hafa minnkað. „Þetta er ekki alveg grafið í stein eins og er en kemur í ljós á næstu dögum,“ segir Matthías um það hvort að hann taki sér hlé í vetur. Matthías hefur verið lykilmaður hjá KR síðustu tvö ár eftir að hafa verið leiðtogi ÍR um árabil og komist með liðinu í úrslit Íslandsmótsins árið 2019. „Það er búin að vera að ágerast einhver minni ástríða og minni ánægja af körfubolta. Þetta hefur verið að gerjast í einhvern tíma. Það er stóra málið. Svo er líka mikið að gera í vinnu og ég búinn að vera lengi að í þessu, svo það er ýmislegt sem spilar inn í,“ segir Matthías. Útlit er fyrir að Matthías Orri verði sjaldnar á ferð í DHL-höllinni í vetur en síðustu ár en það er þó ekki alveg ljóst.vísir/bára Matthías segir að ferlinum sé ekki lokið, hvort sem hann tæki sér hlé eða ekki, enda er hann aðeins 26 ára gamall: „Ég veit það og fólk í kringum mig hefur verið að benda á það. En ég tók þá ákvörðun fyrir einhverjum tíma að ég myndi ekki leggja allt sem að ég hef í körfuboltann. Þegar það fer svo að fjara undan áhuganum þá tel ég ekki mikið vit í að eyða meiri tíma í hann en þarf, ef manni finnst þetta ekki nógu skemmtilegt. Eins og flestir íþróttamenn þekkja þá hefur þetta verið misskemmtilegt í gegnum tíðina. En þetta [minni áhugi] hefur verið svolítið stöðugt núna í ár eða tvö. Svo hef ég bara alltaf byrjað nýtt tímabil og ekkert pælt í þessu, fyrr en núna fyrst í sumar. Þá fór maður að horfa aðeins til baka og reyna að skilja líðanina og tilfinningarnar á bakvið það sem maður hefur verið að gera í tuttugu ár og er vanur,“ segir Matthías. Matthías Orri og félagar í KR komust í undanúrslit á síðasta Íslandsmóti eftir ævintýralega rimmu við Val en féllu svo úr leik gegn Keflavík.vísir/bára Síðasta ár með þeim betri KR verður með nýtt þjálfarateymi í vetur því Helgi Már Magnússon leggur skóna á hilluna og tekur við af Darra Frey Atlasyni. Bróðir Matthíasar, Jakob, verður aðstoðarþjálfari og Matthías hlær kurteisislega þegar blaðamaður reynir að vera fyndinn og spyr hvort ósætti við þjálfarateymið spili inn í vangaveltur hans. Öðru nær. „Síðasta ár með KR, þó að það væri það fyrsta í sjö ár sem liðið vinnur ekki titilinn, var með betri árum sem ég hef átt í körfubolta, hvað varðar stjórnina, þjálfarana og leikmannahópinn. Ekkert er fjær lagi en að það séu einhver vandamál hvað það varðar. Málið er að ég ákvað það fyrir einhverjum árum síðan að ég væri ekki að fara að leggja atvinnumennsku á mig í þessu. Ég fór snemma að huga að því að læra og hef unnið mikið meðfram körfuboltanum. Álagið í kringum vinnuna hefur aukist talsvert. Hægt og rólega hefur áhuginn og keppnisskapið, og eljusemin, færst yfir í þann farveg í stað körfunnar. Svo er hnéð mitt ennþá í rusli eftir úrslitakeppnina þegar ég var hjá ÍR, og það er frekar lýjandi að vera að fara út klukkan 9 á morgnana og koma heim klukkan 9 á kvöldin. En stærsti faktorinn í þessum pælingum mínum núna er að ég fæ ekki nógu mikla ánægju úr þessu og hef ekki gert það upp á síðkastið,“ segir Matthías sem er sérfræðingur á fjármála- og rekstarsviði hjá Eir hjúkrunarheimili. Matthías skoraði 13,6 stig að meðaltali í leik í Dominos-deildinni á síðustu leiktíð, tók 4,4 fráköst og gaf 4,5 stoðsendingar.vísir/bára Matthías ítrekar að hann sé ekki hættur í körfubolta, sama hver ákvörðun hans verði fyrir komandi tímabil: „Nei, þetta yrði algjörlega hlé. Í mínum samskiptum við KR-inga varðandi þessi mál hef ég alltaf sagt við þá að ég held að það sé hvorki sanngjarnt gagnvart klúbbnum né sjálfum mér að ég væri að skuldbinda mig þegar mín sýn er ekki skýr varðandi næsta ár í körfunni. Að ég sé þar á launaskrá og þeir með starfsmann sem er ekki hundrað prósent í þessu, og ég að skuldbinda mig í eitthvað sem ég er ekki viss um. Ég er nefnilega þannig að ég myndi aldrei hætta á miðri leið.“ Dominos-deild karla KR Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Sjá meira
„Þetta er ekki alveg grafið í stein eins og er en kemur í ljós á næstu dögum,“ segir Matthías um það hvort að hann taki sér hlé í vetur. Matthías hefur verið lykilmaður hjá KR síðustu tvö ár eftir að hafa verið leiðtogi ÍR um árabil og komist með liðinu í úrslit Íslandsmótsins árið 2019. „Það er búin að vera að ágerast einhver minni ástríða og minni ánægja af körfubolta. Þetta hefur verið að gerjast í einhvern tíma. Það er stóra málið. Svo er líka mikið að gera í vinnu og ég búinn að vera lengi að í þessu, svo það er ýmislegt sem spilar inn í,“ segir Matthías. Útlit er fyrir að Matthías Orri verði sjaldnar á ferð í DHL-höllinni í vetur en síðustu ár en það er þó ekki alveg ljóst.vísir/bára Matthías segir að ferlinum sé ekki lokið, hvort sem hann tæki sér hlé eða ekki, enda er hann aðeins 26 ára gamall: „Ég veit það og fólk í kringum mig hefur verið að benda á það. En ég tók þá ákvörðun fyrir einhverjum tíma að ég myndi ekki leggja allt sem að ég hef í körfuboltann. Þegar það fer svo að fjara undan áhuganum þá tel ég ekki mikið vit í að eyða meiri tíma í hann en þarf, ef manni finnst þetta ekki nógu skemmtilegt. Eins og flestir íþróttamenn þekkja þá hefur þetta verið misskemmtilegt í gegnum tíðina. En þetta [minni áhugi] hefur verið svolítið stöðugt núna í ár eða tvö. Svo hef ég bara alltaf byrjað nýtt tímabil og ekkert pælt í þessu, fyrr en núna fyrst í sumar. Þá fór maður að horfa aðeins til baka og reyna að skilja líðanina og tilfinningarnar á bakvið það sem maður hefur verið að gera í tuttugu ár og er vanur,“ segir Matthías. Matthías Orri og félagar í KR komust í undanúrslit á síðasta Íslandsmóti eftir ævintýralega rimmu við Val en féllu svo úr leik gegn Keflavík.vísir/bára Síðasta ár með þeim betri KR verður með nýtt þjálfarateymi í vetur því Helgi Már Magnússon leggur skóna á hilluna og tekur við af Darra Frey Atlasyni. Bróðir Matthíasar, Jakob, verður aðstoðarþjálfari og Matthías hlær kurteisislega þegar blaðamaður reynir að vera fyndinn og spyr hvort ósætti við þjálfarateymið spili inn í vangaveltur hans. Öðru nær. „Síðasta ár með KR, þó að það væri það fyrsta í sjö ár sem liðið vinnur ekki titilinn, var með betri árum sem ég hef átt í körfubolta, hvað varðar stjórnina, þjálfarana og leikmannahópinn. Ekkert er fjær lagi en að það séu einhver vandamál hvað það varðar. Málið er að ég ákvað það fyrir einhverjum árum síðan að ég væri ekki að fara að leggja atvinnumennsku á mig í þessu. Ég fór snemma að huga að því að læra og hef unnið mikið meðfram körfuboltanum. Álagið í kringum vinnuna hefur aukist talsvert. Hægt og rólega hefur áhuginn og keppnisskapið, og eljusemin, færst yfir í þann farveg í stað körfunnar. Svo er hnéð mitt ennþá í rusli eftir úrslitakeppnina þegar ég var hjá ÍR, og það er frekar lýjandi að vera að fara út klukkan 9 á morgnana og koma heim klukkan 9 á kvöldin. En stærsti faktorinn í þessum pælingum mínum núna er að ég fæ ekki nógu mikla ánægju úr þessu og hef ekki gert það upp á síðkastið,“ segir Matthías sem er sérfræðingur á fjármála- og rekstarsviði hjá Eir hjúkrunarheimili. Matthías skoraði 13,6 stig að meðaltali í leik í Dominos-deildinni á síðustu leiktíð, tók 4,4 fráköst og gaf 4,5 stoðsendingar.vísir/bára Matthías ítrekar að hann sé ekki hættur í körfubolta, sama hver ákvörðun hans verði fyrir komandi tímabil: „Nei, þetta yrði algjörlega hlé. Í mínum samskiptum við KR-inga varðandi þessi mál hef ég alltaf sagt við þá að ég held að það sé hvorki sanngjarnt gagnvart klúbbnum né sjálfum mér að ég væri að skuldbinda mig þegar mín sýn er ekki skýr varðandi næsta ár í körfunni. Að ég sé þar á launaskrá og þeir með starfsmann sem er ekki hundrað prósent í þessu, og ég að skuldbinda mig í eitthvað sem ég er ekki viss um. Ég er nefnilega þannig að ég myndi aldrei hætta á miðri leið.“
Dominos-deild karla KR Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Sjá meira